Ég er með USB kapal sem var custom smíði með Mini USB tengil. Hann er ónýtur tengillinn og mig langar að nýta kapalinn og setja á hann USB C tengil. Veit einhver hvort það sé hægt og hverjir gætu gert þetta?
BTW ég spurði Sónn rafeindaþjónustu út í þetta og gæinn sem svaraði í símann vissi ekki einusinni hvað USB C var
kjarnorkudori skrifaði:Það dugar allavega ekki að skipta um haus ef þú ert að pæla í því. Færð ekki kosti usb-c ef þetta er bara basic 4 víra kapall.
Já ég veit að ég er ekki að fara að fá USB C spec kapal. Þetta er fyrir lyklaborð, sem kemur með USB A -- USB C kapal. Kapallinn sem ég er með er USB A -- Mini USB. Er ekki hægt að skipta út USB Mini tenginu fyrir USB C tengi, þótt kapallinn verði ekki USB C?
Já ég var einmitt búinn að finna þetta nú er spurningin, hvar er hægt að fá svona USB C tengil og lóðaðan á kapal. Ég hef aldrei lóðað þannig ég treysti mér ekki í svona.