Núna er Gagnaveitan að koma til Reykjanesbæjar loksins og ég var að velta fyrir mér hvaða internet þjónustu aðili væri með bestu tengingarnar út í heim fyrir leikjaspilun. Ég er núna hjá Símanum, en hann er ekki hjá Gagnaveitunni.
Eru ekki einhverjir hér sem eru búnir að flakka milli þjóunstuaðila hjá Gagnaveitunni og hafa reynslusögur?
Besta ip transit á Gagnaveitunni
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1676
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni
Miða við mína reynslu er Vodafone með besta routing út fyrir leikjaspilun. Oft 10-20 lægri í ping en félagar mínir hjá öðrum fyrirtækjum.
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni
Ef þú spilar á evrópskum leikjaþjónum er Vodafone besta valið.
Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni
Já ég bjóst við að Vodafone væri málið á Gagnaveitunni. Verst að það er enginn strengur til US beint. Næsti strengur er ÍSL > ÍRL, svo kannski sá á eftir honum verði ISL > US.
Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni
Hvað er ping-ið þá hjá þér ... nú eða hinum vinum þínum ef að þið eruð allir með ljósleiðara. Ég bý núna á suðurnesjunum en bjó fyrir 5 árum í grafarholti og var með ljósleiðara og Cisco router þar. Þá var pingið mitt 4-5 ms .... svo ég bara spyr?ZiRiuS skrifaði:Miða við mína reynslu er Vodafone með besta routing út fyrir leikjaspilun. Oft 10-20 lægri í ping en félagar mínir hjá öðrum fyrirtækjum.
Re: Besta ip transit á Gagnaveitunni
Hann á við "til útlanda" þegar hann segir "út".
Það er sökum þess að Vodafone verslar umferð í gegnum DANICE sæstrenginn, sem mörg netfyrirtæki gera ekki, og fer umferðin á suma staði því talsvert styttri leið. Sem dæmi er Ísland-Danmörk-Stokkhólmur um helmingi styttri leið en Ísland-Bretland-Meginland Evrópu-Stokkhólmur.
Það er ekkert netfyrirtæki með umtalanlega betra ping hérna innanlands en hin.
Það er sökum þess að Vodafone verslar umferð í gegnum DANICE sæstrenginn, sem mörg netfyrirtæki gera ekki, og fer umferðin á suma staði því talsvert styttri leið. Sem dæmi er Ísland-Danmörk-Stokkhólmur um helmingi styttri leið en Ísland-Bretland-Meginland Evrópu-Stokkhólmur.
Það er ekkert netfyrirtæki með umtalanlega betra ping hérna innanlands en hin.