Leit að Myndavél

Svara

Höfundur
Tesli
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Staða: Ótengdur

Leit að Myndavél

Póstur af Tesli »

Sælir, :D

Ég er að leita mér að Digital vél sem er með ákveðnum eiginleikum
1. Passar í vasann
2. fljót að taka myndir

Hún verður nátturulega að vera fljót að fókusa og taka myndir og með allavega 4megapixel

50.000kr top

Ég er búinn að skoða aðra pósta og þar sýnist mér allir vera að leita sér að vél sem er ekki lítil og nett.
Svo er ég búinn að kíkja í ýmsar verslanir og skoða þar en ég er svo hræddur að kaupa eitthvað lélegt.

Getiði bent mér á góðar vélar. :)

Takk
Tesli

Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1802
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Staða: Ótengdur

Póstur af Snorrmund »

geturu ekkki fengið að "prófa"? við máttum það uppí Sm(sm.is) en hvað meinaru með lítil og nett? eru þessar avarage vélar ekki litlar og nettar?

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Hvernig myndavel ertu að leyta að, með litlri linsu til að taka fjölskyldumyndir eða eitthvað meira.
Skjámynd

jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Póstur af jericho »

Þessi er fljót að taka hágæðamyndir og er lítil og nett í vasann....

...af hverju veit ég þetta? Því ég á svona og sjáðu einkunnagjöfina sem hún er að fá á síðunni. Þessi vél er framar öllum öðrum „point'n'shoot“ vélum sem ég hef prófað.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Höfundur
Tesli
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Staða: Ótengdur

Póstur af Tesli »

þegar ég tala um "passar í vasa" er ég að meina ekki þykkari en ca 2cm, þess vegna vil ég ekki þessar með stórum útstæðum linsum og svoleiðis. Svo myndi ég nátturulega taka allar gerðir af myndum s.s fjölskyldu, nátturu og djamm myndum. :)
Ég er nátturulega að leyta að hinni fullkomnu myndavél en ég vil frekar hafa hana sem minnsta þó það sé á kostnað gæða, ég vona að þið skiljið mig :?

Svo verður hún helst að vera til hérna eða í fríhöfninni :wink:
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Póstur af Pandemic »

Ixus eða Fuji Finepix

hahallur
Staða: Ótengdur

Póstur af hahallur »

Ég mæli með Canon IXUS ef þú ert að leyta af litlum stelpumyndavelum :)
Svara