Í skipabransanum erum við ennþá að kaupa og selja búnað með NMEA-0183 (Serial yfir 4800 eða 38400 bps almennt) sem standard. Það eru ekki margir aðrir iðnaðir þar sem 8-Porta Serial PCI-E stýrispjöld eru möst í hverri einustu tölvu
Öll GPS tæki, áttavitar, siglingatölvur, sjálfvirkur tilkynningarbúnaður, ofl. til sjós keyrir á þessu 24/7 og stefnir ekkert í að þeir staðlar sem áttu að koma í staðinn fyrir þennan séu að gera það. Sem dæmi má nefna NMEA-2000, algjörlega ómögulegur CAN-bus sem er erfitt að nota og erfiðara að vinna með. Það eina sem hefur komist nálægt er UDP yfir netkerfi, fleiri og fleiri tæki eru að koma með LAN sem standard.
Sem dæmi get ég tekið LAN kapal 100 metra og sent UDP yfir hann, no problem. Sama með lampasnúrurnar sem má nota fyrir NMEA-0183, því er alveg skítsama. En ef þú reynir að fara með NMEA-2000 meira en 5 metra án þess að mata 12VDC inná bus-inn, þá geturðu alveg eins sleppt því!
NMEA-0183 er líka næstum því alveg human readable sem gerir hann mjög þægilegan í troubleshooting.
Kóði: Velja allt
$GPRMC,123519,A,4807.038,N,01131.000,E,022.4,084.4,230394,003.1,W*6A
Where:
RMC Recommended Minimum sentence C
123519 Fix taken at 12:35:19 UTC
A Status A=active or V=Void.
4807.038,N Latitude 48 deg 07.038' N
01131.000,E Longitude 11 deg 31.000' E
022.4 Speed over the ground in knots
084.4 Track angle in degrees True
230394 Date - 23rd of March 1994
003.1,W Magnetic Variation
*6A The checksum data, always begins with *