Ég verð að pæla í þessu því ég hef fallið fyrir að kaupa suma af þessum leikjum en þeir enda alltaf á því að valda mér vonbrigðum. Sá núna trailer af nýja leiknum þeirra og fór að athuga.
Ég man eftir að fyrstu leikirnir voru skemmtilegir en núna eru þeir bara að blanda bíómyndum inn í þetta (300 og THIS IS SPARTA!) til að fá meira fylgi. Ég hélt svo að EA væru hræðilegir.
Hvað kemur næst ?
Assassin's Creed Mars
Assassin's Creed Under Water
Assassin's Creed Trump
Assassin's Creed God of Many Wars
Assassin's Creed 2088
Þeir eru sjúklega snöggir að henda nýjum leikjum út, mér fannst Origin vera nýkominn. Ég er samt á sama báti, spilaði einhverja 2 á sínum tíma (black flag og AC 3 held ég) og fýlaði alveg. Svo hef ég byrjað á mörgum af þessum nýju leikjum en fæ yfirleitt leið fljótlega
Maður getur horft á Let's Play/Gameplay Walkthrough á Youtube til að í rauninni sjá hvernig leikir eru, alveg nálægt því eins og að spila þá sjálfur (ef maður hefur innsýn í þetta frá fyrri reynslu) --- gefur manni betri innsýn en review, oft. Flottur leikur, ég er persónulega meira fyrir first person og get því ekki sett mikinn tíma í nema mest hrífandi 3rd person leiki (er ekki viss hvort að það verði eitthvað. RYSE -- Son of Rome var geggjaður því það eru fáránlega mörg execution moves, aldrei séð annað eins).
Assassins Creed 3 er uppahalds leikurinn frá seriuni, Unity væri það í staðin ef leikurinn væri ekki glitchy ASF.
Svo er AC3 Remastered að koma út, en story-wise þá er AC2 - Brotherhood - Revelations bestir.