Skjáskipti á S8+

Svara
Skjámynd

Höfundur
Stigsson
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 13:45
Staða: Ótengdur

Skjáskipti á S8+

Póstur af Stigsson »

Sælir vaktarar.

Er með Samsung Galaxu S8+ með brotinn skjá(bara glerið) og var að hugsa um að skipta um hann sjálfur.

Hafa einhverjir vaktarar reynslu af slíku og þá sérstaklega þegar það þarf að líma glerið niður?
Hvaða lím(adhesive) er best að nota og hvar fæst það? Kemur venjulega ekki með þegar maður pantar glerið.

Hafa menn notað frysti aðferðina við að losa límið frá glerinu?
Og dugar venjulegur heimilis frystir í það?
Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Staða: Ótengdur

Re: Skjáskipti á S8+

Póstur af Hauxon »

Ég reyndi þetta með S7 Edge ..og mistókst. Eftir nokkuð gúggl og Youtube rúnt þá fann ég út að þeir sem eru að skipta bara út glerinu hita símann/glerið á einhverri plötu til að lina límið. Ég fékk lánaða hitabyssu byrjaði á þessu og gekk bara nokkuð vel. Glerið brotnar reyndar í örlitla flísar sem spýtast út um allt. ..en þegar ég var uþb hálfnaður þá hafði ég ekki farið nógugætilega með blásarann og skjárinn byrjaði að bráðna... :face

Lausnin hjá mér var að kaupa mér bara Xiaomi Mi A2 fyrir minna en replacement skjár kostaði á S7 edge. Er ekki frá því að hann sé bara betri en Samsunginn að mörgu leiti amk bara fínn og flottur sími fyrir klink. Myndki kannski fá mér Pocophone F1 í dag en A2 er bara fínn samt.

sigxx
Nörd
Póstar: 146
Skráði sig: Fim 06. Jún 2013 00:06
Staða: Ótengdur

Re: Skjáskipti á S8+

Póstur af sigxx »

Ég hef verið að vinna í um 10 ár að gera við síma og önnur snjall tæki.
Þessir símar frá Samsung eru með þeim allra vestu að skipta um skjá og aðra varahluti með góðu móti, nema að þú sért með rétt verkfæri og ert vanur svona viðgerðum. Það er mjög auðvelt að skemma bakhliðina + að þú værð rakaheldnina aldrei til baka ef þú gerir þetta sjálfur.

Ég myndi frekar athuga með heimilistryggingar þínar og sjá hvort að þær taki ekki þátt í kostnaðinum með þér og fara með hann í Tæknivörur eða Viss. Ekki á verkstæði sem er ekki viðurkennt ( að vísu er Viss ekki viðurkennt samsung verkstæði en þeir senda tækin erlendis til viðurkennts aðila) Ef þú ætlar að fá símann í upprunalegu ástandi til baka.

addon
has spoken...
Póstar: 157
Skráði sig: Fim 27. Apr 2017 21:20
Staða: Ótengdur

Re: Skjáskipti á S8+

Póstur af addon »

ég skipti um skjá á s8+ fyrir nokkrum mánuðum... gekk svo sem ágætlega en ég panntaði skjá sem var búið að líma saman (panntar skjá + megin grind símans) kostaði minnir mig bara einhverjum 20 $ meira og þá þarftu ekkert að spá í neinu nema að opna gamla símann og færa alla hluti á milli nema body + skjá
en ég mæli samt ekki með þessu... skjárinn sem ég fékk var gallaður en nothæfur (smá svart efst á skjánum) fékk bara eitthvað lítið endurgreitt af aliexpress, og síðan þá hef ég þurft að líma hann með límkítti þar sem glerið var farið að gapa frá neðst og núna er front facing myndavélin orðin full af ryki... semsagt það er ekki öruggt lím allann hringinn og er að hleipa ryki og þá vatni inn í símann...
ég fór reyndar aðalega út í þetta til að prófa að skipta og sjá hvort það myndi borga sig... og núna eftir nokkra mánuði hefði ég frekar beðið bara aðeins lengur eftir síma á góðu verði á bland
edit: sá ekki að þú varst í raun bara að tala um "ytra glerið", hef í raun enga reynslu af því :snobbylaugh
Svara