Við erum að fara að flytja netþjóninn okkar aftur, væntanlega á morgun, föstudag. Við vonum að þetta gangi sem allra hraðast fyrir sig og verði án hnökra, þið vitið þó af því, að það er engin ástæða til að panikka þegar þið sjáið að vaktin.is er off-line. ;-)
múhahah... ég ætla að save-a allar síðurnar hjá mér.. svo ég geti verið eini sem skoðar vaktina
Getið þið sent mér ip addressuna á nýja servernum í e-mail? ég nenni ekki að býða eftir dns update-inu :p þá getum við líka látið hana ganga á milli okkar.
Hvernig fóru þið að færa þetta yfir á nýja vél?
Ég hugsa að ég hafi sett upp mysql server á hinni vélinni upp, copyað gagnagrunninn yfir á nýju vélina og bent núverandi spjallborði á þanni gagnagrunn, síðan þegar er búið að setja upp spjallborðið á nýjuvélinni yrði þetta smooth transaction þegar DNS uppfærslan kickar inn