Nýr sími - færa allt yfir eða fresh start ?

Svara

Höfundur
gudsgis
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Fim 19. Apr 2018 12:03
Staða: Ótengdur

Nýr sími - færa allt yfir eða fresh start ?

Póstur af gudsgis »

Sælir,

Er með nýjan Iphone. Hef alltaf tekið afrit af eldri símum og yfirfært allt þegar ég fæ nýjan. Núna finnst mér síminn alltaf vera fullur, jafnvel þótt ég eyði öppum. Er að velta fyrir mér hvort þetta sé eins og með tölvurnar, smá saman fyllist windows folderinn, program files og allt af dóti sem maður varla finnur og gengur á plassið. Jafnvel þótt maður uninstalli forritum þá verður tölvan hægari út af junki út um allt stýrikerfið.

Er eitthvað til bóta að sleppa því að afrita allt af eldri síma og starta bara nýjum síma fresh? Átta mig á að það er meiri vinna en er þetta kannski eitthvað öðrívisi með símanna en tölvurnar ?

Thanks alot
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími - færa allt yfir eða fresh start ?

Póstur af depill »

Ég tek alltaf fresh start. Það er aðeins meiri vinna, enn öll message, myndir etc allt sem er í iCloud kemur með þér yfir. Hitt gefur þér tækifæri til að vinna hvaða öpp e.t.c. sem þú notar í dag. Þetta finnst mér sérstaklega fínt þar sem ég nota möppur og "Single screen ( öll öpp eru á home screen í möppum ).

Geri það sama með tölvur og ja eiginlega bara allt.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími - færa allt yfir eða fresh start ?

Póstur af GuðjónR »

Ég er einmitt að spá í það sama, hef alltaf tekið full backup og gert update, stundum restore & update og þegar kemur að spurningunni setja upp sem nýtt eða nota bacup þá hef ég alltaf valið backup. Ef maður velur það er maður þá að senda gömul system fælum inn í nýja installið?
Þar sem ég er bara með basic icloud storage þá er ég ekki með myndirnar þar, kannski væri sniðugt að vera með sms og allt annað en myndir í icloud fara í fresh, henda myndum yfir í nýtt photo library á imac og importa þeim svo þaðan yfir í símann eftir fresh install? Eða kaupa sér einn mánuð af 50GB storage og fara þá leið sem depill fer?
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími - færa allt yfir eða fresh start ?

Póstur af russi »

Er að spá í byrja fresh þegar ég fæ mér nýjan síma, er ólíkt Gudjóni með iCloud storage sem er 50GB fyrir myndir og það virðist duga ágætlega, iCloud syncið er varðar contact, sms, keychain os.frv kemur auðvitað með þannig þetta er ekki mikil höfuðverkur nema að þurfa á ná í öpp þegar maður þarf á þeim að halda.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími - færa allt yfir eða fresh start ?

Póstur af Sallarólegur »

Sækir bara Google Photos sem vistar myndirnar þínar frítt og eyðir þeim af símanum þínum.
Notar svo iCloud til að bakka upp rest og getur dúndrað í "fresh start" án þess að hugsa þig tvisvar um.

iCloud er algerlega gagnlaust til að geyma myndir, vegna þess að þú þarft að hafa þær bæði á tækinu og í skýinu. Algerlega galið dæmi.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími - færa allt yfir eða fresh start ?

Póstur af Tiger »

Ég geri alltaf fresh start þegar ég uppfæri minn iPhone árlega. Er með nægt iCloud pláss fyrir alla familínuna (2TB) og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu, finnst það líka fín leið til að sía í burtu öpp sem ég hef ekki notað lengi lengi. Set upp það sem ég nota daglega og svo bara on the go eftir því sem ég þarfa ð nota þau.

Ekkert mál að velja bara að hafa fulla upplausn af myndinum á skýinu og bara optimized version af þeim í símanum til að taka minna pláss á honum.

If the service is free you are not the customer, you are the product.
Mynd

Höfundur
gudsgis
Nýliði
Póstar: 22
Skráði sig: Fim 19. Apr 2018 12:03
Staða: Ótengdur

Re: Nýr sími - færa allt yfir eða fresh start ?

Póstur af gudsgis »

Flott - takk fyrir góð svör

var að vonast eftir því að þetta munaði litlu - veit ég mun örugglega lenda á öppum vantar eitthvað inn í ef ég geri þetta fresh ;)
Svara