Úrelt tækni í notkun í dag

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af jonfr1900 »

Fyrir mér er eftirtalin tækni orðin úrelt og það yrði gott ef fyrirtæki færu að skipuleggja að leggja þetta niður sem fyrst.
  1. 2G farsímar/sendar
  • 3G farsímar/sendar
  • IPv4 netkerfi/internetið
Það er nauðsynlegt að fara að auka útbreiðslu IPv6 og skipuleggja niðurlagninu IPv4. Það sem ég hef prufað IPv6 á YouTube þá er reynslan allt önnur og myndbönd hlaðast miklu hraðar inn með IPv6 heldur en IPv4 enda er gert ráð fyrir slíkum flutningi í hönnun IPv6. Það var ekki gert ráð fyrir slíku þegar IPv4 var hannað enda var internetið þá að mestu bara texti og stakar myndir sem fólk var að ná í og senda frá sér. Bæði í litlum gæðum og lítilli stærð (örfá kb).

Það er einnig nauðsynlegt að öll farsímafyrirtæki á Íslandi fari að nota VoLTE og VoWiFi (símtöl yfir þráðlaus netkerfi). Á Íslandi er sú stefna í gangi að nota ekki VoWiFi þrátt fyrir að slíkt myndi minnka álag og bæta farsímasambandið hjá mörgu fólki í dag. Sérstaklega í sveitum Íslands þar sem langt er á milli farsímasenda.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að tregða við að taka upp þessa nýju tækni sé vegna eða afbrigði af Sunk Cost Fallacy sem fólk lendir oft í.
Skjámynd

GunZi
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af GunZi »

Heimasímar eru líka orðnir frekar úreltir á heimilum. Notar einhver heimasíma ennþá að einhverju viti?
Örgjövi: Ryzen 3600 3.6GHz Minni: 16GB 3600MHz GPU: GTX 1070 8GB HDDs&SSDs: 3TB HDD, 250GB SSD Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Philips 144Hz 1080p 27" BenQ 60Hz 1080p 27"

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af jonfr1900 »

Ég er löngu hættur að nota heimasíma. Veit að Síminn ætlar að loka POTS kerfinu árið 2020 (held ég). Gæti hinsvegar þurft að taka slíkan síma í notkun þegar ég flyt aftur til Danmerkur en það er í skoðun. Líklega dugar farsíminn hjá mér í það sem ég þarf að hringja til Íslands.
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af jonsig »

Það væri synd að leggja niður 2G/3G kerfið þar sem það hefur svo góða útbreiðslu, bæði notað til sjós og lands. Bætir öryggi. Svo mörg VRS leiðréttingakerfi fyrir landmælingatæki sem tengjast nær allri starfssemi reiða sig á 2G fyrir leiðréttingastraum.

Þetta er ekki eingöngu hugsað fyrir 101 hipstera.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

bigggan
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 394
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af bigggan »

Held að 2G verður í gángi langan tíma vegna þess þetta er notað í uppfærslu klukkur eða ping og svoleiðis smáhlutir.
Þau eru hinsvegar byrjað að loka fyrir 3G í Noregi svo vonandi fljótlega byrjað herna og losna þá fleiri liðnir fyrir 4G

Hinsvegar alveg sammála afhverju simafelöginn eru ekki komið með VoLTE eða VoWiFi fyrir löngu... sá siminn auglýsa 4.5G nokkrum árum til að fá þetta, en ekkert heyrt meira í þessu...
Last edited by bigggan on Sun 07. Júl 2019 17:01, edited 1 time in total.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af GuðjónR »

GunZi skrifaði:Heimasímar eru líka orðnir frekar úreltir á heimilum. Notar einhver heimasíma ennþá að einhverju viti?
Ég held nú ennþá í minn heimasíma þó það sé kannski óþarfi, notkunin er ekki mikil og GSM síminn er alveg nóg þannig lagað sér.
Myndi samt ekki kalla heimasíma, þ.e. landlínusíma hvort sem er yfir kopar eða ljós úrelta. Það mætti frekar segja að þeir hafi verið verðlagðir út af markaðnum svipað og pósturinn gerði með sendibréfin.

Ég man ekki hvort það var í fyrra eða fyrir 2 árum að ég las um að fækkun notenda í fastlínukerfinu væri hátt í 30%, á sama tíma hækkuðu fjarskiptafyrirtækin verð á þjónustunni um nánast sömu prósentutölu. Say no more...

Við héldum í heimasíman þar sem hann var ódýrari en GSM, þ.e. það eru ekki mörg ár síðan það var dýrt að hringja úr og í GSM í aðra síma en það var innifalið í fastagjaldinu að hringja úr heimasímanum í aðra heimasíma, í dag þá getur maður verið með ókeypis GSM þjónustu og hringt í alla síma og að auki fyrir lágt gjald hringt til útlanda meðan þú borgar fastagjald af heimasímanum og í sumum tilfellum skrefagjald í farsíma. Og á sama tíma þá er hægt að hringja "frítt" hvert sem er í gegnum allskonar þjónustur, eins og skype, instagram og facebook...

Opes
FanBoy
Póstar: 761
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af Opes »

bigggan skrifaði:Hinsvegar alveg sammála afhverju simafelöginn eru ekki komið með VoLTE eða VoWiFi fyrir löngu... sá siminn auglýsa 4.5G nokkrum árum til að fá þetta, en ekkert heyrt meira í þessu...
Nova er með VoLTE, sjá hér.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af jonfr1900 »

Opes skrifaði:
bigggan skrifaði:Hinsvegar alveg sammála afhverju simafelöginn eru ekki komið með VoLTE eða VoWiFi fyrir löngu... sá siminn auglýsa 4.5G nokkrum árum til að fá þetta, en ekkert heyrt meira í þessu...
Nova er með VoLTE, sjá hér.
Nova er einnig með IPv6 yfir 4G í dag. Ég held að Nova sé eina fyrirtækið á Íslandi sem notar IPv6 fyrir almenna notendur.
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af DJOli »

jonfr1900 skrifaði:Veit að Síminn ætlar að loka POTS kerfinu árið 2020 (held ég).
Ertu að tala um POTS (Landlínusímsamband yfir kopar án netbeinirs (e. routers)) eða ertu að tala um koparkerfið eins og það leggur sig?

Veit að verið er að leggja POTS kerfið niður í þessum töluðu orðum. Meðal kosta þess og galla eru að án POTS er örlítið flóknara að bilanameta koparkerfið þar sem POTS (eða öllu heldur straumurinn í POTS, og hvernig það virkar allt saman) kemur mikilvægum gögnum upplýsingum frá a til b.

Ofan á það, þá þurfa eldriborgarar að fá stjórnstöðvar fyrir neyðarhnappana sína sem notast við GSM senda í þess að tengja símtengið í netbeini (e. router), þar sem internetsíminn virkar ekki ef rafmagnið er útslegið, (ólíkt gamla góða POTS símanum sem hefur verið haldið í gangi í rafmagnsleysi með vararafkerfum í símstöðvum).
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af jonfr1900 »

DJOli skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Veit að Síminn ætlar að loka POTS kerfinu árið 2020 (held ég).
Ertu að tala um POTS (Landlínusímsamband yfir kopar án netbeinirs (e. routers)) eða ertu að tala um koparkerfið eins og það leggur sig?

Veit að verið er að leggja POTS kerfið niður í þessum töluðu orðum. Meðal kosta þess og galla eru að án POTS er örlítið flóknara að bilanameta koparkerfið þar sem POTS (eða öllu heldur straumurinn í POTS, og hvernig það virkar allt saman) kemur mikilvægum gögnum upplýsingum frá a til b.

Ofan á það, þá þurfa eldriborgarar að fá stjórnstöðvar fyrir neyðarhnappana sína sem notast við GSM senda í þess að tengja símtengið í netbeini (e. router), þar sem internetsíminn virkar ekki ef rafmagnið er útslegið, (ólíkt gamla góða POTS símanum sem hefur verið haldið í gangi í rafmagnsleysi með vararafkerfum í símstöðvum).
Koparkerfið er lagt niður þar sem ljósleiðarinn er kominn til allra lögaðila og fyrirtækja. Það er þegar byrjað samkvæmt ákvörðun Póst og Fjarskiptastofnunar sem hægt er að lesa hérna (pdf).

Þetta er gamla hliðræna kerfið. Í þessari frétt er það kallað PTSN. Ég hef ekki aðgang að greininni.

Gamla símakerfinu lokað á næsta ári (mbl.is)

Svar uppfært.
Last edited by jonfr1900 on Mán 08. Júl 2019 00:17, edited 1 time in total.

Alfur
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fös 14. Des 2018 03:17
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af Alfur »

Er hægt að virkja ipv6 hjá einhverjum af okkar internetþjónustufyrirtækjum?
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af worghal »

windows xp.
enough said.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL

dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af dandri »

Nova býður upp á ipv6 yfir 4g
Síminn býður fyrirtækjatengingum upp á ipv6
Vodafone virðist vera eitthvað að prófa ipv6 ef það er að marka tölur frá APNIC: https://stats.labs.apnic.net/ipv6/IS
AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af Dropi »

  • IPv4 netkerfi/internetið
en ég á svo erfitt með að muna ipv6 tölur :(
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af arons4 »

Dropi skrifaði:
  • IPv4 netkerfi/internetið
en ég á svo erfitt með að muna ipv6 tölur :(
Enda ætti það að muna ip tölur að vera úrelt. Split DNS allan daginn.
Skjámynd

kusi
has spoken...
Póstar: 168
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af kusi »

Fyrir nokkrum árum var enn verið að nota EDI og X.400 fyrir rafrænar skeytasendingar. Veit ekki hvort það er enn notað í dag.
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af Dropi »

Í skipabransanum erum við ennþá að kaupa og selja búnað með NMEA-0183 (Serial yfir 4800 eða 38400 bps almennt) sem standard. Það eru ekki margir aðrir iðnaðir þar sem 8-Porta Serial PCI-E stýrispjöld eru möst í hverri einustu tölvu ;)

Mynd

Öll GPS tæki, áttavitar, siglingatölvur, sjálfvirkur tilkynningarbúnaður, ofl. til sjós keyrir á þessu 24/7 og stefnir ekkert í að þeir staðlar sem áttu að koma í staðinn fyrir þennan séu að gera það. Sem dæmi má nefna NMEA-2000, algjörlega ómögulegur CAN-bus sem er erfitt að nota og erfiðara að vinna með. Það eina sem hefur komist nálægt er UDP yfir netkerfi, fleiri og fleiri tæki eru að koma með LAN sem standard.

Sem dæmi get ég tekið LAN kapal 100 metra og sent UDP yfir hann, no problem. Sama með lampasnúrurnar sem má nota fyrir NMEA-0183, því er alveg skítsama. En ef þú reynir að fara með NMEA-2000 meira en 5 metra án þess að mata 12VDC inná bus-inn, þá geturðu alveg eins sleppt því!

NMEA-0183 er líka næstum því alveg human readable sem gerir hann mjög þægilegan í troubleshooting.

Kóði: Velja allt

$GPRMC,123519,A,4807.038,N,01131.000,E,022.4,084.4,230394,003.1,W*6A

Where:
     RMC          Recommended Minimum sentence C
     123519       Fix taken at 12:35:19 UTC
     A            Status A=active or V=Void.
     4807.038,N   Latitude 48 deg 07.038' N
     01131.000,E  Longitude 11 deg 31.000' E
     022.4        Speed over the ground in knots
     084.4        Track angle in degrees True
     230394       Date - 23rd of March 1994
     003.1,W      Magnetic Variation
     *6A          The checksum data, always begins with *
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Skjámynd

Skaz
Fiktari
Póstar: 96
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af Skaz »

jonfr1900 skrifaði:
DJOli skrifaði:
jonfr1900 skrifaði:Veit að Síminn ætlar að loka POTS kerfinu árið 2020 (held ég).
Ertu að tala um POTS (Landlínusímsamband yfir kopar án netbeinirs (e. routers)) eða ertu að tala um koparkerfið eins og það leggur sig?

Veit að verið er að leggja POTS kerfið niður í þessum töluðu orðum. Meðal kosta þess og galla eru að án POTS er örlítið flóknara að bilanameta koparkerfið þar sem POTS (eða öllu heldur straumurinn í POTS, og hvernig það virkar allt saman) kemur mikilvægum gögnum upplýsingum frá a til b.

Ofan á það, þá þurfa eldriborgarar að fá stjórnstöðvar fyrir neyðarhnappana sína sem notast við GSM senda í þess að tengja símtengið í netbeini (e. router), þar sem internetsíminn virkar ekki ef rafmagnið er útslegið, (ólíkt gamla góða POTS símanum sem hefur verið haldið í gangi í rafmagnsleysi með vararafkerfum í símstöðvum).
Koparkerfið er lagt niður þar sem ljósleiðarinn er kominn til allra lögaðila og fyrirtækja. Það er þegar byrjað samkvæmt ákvörðun Póst og Fjarskiptastofnunar sem hægt er að lesa hérna (pdf).

Þetta er gamla hliðræna kerfið. Í þessari frétt er það kallað PTSN. Ég hef ekki aðgang að greininni.

Gamla símakerfinu lokað á næsta ári (mbl.is)

Svar uppfært.

Það er misskilningur ef að þú ert að halda því fram að það sé verið að hætta að nota koparinn með öllu, það verða áfram gagnaflutningar og þess háttar á koparnum. Ljósleiðarar eru ekki komnir í hvert einasta hús á landinu, því fer fjarri.

Það er verið að leggja niður gamla talsímakerfið í þágu VoIP lausna.

Síminn tekur þetta fram á síðunni hjá sér:
Mun þessi breyting hafa áhrif á internettenginguna mína?
Aðeins er um að ræða lokun á talsíma og því hefur þessi breyting engin áhrif á gagnaflutningstengingar yfir koparkerfið eins og ADSL, VDSL, ISDN stofntengingar eða talsíma sem fer yfir net (VoIP).
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af Hjaltiatla »

worghal skrifaði:windows xp.
enough said.
Maður fær annað slagið símtöl frá Xp notendum í vandræðum :megasmile
Seinast fyrir mánuði aðili sem gat ekki lengur bootað vélinni (Ubuntu til bjargar og gat reddað teikningum af OS disknum hans).
Neitaði hins vegar að reyna að laga Xp svo það myndi boota aftur "eðlilega"
Just do IT
  √
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af appel »

Held það sé svolítið róttækt að leggja niður alla "úrelda" tækni bara útaf því að það er komið eitthvað nýtt "betra".

Gamla talsímakerfið er verið að leggja niður, ekki bara útaf því að það er ekki lengur í tísku, heldur er ekki hægt að fá varahluti í slíkt kerfi lengur eða þjónustu frá erlendum aðilum. Það er t.d. enginn að kaupa ný slík kerfi í heiminum, og það segir sig þá sjálft að þá er ekki heldur hægt að fá varahluti.

Veit ekki hver ástæðan er fyrir því að IPv6 hefur ekki náð þeirri útbreiðslu sem það ætti að hafa náð, kannski bara útaf því að hvernig þessar "ip" tölur eru ekki mjög læsilegar né þægilegt að vinna með. Það er auðvelt fyrir vélbúnað að vinna með slíkar tölur, en ekki manninn.
*-*

einarn
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 06:06
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af einarn »

worghal skrifaði:windows xp.
enough said.
Win xp? Þú veist að os/2 er ennþá notað í transit kerfinu hjá N.Y og hjá nokkrum af eldri tegundum hraðbanka, síðast þegar eg vissi.

Enn ég er ekki sammála þér með XP IMO þá finnst mér XP mjög robust og versatile os var mjög vinsælt hjá retro pc enthisiast og er að sumu leiti ennþá, enn það hefur minkað eftir að pos updates hættu og steam droppaði supoort.

kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 269
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af kjarrig »

kusi skrifaði:Fyrir nokkrum árum var enn verið að nota EDI og X.400 fyrir rafrænar skeytasendingar. Veit ekki hvort það er enn notað í dag.
Það er enn verið að nota X400 og EDI. Smásölukeðjurnar Hagkaup, Krónan o.s.frv. eru að nota þetta á fullu.
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af Revenant »

Til þess að ný tækni sé taki við af eldri verður hún að vera uppfylla nokkur skilyrði:
  • Hún verður að vera (mun) betri (hraðari, öflugri, öruggari) en sú gamla.
  • Eldri tækni er ekki lengur fáanleg
  • Kostnaður við innleiðingu má ekki vera of mikill
Mörg fyrirtæki sjá ekki tilgang að uppfæra kerfi/tækin sín því það skilar þeim litlum sem engum ábata að gera það.
Þegar þú ert með nokkur hundruð tæki sem nota "gamaldags" X.400 eða RS232 þá er ódýrara að viðhalda því en að henda nokkrum tugum milljóna í að uppfæra í nýjustu tækni fyrir lítin ábata.
Síðan hafa ýmsir geirar staðlað sig inn á ákveðna tækni sem er ekki hægt að breyta (jafnvel þótt hún sé úrelt).
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af Hizzman »

Gullna reglan er að 'Láta draslið í friði' er það er ekki til vandræða! Það eru til margar margar sögur um uppfærslur og nýungavæðingar sem hafa verið dýrkeyptar.

raggos
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Staða: Ótengdur

Re: Úrelt tækni í notkun í dag

Póstur af raggos »

Af einhverjum furðulegum ástæðum er ennþá verið að nota fax í einhverjum tilfellum. Skil það ekki fyrir mitt litla líf því það er ekkert gott við Fax tæknina
Svara