Ég keypti 4G router hjá vodafone og loftnet til að setja upp á þak í bústaðinn hjá mér. Þetta er alveg að svínvirka þar, er að horfa á netflix í fínum gæðum og nota tölvur og síma þegar það á við.
Sambandið í bústaðnum er nánast bara ekki neitt innandyra og þessvegna fór ég í þetta. Ég sé allavega ekki eftir þessu, var að taka speedtest og fá ca. 45-50 m/sec í download þegar ég setti þetta upp. Kom mér svo einnig mikið á óvart að yfir hásumarið þegar það er mikil traffík á svæðinu varð ég ekkert var við minni hraða.
Gott að vita samt að ef þú kaupir loftnetið hjá Vodafone þá er það með fasta snúru og hún er ekkert voðalega löng svo þú þarft mögulega að kaupa framlenginu á hana hjá Eico eða einhverjum sem eru sérhæfðir í að búa þessar snúrur til. Ég leisti þetta með að bora bara mig bara inn og setja hillu á bak við gardínur og leggja rafmagn að því, en ég myndi ekki gera svoleiðis æfingar heima hjá mér þar sem ég myndi horfa á þetta allan daginn.
Do not argue with an idiot. He will drag you down to his level and beat you with experience.
Hvar er húsið staðsett (sýsla eða sveitarfélag)? Ég mæli með því að þú skoðir útbreiðslukort símafyrirtækjanna. Það er misjöfn dreifing hjá Símanum og Vodafone.
Vodafone er með 4G 800/1800/2600
Síminn er með 4G 700/1800/2600*
*Síminn er ekki búinn að setja upp marga 4G 700 senda ennþá en það er víst verið að vinna í því.
Síðan er bandvíddin verri eftir því sem þú ert lengra frá sendinum. Ég mæli með því að þú fáir þér þessi flötu loftnet eins og þau sem Síminn er að selja.