Procar

Allar tengt bílum og hjólum
Svara

Höfundur
Raskolnikov
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
Staða: Ótengdur

Procar

Póstur af Raskolnikov »

Eru fleiri hérna jafn heppnir og ég að hafa keypt bíl af Procar? Eitt af því mörgu svekkjandi við þetta mál er að lögreglan hafi ekki strax framkvæmt handtökur, húsleitir og haldlagt gögn. Þetta með að senda beiðni á þeirra lögmann og treysta á að þeir séu að varðveita gögn þrátt fyrir rökstuddan grun um áralöng skipulögð fjársvik og skjalafals er ekki traustvekjandi.

dawg
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 16:54
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af dawg »

Áhugvert færð bump.

En hvernig voru þeir að eiga við mælana? Ef þeir hafa verið að láta eiga við PCB borðið sjálft þá eru merki á PCB borðinu. (Skipta þá út kúbbnum sem geymir km fjöldan.)

Ef þetta er bara basic 'exploit' & engin skjöl um smurningu, viðhald osfrv, dagsett fyrir kaupdag þá er, að ég held, voða lítið hægt annað en að vona. :(

Ps.,
Hef heyrt til þess að það sé aðili sem er að taka þetta að sér hér á ísl. Ef svo er þá er alveg möguleiki á að það hafi verið átt við pcb borðið.

Höfundur
Raskolnikov
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af Raskolnikov »

Ég held að það hafi ekki komið fram hvernig þeir gerðu þetta. Ég veit ekkert um bíla, en þetta er semsagt Kia Picanto 2016. Einhver á netspjallinu hjá Öskju sagði mér að það væri engin leið fyrir umboðið til að komast að því hvort þetta hafi verið gert við bílinn. Það kemur mér gríðarlega á óvart að það sé ennþá svona auðvelt að falsa ökumæli á nýjum bílum, svona svindl hlýtur að vera mjög algengt um allan heim.

En eitt sönnunargagn sem lögreglan hefði átt að haldleggja strax eru bílaleigusamningar. Bílaleigur sem fá afslátt af vörugjöldum ber lögum samkvæmt að geyma bókhald yfir ekna kílómetra fyrir hverja útleigu. Það er auðvitað ekkert mál að falsa slíkt líka, en þeir virðast ekki hafa gert það.
Last edited by Raskolnikov on Mán 18. Feb 2019 22:26, edited 1 time in total.

arons4
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af arons4 »

dawg skrifaði:En hvernig voru þeir að eiga við mælana?
Held þetta sé bara gert í gegnum obd2 tengið.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af rapport »

Ég skil ekki af hverju lögreglan heldur að þetta snúist bara um að selja bílana örlítið dýrari.

Það er enginn að fara taka þennan séns til að græða einhverja örfáa þúsundkalla, að selja bíl ekinn 50þ. km en ekki 80þ. km.

Mér finnst það liggja í loftinu að þeir voru að þurrka út þessa eknu km. því að þeir voru að skjóta leigutekjunum undan skatti.

s.s. þeir lækkuðu ekna km. svo það kæmist ekki upp að þeir hefðu leigt viðkomandi bíl 30þ. km + hækkun á verði bílsins.

Þetta eru því skattsvik og um að gera að blanda skattinum í málið, benda þeim á þennan vinkil. Skatturinn gengur oft miklu harðar fram í svona málum.

T.d. brjóstapúðamálið þar sem Landlæknir gat ekki fengið frá lýtalæknum hvaða konur hefðu fengið gallaða sílikonpúða vegna persónuverndarmála, skatturinn gat fengið sömu upplýsingar á no time vegna skattrannsóknar.
Skjámynd

demaNtur
1+1=10
Póstar: 1165
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af demaNtur »

Raskolnikov skrifaði:Einhver á netspjallinu hjá Öskju sagði mér að það væri engin leið fyrir umboðið til að komast að því hvort þetta hafi verið gert við bílinn..

Ef bíllinn hefur farið til Öskju í þjónustu þá hlýtur að hafa verið skráð KM stöðu í einhver skjöl hjá þeim, trúi ekki öðru.
En þá þarf bíllinn líka að hafa farið til Öskju, sem ég tel mjög ólíklegt.
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL

Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af Arena77 »

Ég myndi ráðleggja öllum að láta söluskoða sérstaklega þegar þið kaupið notaða bílaleigubíla, Ég ætlaði að kaupa bíl fyrir jól,sem mér leist vel á,
Ég bað um smurbók, þá sagði sölumaðurinn að það væri engin smurbók í bílnum, þetta var bílaleigubíll, ég tók eftir því núna að hann var óvenjulega lítið ekinn aðein 26.000 þúsund fyrir 2016 árgerð af bíl og hafa verið bílaleigubíll. Ég keypti ekki bílinn.
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af Baldurmar »

Hef alveg séð bílaleigubíla til sölu sem hafa verið keyrðir 50k á ári, svo 13k á ári væri fáránlega lágt..
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af Tbot »

Arena77 skrifaði:Ég myndi ráðleggja öllum að láta söluskoða sérstaklega þegar þið kaupið notaða bílaleigubíla, Ég ætlaði að kaupa bíl fyrir jól,sem mér leist vel á,
Ég bað um smurbók, þá sagði sölumaðurinn að það væri engin smurbók í bílnum, þetta var bílaleigubíll, ég tók eftir því núna að hann var óvenjulega lítið ekinn aðein 26.000 þúsund fyrir 2016 árgerð af bíl og hafa verið bílaleigubíll. Ég keypti ekki bílinn.
Engin smurbók, ávísun á að verið sé að svindla.


Öll fyrirtæki sem eru með sitt á hreinu passa vel upp á allt slíkt því þetta hefur áhrif á ábyrgð frá umboði og endursölu.
Skjámynd

asgeireg
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 20:26
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af asgeireg »

Tbot skrifaði:
Arena77 skrifaði:Ég myndi ráðleggja öllum að láta söluskoða sérstaklega þegar þið kaupið notaða bílaleigubíla, Ég ætlaði að kaupa bíl fyrir jól,sem mér leist vel á,
Ég bað um smurbók, þá sagði sölumaðurinn að það væri engin smurbók í bílnum, þetta var bílaleigubíll, ég tók eftir því núna að hann var óvenjulega lítið ekinn aðein 26.000 þúsund fyrir 2016 árgerð af bíl og hafa verið bílaleigubíll. Ég keypti ekki bílinn.
Engin smurbók, ávísun á að verið sé að svindla.


Öll fyrirtæki sem eru með sitt á hreinu passa vel upp á allt slíkt því þetta hefur áhrif á ábyrgð frá umboði og endursölu.
Það er nú í mörgum af þessum nýrri bílum sérstaklega hjá VW samsteypunni þá er rafræn smurbók, engin bók í bílum bara skráði í tölvukerfið og kemur upp held ég með ca. 2000 km fyrirvara að þú þurfir að fara í smurningu, og lætur þig svo vita í hvert skipti þegar þú starta bílnum að þú þurfir að fara í smurningu ](*,)

Eins er engin þjónustubók heldur, sama system bíllinn kemur upp með þessari viðvaranir.
Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.

dawg
Ofur-Nörd
Póstar: 266
Skráði sig: Fös 12. Nóv 2010 16:54
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af dawg »

asgeireg skrifaði:
Tbot skrifaði:
Arena77 skrifaði:Ég myndi ráðleggja öllum að láta söluskoða sérstaklega þegar þið kaupið notaða bílaleigubíla, Ég ætlaði að kaupa bíl fyrir jól,sem mér leist vel á,
Ég bað um smurbók, þá sagði sölumaðurinn að það væri engin smurbók í bílnum, þetta var bílaleigubíll, ég tók eftir því núna að hann var óvenjulega lítið ekinn aðein 26.000 þúsund fyrir 2016 árgerð af bíl og hafa verið bílaleigubíll. Ég keypti ekki bílinn.
Engin smurbók, ávísun á að verið sé að svindla.


Öll fyrirtæki sem eru með sitt á hreinu passa vel upp á allt slíkt því þetta hefur áhrif á ábyrgð frá umboði og endursölu.
Það er nú í mörgum af þessum nýrri bílum sérstaklega hjá VW samsteypunni þá er rafræn smurbók, engin bók í bílum bara skráði í tölvukerfið og kemur upp held ég með ca. 2000 km fyrirvara að þú þurfir að fara í smurningu, og lætur þig svo vita í hvert skipti þegar þú starta bílnum að þú þurfir að fara í smurningu ](*,)

Eins er engin þjónustubók heldur, sama system bíllinn kemur upp með þessari viðvaranir.
Það er stundum fært inn í erwin(vw-kerfi). Eða amk erlendis síðast þegar ég vissi.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af Tbot »

dawg skrifaði:
asgeireg skrifaði:
Tbot skrifaði:
Arena77 skrifaði:Ég myndi ráðleggja öllum að láta söluskoða sérstaklega þegar þið kaupið notaða bílaleigubíla, Ég ætlaði að kaupa bíl fyrir jól,sem mér leist vel á,
Ég bað um smurbók, þá sagði sölumaðurinn að það væri engin smurbók í bílnum, þetta var bílaleigubíll, ég tók eftir því núna að hann var óvenjulega lítið ekinn aðein 26.000 þúsund fyrir 2016 árgerð af bíl og hafa verið bílaleigubíll. Ég keypti ekki bílinn.
Engin smurbók, ávísun á að verið sé að svindla.


Öll fyrirtæki sem eru með sitt á hreinu passa vel upp á allt slíkt því þetta hefur áhrif á ábyrgð frá umboði og endursölu.
Það er nú í mörgum af þessum nýrri bílum sérstaklega hjá VW samsteypunni þá er rafræn smurbók, engin bók í bílum bara skráði í tölvukerfið og kemur upp held ég með ca. 2000 km fyrirvara að þú þurfir að fara í smurningu, og lætur þig svo vita í hvert skipti þegar þú starta bílnum að þú þurfir að fara í smurningu ](*,)

Eins er engin þjónustubók heldur, sama system bíllinn kemur upp með þessari viðvaranir.
Það er stundum fært inn í erwin(vw-kerfi). Eða amk erlendis síðast þegar ég vissi.
Einmitt.
VW - massívir svindlarar - samanber útblásturssvindlið með díselvélar.
Skjámynd

ChopTheDoggie
Geek
Póstar: 840
Skráði sig: Þri 15. Des 2015 01:27
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af ChopTheDoggie »

ASRock B550M Steel Legend | 2x8GB Aorus 3200Mhz | R5 3600 | RTX 2070 Super | Seasonic Focus+ Gold | Predator XB271HU

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af mikkimás »

Baldurmar skrifaði:Hef alveg séð bílaleigubíla til sölu sem hafa verið keyrðir 50k á ári, svo 13k á ári væri fáránlega lágt..
Fer allt eftir því hvernig bíll það er.

Jeppar eru í keyrslu allan ársins hring, en litlir bílar aðeins ca. þrjá mánuði á ári.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól

Sporður
has spoken...
Póstar: 199
Skráði sig: Mán 22. Okt 2018 09:06
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af Sporður »

mikkimás skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Hef alveg séð bílaleigubíla til sölu sem hafa verið keyrðir 50k á ári, svo 13k á ári væri fáránlega lágt..
Fer allt eftir því hvernig bíll það er.

Jeppar eru í keyrslu allan ársins hring, en litlir bílar aðeins ca. þrjá mánuði á ári.
Þetta er eiginlega bara ekki rétt.

Fólk er að taka framhjóladrifna smábíla (og örlítið stærri) á leigu allan ársins hring. Það er kannski minna um það tímabilið des-feb að fólk sé á framhjóladrifnu en þessir bílar standa fólki til boða og það velur þá.

Raunin er sú að það eru ekki það margir dagar sem framhjóladrifinn bíll er ekki nóg, sérstaklega ef fólk er bara að keyra þjóðveg 1.

Myndi samt giska á að flestir séu á fjórhjóladrifnum yfir des-feb en fæstir myndu kalla þá bíla jeppa og líklegast ekki jepplinga heldur.

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af mikkimás »

Sporður skrifaði:Þetta er eiginlega bara ekki rétt.

Fólk er að taka framhjóladrifna smábíla (og örlítið stærri) á leigu allan ársins hring. Það er kannski minna um það tímabilið des-feb að fólk sé á framhjóladrifnu en þessir bílar standa fólki til boða og það velur þá.

Raunin er sú að það eru ekki það margir dagar sem framhjóladrifinn bíll er ekki nóg, sérstaklega ef fólk er bara að keyra þjóðveg 1.

Myndi samt giska á að flestir séu á fjórhjóladrifnum yfir des-feb en fæstir myndu kalla þá bíla jeppa og líklegast ekki jepplinga heldur.
Upphaflega staðhæfingin var sú að 13k keyrsla á ári fyrir bílaleigubíl væri "fáránlega lág".

Svo er ekki því flestar bílaleigur stoppa flesta litla bíla yfir vetrartímann. Ég segi "flesta" því eins og þú segir réttilega eru ekkert allir sem telja sig þurfa jeppa eða jeppling yfir vetrartímann, og bílaleigurnar koma til móts við þá.

Svo er líka inn í myndinni að bíllinn hafi bilað eða tjónast og hafi þurft að verja miklum tíma á verkstæði.

Þannig að 13k keyrsla á ári er alls ekki fáránleg og síður en svo gulltryggingin fyrir kmsvindli.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól
Skjámynd

Henjo
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af Henjo »

Sporður skrifaði:
mikkimás skrifaði:
Baldurmar skrifaði:Hef alveg séð bílaleigubíla til sölu sem hafa verið keyrðir 50k á ári, svo 13k á ári væri fáránlega lágt..
Fer allt eftir því hvernig bíll það er.

Jeppar eru í keyrslu allan ársins hring, en litlir bílar aðeins ca. þrjá mánuði á ári.
Þetta er eiginlega bara ekki rétt.

Fólk er að taka framhjóladrifna smábíla (og örlítið stærri) á leigu allan ársins hring. Það er kannski minna um það tímabilið des-feb að fólk sé á framhjóladrifnu en þessir bílar standa fólki til boða og það velur þá.

Raunin er sú að það eru ekki það margir dagar sem framhjóladrifinn bíll er ekki nóg, sérstaklega ef fólk er bara að keyra þjóðveg 1.

Myndi samt giska á að flestir séu á fjórhjóladrifnum yfir des-feb en fæstir myndu kalla þá bíla jeppa og líklegast ekki jepplinga heldur.
Eru litlir bílar aðeins í keyrslu þrjá mánuðir á ári? Er það minna á tímabili des-feb?

Ég veit ekki alveg hvaða bílaleigur þið hafið verið að skoða. En ég keypti mér bílaleigubíll (Citigo, minnsta gerð af bíl) síðast vor. Allir þessir bílar sem ég prufaði (fimm eða sex) voru allir 2014 og keyrði 150þús+ (flestir 170 eða 180)

Sömuleiðis höfðu þeir allir alltaf verið teknir af númerum í desember, janúar og febrúar. Mér þætti gaman að sjá útreikninginng á því hvernig bílaleiga geti fúnkerað með því að leiga bara bílana út 13þús km á ári.

Arena77
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Lau 14. Feb 2009 19:24
Staða: Ótengdur

Re: Procar

Póstur af Arena77 »

Vildi einnig vara fólk við að kaupa notaða bíla erlendis frá sem eru sagðir keyrðir þetta mikið. Sérstaklega ef þú kaupir bíl frá Bandaríkjunum þá er hann ekki í verksmiðjuábyrgð í evrópu , kannast við einn sem keypti Nissan Leaf af Ástþóri og er bílllinn búinn að vera mikið til vandræða síðan hann fékk hann og enginn virðist geta gert við þetta, ekk einusinni umboðið því tölvukerfið er annað í Ameríkubílunum. Hef líka frétt að fólk sem hefur keypt nýja bíla utan umboðs á Íslandi hafi verið rukkað um stórar fjárhæðir bara fyrir uppfærslu og ekki mætt velvilja í íslensku umboðunum þegar eitthvað bilaði í bílunum.
Svara