Nafnagiftir á snjallheimilum

Svara

Höfundur
marinop
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Sun 22. Ágú 2010 15:41
Staða: Ótengdur

Nafnagiftir á snjallheimilum

Póstur af marinop »

Hvernig eruð þið að nefna herbergin ykkar og tækin og hversu mikið stýriði einstaka ljósum/rofum vs. að nota scenes?

Ég er eiginlega að fiska eftir lausnum á tveimur vandamálum.

1. Barnaherbergin, ég á tvær stúlkur og google er bara ekki að skilja nógu vel enskan framburð minn á herbergjunum, sem ég skýri eftir börnunum. T.d. "Hey google, turn off lights in Augusta's room" hefur líklega success rate upp á 30% svo ég nota það ekki. Hef reynt mismunandi útgáfur af nafninu. Augusta, Agusta, ásamt því að reyna að bera nafnið fram á mismunandi hátt, en það hefur lítið að segja. Ég hef spá í að skýra þetta bara eitthvað allt annað.
Eruð þið að skýra barnaherbergin með nöfnum barnanna?

2. Ég nálgast það sífellt að vera búinn að snjallvæða öll ljós, hvort sem það er með snjallperum eða að tengja annars konar stýringar við (náði loks að flasha firmware á sonoff græjunum svo nú er allt að gerast!). Þegar ég er sestur upp í sófa og vil slökkva tvö ákveðin ljós í stofunni, þá hef ég verið að vinna með "Hey google, turn off living room wall and turn off living room main" þar sem þetta eru tvær aðskildar perur (það eru fleiri perur í stofunni sem ég vil mögulega ekki slökkva).
Eruði með fastar nafnavenjur á öllum ljósum/rofum sem þið notið reglulega, eða er málið að setja allar stillingar á ljósavenjum upp í scenes og stjórna með því að kalla á það?
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nafnagiftir á snjallheimilum

Póstur af Sallarólegur »

Svipað og með símaskrá, þarft að vera með ensk eða gælunöfn sem virka vel á ensku svo tækin skilji þig.

Þetta á vel við:
There are only two hard things in Computer Science: cache invalidation and naming things.

- Phil Karlton
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Svara