Tek undir með fyrri ræðumönnum. Snýst svolítið um hvort þú stefnir á að taka bara grunnnámið eða fara í mastersnám.
Af minni reynslu, þá er mastersnám almennt mikið þægilegra heldur en grunnnám, meira val, skemmtilegri áfangar og meira frelsi til að leysa verkefnin á þann veg sem þú kýst. Færri nemendur í hverjum tíma sem gefur þér bæði betra aðgengi að kennurum og þeir setja þig á meiri jafningjagrundvöll heldur en í grunnnáminu.
Það er vel hægt að taka mastersnám meðfram vinnu, þó svo að ég mæli ekki með því að gera lokaverkefnið/mastersritgerðina meðfram vinnu. Að því sögðu, þá ættirðu að hafa alveg sömu starfsmöguleika með BSc í hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði. Svo ef þú heldur að þú farir aldrei í mastersnám, þá myndi ég velja það sem þér þykir hafa áhugaverðari áfanga.
Tölvunarfræðin við HÍ býður svo einnig upp á meiri sveigjanleika, getur þar tekið tölvunarfræði sem aðalsvið upp á 120 einingar og svo 60 einingar á öðru sviði, svo sem sálfræði, viðskiptafræði, tungumálum o.s.frv. Það getur gefið þér sérstöðu sem hefðbundin tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræðigráða gæfi þér ekki.
https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.ph ... on=current