Míla vs Gagnveitan og lélegt internet

Svara
Skjámynd

Höfundur
zaiLex
Tölvutryllir
Póstar: 685
Skráði sig: Fim 30. Okt 2003 01:46
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Míla vs Gagnveitan og lélegt internet

Póstur af zaiLex »

Núna bý ég í Setberginu þar sem að ljósleiðarinn er "aaalveg" að fara að detta inn hjá Mílu og Ljósleiðaranum. Þetta er búið að vera "aalveg" að vera ready í svona hálft ár núna. Það er nokkrir hlutir varðandi þetta allt saman hins vegar sem að ég mjög svo skil ekki, sem ég var að vona að þið gætuð aðstoðað mig með.

Í byrjun árs fékk ég símtal frá Símanum þar sem þeir sögðu að ég hefði dottið í lukkupottinn og voru að bjóða mér 3 mán fría af ljósleiðara í tilefni þess að hann væri ready í götunni (Ég geri ráð fyrir því að það hafi verið í gegnum Mílu?). Hún sagði mér líka að þeir væru með þetta klárt í dag, en ekki Gagnaveitan (svo þetta hljómaði eins og þeir vildu nappa mér fyrst á undan einhverjum öðrum eða eitthvað?) Allavega er ég síðan að skoða síðuna hjá Mílu og skv. henni þá er ljósleiðarinn ekki ennþá mættur í götuna mína.

Allavega þá hentaði þessi tilboðspaki mér engan veginn svo að ég sagði einfaldlega takk en neitakk. Fyrir ástæður ótengdur þessu þá skipti ég um ISP um sama leyti og skipti yfir í vodafone og af einhverri ástæðu var ég viss um að þeir væru í samstarfi við Ljósleiðarann.is (er það ekki annars?). Þess vegna, áður en ég pantaði mér áskrift þá skoðaði ég ljosleidarinn.is sem tjáði mér að ljósleiðari væri ready fyrir götuna mína þannig að skelihlæjandi fór ég rakleiðis og pantaði ljósleiðaratengingu hjá þeim. Þegar tæknimennirnir komu til að setja þetta upp komst ég að því að ég væri að fá Ljósnet og það væri einhver misskilningur að ljósleiðarinn væri klár. Tæknimennirnir náðu að róa mig með þeim orðum að ljósleiðarinn væri kominn í götuna mína eftir 2 sek, mesta lagi korter. Síðan fékk 3 mán internet frítt í sárabætur fyrir þennan misskilning þannig að ég fyrirgef þetta að sjálfsögðu. Ljósleiðarinn var að koma eftir korter í götuna mína þannig að ég þyrfti bara aðeins að bíða. Þetta var fyrir um 3 mán. Er búinn að vera í FB samskiptum við ljósleiðarann þar sem þeir segja að þetta sé að detta inn hvað á hverju, en dagsetningnin frestast alltaf.

Allavega, ljósleiðarinn hlýtur að koma einhvern tímann til mín á þessum áratug þetta er kannski ekki aðalatriðið en til að ég skilji þetta allt saman betur:

1. Er Ljósleiðarinn.is það sama og Gagnveitan/Gagnaveita RVK?
1b. Myndi ljósleiðarinn frá þessum aðilum koma samtímis þegar hann kemur?
2. Er einhver munur á þessu tvennu fyrir mig sem viðskiptavin?
3. Eru mismunandi ISPar í samstarfi við þessa tvo aðila? (Hélt t.d. vodafone væri bara með ljósleiðarann.is en sé núna á mila.is að þeir eru í samstarfi við þá líka) Eða velur maður einfaldlega ISP og síðan ljósleiðaraprovider?
4. Af hverju var Síminn að bjóða mér ljósleiðara í jan 2019, þegar hann er ekki einu sinni kominn í lok apríl 2019? Ef ég hefði fengið pakkann hjá þeim frítt í 3 mán væri ég byrjaður að borga í dag og hefði ekki fengið það sem var að bjóða mér

Svo er það þetta:

Internetið hjá mér hefur verið martröð frá upphafi, mjög lélegt wifi samband. Það hefur skánað með betri router og Ubiquiti UniFi Access punkt. En er hins vegar almennt mjög lélegt. Var búinn að vera í samstarfi við Hringdu að leysa þetta í uþb ár en það kom svosem aldrei í ljós vandamálið. Netið er bara alltaf að spæka og detta út en betri router nær einhvern veginn að mitigera vandamálið, og það er líka hætt að detta út svo að ég þurfi að rsa routernum. Það kom maður að mæla þetta í eitt skiptið og það sem hann komst næst var að það væri einhver utanaðkomandi truflun frá húsinu. Ég komst líka að því að skólinn rétt hjá mér hafi líka verið að kvarta undan einhverju svipuðu. Tæknimaður tjáði mér að mjög margir hlutir gætu verið að verkum, ef ég man rétt þá hafði hann lenti í einu dæmi þar sem ljósastaur var að valda truflun, eitthvað sem tók mjög langan tíma að tracka niður. NB ég er eini í blokkinni minni með þessi vandamál

- Það er einhver dúddi með gervihnattadisk hérna getur það haft áhrif?

Ég vona allavega með komu ljósleiðarans lagist þetta allt saman. Ef að það lagast ekki 100% þá myndi síðan líklega kaupa mér minn eigin monster router, einhvern svaðalegan router sem væri líklegur til að þess að geta barist við andana sem hata internettenginguna mína. Svo ætla ég að kaupa mér Apple Airport (ástæðan fyrir því er að á laptopnum mínum þá tekur um 3mín fyrir internetið að tengjast í hvert sinn sem ég opna tölvuna. Af hverju? Ég veit ekki og nokkrar klst af google hafa ekki gefið mér svarið heldur, en mjög margir virðast vera með sama vandamál en enginn hefur fundið lausn á þessum mikla leyndardómi. Einn maður sagði hins vegar að þetta hafi lagast við það að kaupa sér Apple Airport. Ég hef enga hugmynd hvort það sé satt en vandamálið er það pirrandi að ég ætla að treysta 1x anecdotal evidence sem kostar mig tugi þúsunda til að eiga hugsanlega einhverja von að laga þetta).

- Þannig að spurningin er, þar sem ég með þessar sérþarfir hvort mælið þið með mílu eða ljósleiðaranum/gagnaveitunni. Er betra að vera með sér router hjá einum af þeim frekar en öðrum? Hvor þjónustan er líklegri til að geta barist betur gegn illum öflum sem gera internet lélegri?
RS96 GMK Zealios 65g - G400s Paracord Tiger Arc - Artisan Hayate Soft Mid
Skjámynd

Baraoli
Tölvutryllir
Póstar: 692
Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Míla vs Gagnveitan og lélegt internet

Póstur af Baraoli »

Simple version: Já, ljósleiðarinn.is er gagnaveita reykjavíkur. Mjög villandi fyrir viðskiptavini að mínu mati að kalla sig “ljósleiðarinn” en það er annað mál.
Nei það munar litlu sem engu fyrir þig sem viðskiptavinur hvorum meginn þú ert.
Míla þjónustar alla ISP’a en Gagnaveita Reykjavíkur (“Ljósleiðarinn”..) þjónustar alla ISP’a nema síman.
Þannig þú myndir þurfa flytja þig á milli fyrir það.
MacTastic!

nonesenze
</Snillingur>
Póstar: 1064
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Staða: Ótengdur

Re: Míla vs Gagnveitan og lélegt internet

Póstur af nonesenze »

haha, á mínu heimili er ljósleiðarinn er búinn að vera á áætlun hjá mílu síðan 2015.. seinkar alltaf 1-2 á ári, núna er hann á Q4 2019 haha, reikna ekki með því samt
Asus Maximus Xiii hero (WiFi)- Intel i5 11900K - Corsair Vengeance RGB PRO 4x8GB 3600MHz CL18 - Asus Strix 2080 - Samsung 1TB 980 PRO - samsung 500gb 970 evo plus - WD 12TB - Corsair RM750x - Corsair H150i pro - Corsair 678C Corsair virtuoso - Asus 27" - Corsair k95 platinum - Corsair Harpoon RGB - Lenovo G27Q-20 165hz 1440p

jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Míla vs Gagnveitan og lélegt internet

Póstur af jonfr1900 »

Varðandi þráðlausa netið. Þá ertu líklega á svæði þar sem mikil notkun er á WiFi tíðnum. Það fer eftir því hvort að þú ert að nota 2,4Ghz eða 5Ghz hvernig staðan er. Lausnin er að stilla inn á rásir með minnstu notkun. Þetta gildir sérstaklega um 2,4Ghz. Þú hefur væntanlega meira úrval af tómum rásum á 5Ghz en þú þarft að finna þær rásir (væntanlega rásir 50 til 142 sem eru lausar). Einfalt WiFi leitar app í símann sýnir þér stöðuna hjá þér. Það er radar sem notar frá rás 52 og uppúr og það getur truflað WiFi merki en það er heimilt samkvæmt reglugerðum og þurfa WiFi kerfin að víkja af þeim rásum ef merki frá radar mælist. Þetta gildir ekki á rásum 32 til 48 á 5Ghz.

Gervihnattadiskar taka eingöngu á móti merki á 10Ghz til 12Ghz. Þeir valda ekki truflunum á WiFi netum.
Svara