Vandamál með gamalt doc skjal

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
kjarri1303
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mán 16. Maí 2016 01:10
Staða: Ótengdur

Vandamál með gamalt doc skjal

Póstur af kjarri1303 »

Hæhæ,

er með einn gamlan word fæl. skv. date modified var hann skrifaður um árið 2000.
Er búinn að reyna að fynnna allar mögulegar leiðir til að fá hann til að virka en ekkert hefur virkað. Hef opnað hann í word og notepad. Prófað tvo online decoder-a (Þennan: https://2cyr.com/decode og þennan: https://www.base64encode.org/enc/universal/) en einnig aðra sem gáfu verri niðurstöður.
Ekker hefur virkað til að gera textann læsilegan og því leyta ég til ykkar. Vitið þið um eitthvað forrit eða vefsíðu eða þjónustu sem gæti gert þetta skjal skiljanlegt.

Læt fyrstu 6 línurnar fylgja hér neðst þannig að þið getið prófað ykkur áfram.

Allar hugmyndir eða leiðbeiningar vel þegnar.

I<Œûtÿ =+ÅÄV5®¬öŸ-v©Ð\±·CÔ4-:sêî^ÓÛë].ƒAf̧ËLf@Øq“\Û+idúØl-8.zÎÌë-íVÒÙn.0#噁$~¸®OW×A
£–[b)ïò÷úç=j]ê>[ßÐX¸ÚQ©©ÍøÏı͑ArÞN×\ÇŒF8=<Wžø–êÊ×MºEæšò+ÉJ€\»¶íÜ€@ö4èàà§gtω)sbãuäyŠ¯%gš4”*²ª¸ã¯>õç>:ñ(ò™SwÑuQŽsï^Í:5Œu<Jù­IPöxXÙ3Äüg«ÍpÛU‡’#({¨¯?ñ¡çL_Q
ÛÏÍÁï_C…ÀΣRªµG‚ëZ›­W[üÌe’!¥¥PÎñ¿ hóÖæ0GïUw«#í]üíIÂÛv¤qõ¿u&/šÛÑ]F⍴qƒÜzÔÆdˆìž9öÂxà‘ÖŠ°oâØú*¸HÇÙÁJÌ‘#„dÆyÀ%‡5€&ç#
Ä!#¿ÿ ^¹'ZmÉ»;a—ºUT®ÿ û4 “~X¨A"íç'¾F3N”Ñ,ñ¢Îböá•~ñôç8â¾Ó]¤%8«-Gyi+¢È¥šU*›>ëÎìtüêîÈþI]å”gbç±ï^õ´åÕ‘ÓìeȦˆD-²5f^W¡ÐÔ‹"Ÿo”P¹
Üñ‚^µŸ7,ye©Ÿ¶„gËÊ@ñ¨pïÙ’&è?¨YÝ‹J¥YÀß°íô¢œ'4Éuàåh¢ä¢
²éŒÆ£‘ÓŠl–Ì‘’&ùP

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gamalt doc skjal

Póstur af asgeirbjarnason »

Ertu með aðgang að Linux vél? Ef svo, prófaðu að keyra skipunina "file [nafnið á skjalinu]" í terminal glugga. File forritið reynir að skoða skjal og finna út úr því hvernig skjal það er, svo það ætti að segja þér hvort þetta sé örugglega word skjal eða eitthvað öðruvísi skjal að þykjast vera word skjal.

(býst við að það sé eitthvað álíka forrit í Windows sem leyfir manni að sjá af hvaða tegund skjal er, en ég er ekki nógu góður Windows gaur)
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gamalt doc skjal

Póstur af Hjaltiatla »

Án þess að vita allt um þetta skjal sem þú ert að nota.

Gætir prufað https://www.freeoffice.com/en/ þetta forrit virkar mjög vel við að opna/vinna í Office skjölum (er sjálfur byrjaður að nota Freeoffice t.d á Ubuntu).
Just do IT
  √
Skjámynd

svavaroe
has spoken...
Póstar: 183
Skráði sig: Fös 23. Feb 2007 15:20
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gamalt doc skjal

Póstur af svavaroe »

Fyrstu 6 línurnar sem þú settir inn segjir okkur ekkert, sérstaklega þegar þú póstar því hér á forum.
Encoding mun brotna við það.Ef þetta er gamalt Word Skjal, ætti efsta línan "í réttum ANSI file viewer" að sýna

Kóði: Velja allt

..^Q.^Z.
Eða réttara sagt, fyrstu 8 bætin í skjalinu verða að vera "D0 CF 11 E0 A1 B1 1A E1" ef þetta er Word Skjal

Svo ætti næst síðasta línan að innihalda "Microsoft Office Word Document" ef þetta er skjal sirka frá árinu 2000.

Gæti aðstoðað þig ef þú villt, getur sent mér msg.

Molfo
has spoken...
Póstar: 185
Skráði sig: Fim 19. Feb 2009 15:02
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gamalt doc skjal

Póstur af Molfo »

Ég man á sínum tíma þegar Office pakkinn var uppfærður þá þurfti stundum að "converta" gömlum Word skjölum svo að nýja útgáfan gæti lesið gömlu skjölin.
Nú veit ég ekki hvort að þetta á við um þetta skjal en þú gætir alveg prufað þetta ef að þú ert ekki búinn að því.

https://helpdeskgeek.com/office-tips/co ... er-format/

Kv.

Molfo
Fuck IT
Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 564
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vandamál með gamalt doc skjal

Póstur af Hannesinn »

Byrjaðu á að reyna að opna þetta með LibreOffice. Microsoft fjarlægði compatibility við Office 2000 frá og með Office 2003 SP3, þar sem að fyrirtæki höfðu leyfi til þess að nota Office 2000 onsite og einnig fyrir heimili allra starfsmanna. Svo þegar þeir breyttu fyrirkomulaginu, að bjóða ekki upp á onsite + starfsmenn, heldur bara einingaverð, var stór hluti fyrirtækja sem einfaldlega uppfærði ekki pakkann hjá sér, og því fjarlægði Microsoft stuðninginn við þessa ákveðnu útgáfu nokkrum árum seinna.

Ef þetta er ekki málið, þá getur líka skjalið líka verið bara ónýtt. Bitrot og allt það.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
Svara