Leiðbeiningar: Tengja Xiaomi skynjara við Smartthings

Svara
Skjámynd

Höfundur
Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Leiðbeiningar: Tengja Xiaomi skynjara við Smartthings

Póstur af Sallarólegur »

Fékk áfall þegar ég skoðaði hvað Smartthings takkar og skynjarar fyrir Evrópumarkað kosta. Leiðinlegt þar sem 5-takka hnappurinn frá IKEA virkar ekki með Smartthings.

Samsung Smartthings Button (https://www.ebay.co.uk/itm/192797780328)
£44.99 + £29.50 + £22.95
= 15.389 kr.

Fyrir einn takka. Það er hægt að finna þá ódýrari, og sambærilega takka, en þeir eru aldrei komnir heim fyrir minna en 5-10K stykkið.

Rakst svo á umræðu um Xiaomi græjurnar sem eru á svipuðum verðum og IKEA snjallgræjurnar svo ég pantaði takka og hreyfiskynjara frá þeim.

Aqara Smart Wireless Switch US $18.29
Aqara Human Body Sensor US $16.39
aqaramotion.jpg
aqaramotion.jpg (23.36 KiB) Skoðað 582 sinnum
aqarabutton.jpg
aqarabutton.jpg (19.8 KiB) Skoðað 582 sinnum

Til þess að geta sett upp græjur sem Samsung hefur ekki gefið út sín megin, þarf að setja upp stillingar fyrir viðkomandi græjur inn sjálfur á: https://account.smartthings.com

Kóði: Velja allt

My Device Handlers > Create New Device Handler > From Code > Copy&Paste af Github > Create > Publish > For Me
Listi yfir Xiaomi græjur sem virka: https://github.com/bspranger/Xiaomi

Möppurnar þar sem device handlerarnir eru geymdir: https://github.com/bspranger/Xiaomi/tre ... /bspranger

Umræður og original Smartthings pósturinn: https://community.smartthings.com/t/ori ... c/113253/1

Dæmi um Device Handler sem maður copy-pastear yfir á síðuna (best að ýta á RAW á Github til að fá bara texta til að afrita):
https://github.com/bspranger/Xiaomi/blo ... sor.groovy
RAW:
https://raw.githubusercontent.com/bspra ... sor.groovy

Til þess að tengja græjuna við Smartthings hubbinn þarf að fara í Smartthings Classic appið og fara í Add New Thing.
Best er að vera með skynjarann alveg uppvið höbbinn, nokkra sentimetra.

Svo heldur maður inni reset takkanum á Xiaomi græjunni í 3 sekúndur til að fara í pairing mode. Það þarf að gera þetta nokkuð oft til að fá skynjarann til að birtast í appinu. Svo bara save.

Appið á að fatta að þú ætlar að nota þennan nýja Device Handler sem við bjuggum til áðan.

Ef appið fattar ekki að nota Device Handlerinn og sýnir ekki nafnið á græjunni og hvað hún gerir þá bætirðu skynjaranum samt við sem "Thing"(ótengdur) og ferð á: https://account.smartthings.com/

Kóði: Velja allt

My Devices > Smellti á nafnið á græjunni > Edit > Type: > Velja device handlerinn sem við bjuggum til áðan (Xiaomi ...) > Save
Komið.

Vandamálið með að þetta er ekki official Smartthings búnaður er að það tekur langan tíma að tengja í fyrsta skiptið. Einnig er þetta bara í boði á Cloud, en ekki Local, svo græjurnar virkar ekki ef netsambandið er úti. Sama gildir reyndar um Amazon Alexa.

Xiaomi græjurnar eru ódýrar en ekki gallalausar. Þær virka víst illa ef þær eru ekki nálægt höbbinum, og fara að vera slitróttar ef þær eru tengdar í gegnum Zigbee route.

En þetta eru frábærar græjur til að koma sér af stað í þessum pælingum.
Viðhengi
xiaomi.jpg
xiaomi.jpg (85.27 KiB) Skoðað 674 sinnum
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

elri99
Nörd
Póstar: 140
Skráði sig: Þri 05. Apr 2011 16:45
Staða: Ótengdur

Re: Leiðbeiningar: Tengja Xiaomi skynjara við Smartthings

Póstur af elri99 »

Flottar upplýsingar. Er búin að fá mér slatta af IKEA Tradfri og er að spá í framhaldið. Haltu áfram að lofa okkur að fylgjast með.
Svara