USB mús dettur inn og út randomly

Svara

Höfundur
toaster
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 19:01
Staða: Ótengdur

USB mús dettur inn og út randomly

Póstur af toaster »

Sælir vaktarar.

Mig langar að athuga hvort einhver hérna hafi hugmynd um hvað geti verið að hrjá tölvuna mína. Ég byrjaði að lenda í því fyrir nokkrum vikum síðan að músin detti út og strax aftur inn (Stoppar allt í 1-2 sek á meðan). Ég reyndi ýmislegt áður en ég endaði með að formatta vélina (kominn tími á það) en því miður lagaði það ekki vandamálið.

Það sem ég er búinn að prufa gera:
-Færa músina í annað USB tengi á vélinni (Búinn að prufa öll).
-Skipta um mús og músamottu.
-Uninstalla mouse driver og láta windows sækja nýjann.
-Sækja nýjustu uppfærslu af Logitech Gaming Software og sækja nýjasta driver fyrir músina í gegnum það(Er með G500).
-Uninstalla/reinstalla USB Root Hub og taka "Alloow the computer to turn off the device to save power" í Power Management.
-Uppfæra alla drivera með "Driver Easy".

Mér finnst þetta vera verra þegar ég er með tvo skjái tengda við tölvuna (Gerist oftar).

Helstu upplýsingar um tölvuna er hér fyrir neðan:
MSI 7816 Motherboard.
AMD Radeon R9 290
i5-4670 CPU
Corsair CX 650W
Logitech G500 Mús
2x 24" Skjáir (Philips 144 Hz og BenQ 60 Hz)
3x HDD: 250GB Samsung SSD, 1TB WD og 4TB WD.

Ég er búinn að reyna allt sem mig dettur í hug og þetta er alveg að gera mig brjálaðann.

Með fyrirfram þökk,
Þórir.

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: USB mús dettur inn og út randomly

Póstur af pepsico »

Ert búinn að útiloka svo margt að eftir stendur aðallega möguleg ofhitnun, aflgjafavandamál, eða móðurborðsvandamál.

Settu upp HWiNFO64 til að geta séð hitastig frá öllum mælunum. Gáðu hver hitastigin eru þegar þetta er að gerast og hentu þeim hingað.
Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Staða: Ótengdur

Re: USB mús dettur inn og út randomly

Póstur af Sultukrukka »

Ég lenti í þvílíku veseni með mína mús, reyndar var það G5 en það er sami braided kapall á G500 að mér skilst.

Tölvan var að frjósa í tíma og ótíma þannig það tók einhvern tíma að bilanagreina hvað nákvæmlega væri sökudólgurinn.

Það var snúran á músinni, vírarnir inn í braidinu voru byrjaðir að skammhleypa USB portinu. Keypti nýja hérna - https://www.ebay.co.uk/itm/Logitech-Mou ... xyi-ZTbRVs og skipti þessu út og allt svínvirkaði eftir það.

Ég sé reyndar að þú ert búinn að prófa að skipta út mús en veit ekki hvort að þú hafir mögulega verið með G500 ennþá plöggaða inn í USB. Ef hún var enn í sambandi þá gæti þetta mögulega verið lausn á þessu vandamáli.

Svo er auðvitað alltaf séns á að onboard usb á móbóinu sé í rugli, þá mæli með að versla ódýrt USB stýrispjald og plögga því bara í, ætti að vera frekar ódýr lausn.

Höfundur
toaster
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 19:01
Staða: Ótengdur

Re: USB mús dettur inn og út randomly

Póstur af toaster »

pepsico skrifaði:Ert búinn að útiloka svo margt að eftir stendur aðallega möguleg ofhitnun, aflgjafavandamál, eða móðurborðsvandamál.

Settu upp HWiNFO64 til að geta séð hitastig frá öllum mælunum. Gáðu hver hitastigin eru þegar þetta er að gerast og hentu þeim hingað.
Takk fyrir þetta.

Ég prufaði að ná í HWiNFO64 og get ekki séð að þetta tengist hitastiginu. Þetta gerist bæði þegar ég er að spila tölvuleiki og þegar ekkert er í gangi nema Windows 10.

Sjá hitastig: https://ibb.co/GvgcxBr
System info: https://ibb.co/T1ywyWS

Ég get prufað að logga í nokkrar mínútur og sent inn skránna ef það hjálpar?

Höfundur
toaster
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 19:01
Staða: Ótengdur

Re: USB mús dettur inn og út randomly

Póstur af toaster »

Sultukrukka skrifaði:Ég lenti í þvílíku veseni með mína mús, reyndar var það G5 en það er sami braided kapall á G500 að mér skilst.

Tölvan var að frjósa í tíma og ótíma þannig það tók einhvern tíma að bilanagreina hvað nákvæmlega væri sökudólgurinn.

Það var snúran á músinni, vírarnir inn í braidinu voru byrjaðir að skammhleypa USB portinu. Keypti nýja hérna - https://www.ebay.co.uk/itm/Logitech-Mou ... xyi-ZTbRVs og skipti þessu út og allt svínvirkaði eftir það.

Ég sé reyndar að þú ert búinn að prófa að skipta út mús en veit ekki hvort að þú hafir mögulega verið með G500 ennþá plöggaða inn í USB. Ef hún var enn í sambandi þá gæti þetta mögulega verið lausn á þessu vandamáli.

Svo er auðvitað alltaf séns á að onboard usb á móbóinu sé í rugli, þá mæli með að versla ódýrt USB stýrispjald og plögga því bara í, ætti að vera frekar ódýr lausn.
Gæti vel verið að það sé málið. En ég ætla prufa leggja G500 músinni til hliðar og tengja aðra við tölvuna. Sjá hvort það hafi einhver áhrif, kannski er kapallinn á músinni búinn að skemma USB portin.Takk fyrir þetta.

Bætt við:
Portin aftan á turninum virka ekki ef ég tengi M500 mús. En USB portin framan á virka. Hef ekki lent í neinu hökti so far svo kannski er þetta rétt sem að þú ert að segja, að vírarnir í snúrunni séu að skammhleypa.

Ég ætla ekki að fagna of snemma, læt á þetta reyna í kvöld en skil ekki afhverju MIC og keyboard virka án vandræða í USB portunum aftan á turninum en músin ekki.
Skjámynd

Sultukrukka
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
Staða: Ótengdur

Re: USB mús dettur inn og út randomly

Póstur af Sultukrukka »

toaster skrifaði:
Sultukrukka skrifaði:Ég lenti í þvílíku veseni með mína mús, reyndar var það G5 en það er sami braided kapall á G500 að mér skilst.

Tölvan var að frjósa í tíma og ótíma þannig það tók einhvern tíma að bilanagreina hvað nákvæmlega væri sökudólgurinn.

Það var snúran á músinni, vírarnir inn í braidinu voru byrjaðir að skammhleypa USB portinu. Keypti nýja hérna - https://www.ebay.co.uk/itm/Logitech-Mou ... xyi-ZTbRVs og skipti þessu út og allt svínvirkaði eftir það.

Ég sé reyndar að þú ert búinn að prófa að skipta út mús en veit ekki hvort að þú hafir mögulega verið með G500 ennþá plöggaða inn í USB. Ef hún var enn í sambandi þá gæti þetta mögulega verið lausn á þessu vandamáli.

Svo er auðvitað alltaf séns á að onboard usb á móbóinu sé í rugli, þá mæli með að versla ódýrt USB stýrispjald og plögga því bara í, ætti að vera frekar ódýr lausn.
Gæti vel verið að það sé málið. En ég ætla prufa leggja G500 músinni til hliðar og tengja aðra við tölvuna. Sjá hvort það hafi einhver áhrif, kannski er kapallinn á músinni búinn að skemma USB portin.Takk fyrir þetta.

Bætt við:
Portin aftan á turninum virka ekki ef ég tengi M500 mús. En USB portin framan á virka. Hef ekki lent í neinu hökti so far svo kannski er þetta rétt sem að þú ert að segja, að vírarnir í snúrunni séu að skammhleypa.

Ég ætla ekki að fagna of snemma, læt á þetta reyna í kvöld en skil ekki afhverju MIC og keyboard virka án vandræða í USB portunum aftan á turninum en músin ekki.

Skrítið stöff.

Það furðulega við snúruklikkið hjá mér að stundum hagaði hún sé bara fínt. Ég uppgvötaði þetta einungis með því að fikta vel í snúrunni sjálfri (beygja hana í svona 90 gráðu boga, sérstaklega þar sem voru hnykkir í henni ) og náði að framkalla þennan galla ítrekað og tölvan fraus alltaf.

Grunar hinsvegar að það sé einhver short circuit vörn sem slekkur á USB tenginu á móðurborðinu og mögulega ekki eins góð vörn á USB IO pinnum sem tengjast í fremri USB port.

Myndi allavega reyna að útiloka algjörlega allt sambandsleysi/skammhlaup í snúru áður en þú byrjar að nota það fremra, bara út frá að það skemmi mögulega ekki eitthvað út frá sér.

Höfundur
toaster
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 19:01
Staða: Ótengdur

Re: USB mús dettur inn og út randomly

Póstur af toaster »

Sultukrukka skrifaði:
toaster skrifaði:
Sultukrukka skrifaði:Ég lenti í þvílíku veseni með mína mús, reyndar var það G5 en það er sami braided kapall á G500 að mér skilst.

Tölvan var að frjósa í tíma og ótíma þannig það tók einhvern tíma að bilanagreina hvað nákvæmlega væri sökudólgurinn.

Það var snúran á músinni, vírarnir inn í braidinu voru byrjaðir að skammhleypa USB portinu. Keypti nýja hérna - https://www.ebay.co.uk/itm/Logitech-Mou ... xyi-ZTbRVs og skipti þessu út og allt svínvirkaði eftir það.

Ég sé reyndar að þú ert búinn að prófa að skipta út mús en veit ekki hvort að þú hafir mögulega verið með G500 ennþá plöggaða inn í USB. Ef hún var enn í sambandi þá gæti þetta mögulega verið lausn á þessu vandamáli.

Svo er auðvitað alltaf séns á að onboard usb á móbóinu sé í rugli, þá mæli með að versla ódýrt USB stýrispjald og plögga því bara í, ætti að vera frekar ódýr lausn.
Gæti vel verið að það sé málið. En ég ætla prufa leggja G500 músinni til hliðar og tengja aðra við tölvuna. Sjá hvort það hafi einhver áhrif, kannski er kapallinn á músinni búinn að skemma USB portin.Takk fyrir þetta.

Bætt við:
Portin aftan á turninum virka ekki ef ég tengi M500 mús. En USB portin framan á virka. Hef ekki lent í neinu hökti so far svo kannski er þetta rétt sem að þú ert að segja, að vírarnir í snúrunni séu að skammhleypa.

Ég ætla ekki að fagna of snemma, læt á þetta reyna í kvöld en skil ekki afhverju MIC og keyboard virka án vandræða í USB portunum aftan á turninum en músin ekki.

Skrítið stöff.

Það furðulega við snúruklikkið hjá mér að stundum hagaði hún sé bara fínt. Ég uppgvötaði þetta einungis með því að fikta vel í snúrunni sjálfri (beygja hana í svona 90 gráðu boga, sérstaklega þar sem voru hnykkir í henni ) og náði að framkalla þennan galla ítrekað og tölvan fraus alltaf.

Grunar hinsvegar að það sé einhver short circuit vörn sem slekkur á USB tenginu á móðurborðinu og mögulega ekki eins góð vörn á USB IO pinnum sem tengjast í fremri USB port.

Myndi allavega reyna að útiloka algjörlega allt sambandsleysi/skammhlaup í snúru áður en þú byrjar að nota það fremra, bara út frá að það skemmi mögulega ekki eitthvað út frá sér.
Ég þakka allavega kærlega fyrir þessa ábendingu. Ég er ekki að upplifa neitt vesen með nýrri mús ef ég nota USB portið framan á tölvunni. Þetta gerir mig ekki brjálaðann lengur en ég mun halda áfram að skoða portin aftan í tölvunni. Þúsund þakkir :happy
Svara