Ég hélt ég yrði ekki eldri. Ég pantaði mér síma á netinu um daginn og fannst ég vera búinn að bíða ansi lengi þegar nokkrar vikur voru liðnar.
Ég fæ svör frá póstinum að pakkinn sé kominn til landsins og sé á leiðinni á pósthús. Svo kemur í ljós nokkrum dögum síðar að þau týndu sendingunni minni. Þau báðu mig um að senda tjónaskýrslu ef ég vildi fá sendinguna bætta.
Mánuði síðar fæ ég lagðar 3500 kr. inn á reikninginn minn frá póstinum. Þá hafa þau sem sagt týnt sendingunni minni og greitt mér hámarksbætur, sem eru 3500 kr.
Þarna er pósturinn búinn að finna frábæra leið til að græða peninga! Týna sendingum sem kosta tugi þúsunda og greiða svo 3500 kr. í bætur. You can't make this shit up?
