Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af appel »

Fyrir þá sem voru með meðvitund á þessum tíma þá hefur mér alltaf fundist þetta vera stærsta augnablikið í tölvusögunni, þegar Windows 95 kom á markað.
Í raun eru allar windows útgáfur síðan þá eingöngu betrumbæting ofan á Win95 viðmótið. NT kjarninn varð ofan á, en viðmótið varð það sama, og start takkinn enn á sínum stað ásamt allri grunn virkni.
Þetta voru svona árin sem maður byrjaði af alvöru að grúska í tölvum, og þetta var voðalega skemmtilegt tímabil í PC sögunni þegar farið var frá DOS og Win3.x yfir í Win95, þetta var algjör bylting.
Á sama tíma var internetið að koma til sögunnar og það má segja að þarna hafi verið ákveðin tímamót. Internetið var eiginlega ekki "launchað", heldur byggðist það smám saman upp, þannig að Win95 kom þarna á tíma það var orðin raunveruleiki fyrir heimili að fá aðgang að því.


Smá frá kynningunni:


Smá frá fögnuðinum þegar þeir áttuðu sig á því að þeir væru að vera billionaires.
*-*
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af worghal »

appel skrifaði:...og start takkinn enn á sínum stað ásamt allri grunn virkni.
eigum við ekki að leiðrétta þetta aðeins?
við skulum ekki gleyma shit showinu sem var windows 8 :lol:
"...og start takkinn er kominn aftur á sinn stað með sína grunn virkni, sem betur fer."
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af FuriousJoe »

Uff man vel eftir þessu, átti einhvern bílaleik á win95 sem var samt keyrður í DOS, spilaði hann ótrúlega mikið (eða mér fannst það sem krakka), það var yndislegt að upplifa þessa byltingu ekki margir sem geta upplifað þetta í dag. Ef ég man rétt þá var tölvuskjárinn okkar 15hz, eða þar í kring.
Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af appel »

worghal skrifaði:
appel skrifaði:...og start takkinn enn á sínum stað ásamt allri grunn virkni.
eigum við ekki að leiðrétta þetta aðeins?
við skulum ekki gleyma shit showinu sem var windows 8 :lol:
"...og start takkinn er kominn aftur á sinn stað með sína grunn virkni, sem betur fer."
Fyrir mig á þessum tíma, að fara úr dos og win3.x og yfir í win95, þetta var einsog að allt hafi opnast. Win3.x var mjög takmarkað að mörgu leyti, t.d. var ekkert multi-tasking, en Win95 kom með multi-tasking, þú gast verið með mörg forrit í gangi á sama tíma. Internetið hafi samverkandi áhrif á árangur win95.

Hvort start takkinn sé einskonar guðs-gáfu-hönnun eða hvort við séum orðin bara svona vön honum, það skal ég láta ósagt.
*-*
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af Hjaltiatla »

Ahhh.. var svo gaman að setja upp network adapter og velja protocol sem maður ætlaði að nota í network settings á Win95.
Win10 gerir þetta of auðvelt fyrir mann.
Just do IT
  √
Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1025
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af Nördaklessa »

Meh, er '86 árgerð hér, ég man eftir windows 3.x en ég pretty much lærði að nota tölvu á Windows 95 og svo framvegis. Ég sé ekki hvað vandamálið þitt er, annað en hvað worghal benti á með Windows 8! Að missa start takkann var mér heilmikil vandamál :dontpressthatbutton
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Msi GTX 1060 Gaming X 6GB | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 750 Evo 120Gb | WD Black Caviar 640Gb | BenQ G2420HDB | HAF 912 Plus | Og það er alltaf eitthvað hljóð í bílnum mínum...
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af appel »

Satt að segja þá nota ég eiginlega aldrei start takkann á win10, alltof clutteraður og ég nenni ekki að skipuleggja þetta drasl. Nota bara leitina.
Ég notaði aldrei win8, eina win útgáfan síðan win3.x sem ég hef ekki notað.
*-*
Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af FuriousJoe »

appel skrifaði:Satt að segja þá nota ég eiginlega aldrei start takkann á win10, alltof clutteraður og ég nenni ekki að skipuleggja þetta drasl. Nota bara leitina.
Ég notaði aldrei win8, eina win útgáfan síðan win3.x sem ég hef ekki notað.
Ég skippaði Win8 líka, fannst það skelfilegt kerfi en aðalega út af því að þeir breittu start takkanum í einhvern full screen app drawer.
Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af worghal »

FuriousJoe skrifaði:Uff man vel eftir þessu, átti einhvern bílaleik á win95 sem var samt keyrður í DOS, spilaði hann ótrúlega mikið (eða mér fannst það sem krakka), það var yndislegt að upplifa þessa byltingu ekki margir sem geta upplifað þetta í dag. Ef ég man rétt þá var tölvuskjárinn okkar 15hz, eða þar í kring.
ertu að tala um Stunts?

Mynd

awesome leikur! og awesome theme!

CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af daremo »

(snip)
Last edited by daremo on Fim 17. Jan 2019 22:33, edited 1 time in total.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af appel »

Það var í raun ekkert sjálfgefið á þessum tíma, 1995, að windows yrði endilega ofan á. Þarna var IBM gríðarlega sterkt ennþá og boðaði OS/2 Warp stýrikerfi sitt, og jú Apple með sitt MacOs.

En ég held að fáir átti sig á þessu kapphlaupi sem var þarna í gangi að koma út svona viðmóti, og að í raun aðalkeppinauturinn IBM, með OS/2 Warp, hafði alveg þokkanlegan möguleika, enda keimlík stýrikerfi. Ef OS/2 hefði komið út ári fyrr, þá væri ekkert endilega víst að Win95 hefði sigrað.
Ég held að MacOs eða Apple hafi ekki átt eins mikla möguleika því tölvurnar þeirra voru of dýrar og kerfið of lokað af, en Win95 og OS/2 voru auðvitað á PC og mun opnara og ódýrara.


En ég held að backwards compatibility hafi verið lykillinn á þessum tíma, að Win95 keyrði á MSDOS, sem þýddi að gömlu DOS forritin virkuðu áfram, og svo komu öll forrit á win3.x eiginlega strax yfir á win95. Þannig að fólk gat frekar auðveldlega uppfært.

Backwards compatibility hefur verið eitt af lykilatriðum í allri Windows sögunni. Það er engin tilviljun að þú getur keyrt 20-25 ára gömul forrit enn á nýjasta Windows. Þetta er eitthvað sem Microsoft hefur lagt sig fram í, enda veit það að það á tilvist sinni að þakka því.
*-*
Skjámynd

HalistaX
Vaktari
Póstar: 2455
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af HalistaX »

daremo skrifaði:
Ég skal reyna að channela HalistaX hérna.


[Las í gegnum þetta. Úff þetta er lélegt. Kemst ekki nálægt því að channela HalistaX, en vonandi skilur einhver það sem ég skrifaði.]
Awww, you! :oops: :oops: :oops:

Þetta kemur allt einn daginn, sonur sæll, þetta kemur einn daginn! :)
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 423
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af daremo »

HalistaX skrifaði:
daremo skrifaði:
Ég skal reyna að channela HalistaX hérna.


[Las í gegnum þetta. Úff þetta er lélegt. Kemst ekki nálægt því að channela HalistaX, en vonandi skilur einhver það sem ég skrifaði.]
Awww, you! :oops: :oops: :oops:

Þetta kemur allt einn daginn, sonur sæll, þetta kemur einn daginn! :)

Maður heldur í vonina :) :baby
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af DJOli »

Þegar maður var með tölvu, átti ekki neina leiki, en fékk stundum gefins einhverja leiki sem maður hafði aldrei heyrt af áður.
Rakst á þetta btw.
https://archive.org/details/softwarelib ... s_games/v2
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

olihar
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 385
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af olihar »

The most 90s thing ever....
noNXrIq.jpg
noNXrIq.jpg (80.73 KiB) Skoðað 3969 sinnum



Perfect...
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Windows 95 er merkilegasta stýrikerfi sögunnar...

Póstur af rapport »

Þar sem ég var uppalinn á Machintosh þá fannst mér Windows lítið spennandi, fyrsta PC tölvan var valin vegna verðmunar á Power PC og Tulip, rétt eftir að Elko kom til landsins + mig langaði að geta spilað Full Throttle (ef ég man rétt).
Svara