Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Svara
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af rapport »

Nú er maður búinn að standsetja grillið fyrir seasonið

Það var smá metnaður seinasta sumar og keypt grænmetisgrind fyrir grænmetisætuna á heimilinu og því er líka velkomið að deila hugmyndum um gott grillað grænmeti.

Það sem klikkar aldrei hjá mér er:

Þykkt nautakjöt, bökunarkartöflur, maísstönglar og bernaise úr dós (hef aldrei lagt í að gera bernaise frá grunni).

Heimagerðir hamborgarar, með alskonar útí, hef t.d. notað steiktan lauk, capers, doritos (svart). Geri bara nógu stóra borgarabollur sem ég flet svo aðeins út. Sósur eru svo thing, allt frá sýrðum rjóma með BBQ útí yfir í sweet curry mango, að hafa úrval klikkar ekki, og það þarf alltaf að vera tómatsneiðar og laukur skorinn í heilar sneiðar = laukhringir eða heil sneið af lauk. Meira að segja krakkarnir eru farnir að borða það (stundum).

Hef lent í að klúðra grísakjöti, bara sé aldrei hvenær það er almennilega tilbúið, lambalærisneiðum (aðallega ef kjötið er feitt eða hreinlega lélegt).

Vil ekki grilla kjúkling, finnst mjög óspennandi að elda kjúkling þó ég kaupi KFC og stundum heilan eldaðan úr Hagkaup/Krónunni.

Hvað sniðugu hugmyndir hafið þið sem vertværi að prófa?
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af urban »

Verður að fara í að útbúa alvöru bernaise, það munar öllu :)

Ég er reyndar að blanda Sous Vide og grillinu saman í kvöld.
Náði í folaldavöðva sem að fara á 52 gráður í sous vide og svo endar á grillinu, með þessu verður einmitt alvöru benni og kartöflubátar ásamt fylltum sveppum sem að fara á grillið.

Bernaise sósa er í raun ótrúlega einföld :)
https://www.youtube.com/watch?v=-2oRS7-QBpI
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af rapport »

urban skrifaði:Verður að fara í að útbúa alvöru bernaise, það munar öllu :)

Ég er reyndar að blanda Sous Vide og grillinu saman í kvöld.
Náði í folaldavöðva sem að fara á 52 gráður í sous vide og svo endar á grillinu, með þessu verður einmitt alvöru benni og kartöflubátar ásamt fylltum sveppum sem að fara á grillið.

Bernaise sósa er í raun ótrúlega einföld :)
https://www.youtube.com/watch?v=-2oRS7-QBpI
Ahhh...

Folaldakjöt, akkúrat eitthvað sem ég á eftir að prófa á grillið.

Einhverstaðar heyrði ég að grænpiparsteik væri best úr folaldakjöti.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af vesley »

rapport skrifaði:
urban skrifaði:Verður að fara í að útbúa alvöru bernaise, það munar öllu :)

Ég er reyndar að blanda Sous Vide og grillinu saman í kvöld.
Náði í folaldavöðva sem að fara á 52 gráður í sous vide og svo endar á grillinu, með þessu verður einmitt alvöru benni og kartöflubátar ásamt fylltum sveppum sem að fara á grillið.

Bernaise sósa er í raun ótrúlega einföld :)
https://www.youtube.com/watch?v=-2oRS7-QBpI
Ahhh...

Folaldakjöt, akkúrat eitthvað sem ég á eftir að prófa á grillið.

Einhverstaðar heyrði ég að grænpiparsteik væri best úr folaldakjöti.

Tip sem margir gleyma. HVÍLA steikina, leyfa henni að jafna sig eftir að hafa verið grilluð eða steikt.

Lambið og svínið er aðeins öðruvísi að grilla þar sem fitan liggur allt öðruvísi í kjötinu. Passa þarf að það kvikni ekki í kjötinu/fitunni því þá brennur hún auðveldlega en getur jafnvel verið hrá að innan á sama tíma, var ágætis tíma að læra þetta þegar ég fékk mér nýtt öflugra grill.

Grilla fisk. Alveg geggjað að grilla t.d. Silung/bleikju eða lax. Passa ef laxinn er keyptur út í búð að hann sé ekki með spikfeita brúna fiturönd, þá er meiri séns á lýsisbragði og að maður sé ropandi allt kvöldið. Hef fiskinn oft í álbakka/álpappír og hef þá pappírinn opinn að ofan svo hann soðni ekki. Sný honum rétt á hina hliðina á teinana síðustu 30-60 sek til að gefa honum smá grill "crunch" aðalatriðið með álpappír er svo hann verði ekki skraufþurr.
massabon.is
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af Minuz1 »

rapport skrifaði:
urban skrifaði:Verður að fara í að útbúa alvöru bernaise, það munar öllu :)

Ég er reyndar að blanda Sous Vide og grillinu saman í kvöld.
Náði í folaldavöðva sem að fara á 52 gráður í sous vide og svo endar á grillinu, með þessu verður einmitt alvöru benni og kartöflubátar ásamt fylltum sveppum sem að fara á grillið.

Bernaise sósa er í raun ótrúlega einföld :)
https://www.youtube.com/watch?v=-2oRS7-QBpI
Ahhh...

Folaldakjöt, akkúrat eitthvað sem ég á eftir að prófa á grillið.

Einhverstaðar heyrði ég að grænpiparsteik væri best úr folaldakjöti.
Folald og bara flest hrossakjöt er bara mun betra kjöt heldur en naut.
Mun stöðugara, mýkra og bragðbetra, hrossafillé er eitthvað það besta sem ég fæ, lundin er dálitið of mögur, en ef þú ert rare/blu týpan, þá mun það falla eins og flís við rass hjá þér.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

Baldurmar
Tölvutryllir
Póstar: 680
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Staða: Ótengdur

Re: Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af Baldurmar »

Ég ætla að koma með hina hliðina :)
Það er hægt að grilla eggaldin, eggaldin verður að passa að séu alveg elduð. Eggaldin sem ná ekkki að eldast alveg í gegn eru bitur á bragðið, ekki skemmtilegt. Ef að þú vilt hafa sneiðarnar þykkar borgar sig líklega að elda þær áður en þær fara á grillið.
Eggaldin er gott að krydda með salt, pipar og hvítlauk t.d.

Mjög gott að grilla kúrbít líka, mæli með að prófa kúrbít með sítrónusmjöri, salti og pipar.
Það er auðveldara að elda kúrbítinn, þarft bara að fá góðar rendur á það, bara ekki hafa sneiðarnar of þunnar.

Portabello sveppir eru frábærir á grillið.

Mæli með að prófa að grilla ananas ! Settu BBQ sósu á hann áður en að þú grillar, það er ótrúlega gott.

Síðasta sumar grillaði ég stundum heila blómkálshausa, keypti svona tæplega hnefastóra hausa í Víði, setti þá í álpappir svona 1/3 - 1/2 leið upp á hausinn, svo smjör ofan á sem bráðnar ofan í , geggjað. Líka hægt að setja þá ekki í álpappír og hafa bara beint á blöðunum á grillið.
Asrock Gaming K4 - Ryzen 1600 @ 3.7ghz - 16GB Ripjaws 3200mhz - GTX 1070 8gb
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af rapport »

Grillaði lambalæri í gær sem ég átti síðan um jólin, ætlaði að grilla það óbeint vafið í álpappír og skv. síðu sem ég fann á netinu (minnir lambakjot.is) þá stóð 1,5 -2 klst. fyrir 2,5kg læri. Þetta ætti að vera sambærilegt ofnbakstri við c.a. 200 gráður

Þetta læri var 2,1 og eftir 1,7 klst. á 220 gráður þá skar ég í það og það var virkilega blóðugt.

Setti það aftur á grillið, hafði álpappírinn opinn og kveikti að auki á brennaranum undir því, en á lægstu stillingu.

Fór inn og fer að græja sósuna, kíki út og sný því eftir c.a. 15 min, allt OK og sný því.

Legg á borð, græja kartföflur, maís, rauðkál o.þ.h. kíki aftur út og þá hafði greinilega komið lítið gat á álpappírinn þegar ég sneri því, fita byrjað að leka og allt logaði.

Smá crispy lærið var orðið aðeins of eldað en með því að leyfa því að standa smá og skera það svo allt og raða crispy bitunum neðst á fatið, þá voru þeir a.m.k. ætilegir eftir að hafa fengið yfir sig allan safann úr sneiðunum sem lágu ofaná.

Fyrsta grill sumarsins fór næstum því heywire...

Þetta var nú næstum étið upp til agna og allir pakksaddir, þannig a þetta var nú ekki mikill feill, en þetta er kannski eitthvað sem ég á til að gera, líta af grillinu og fara að gera eitthvað annað á meðan.

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af ColdIce »

Ég grilla hrikalega oft læri. Ef ég nota álpappír þá sný ég því á 20 mínútna fresti - 4 sinnum, eða 80 mín í heildina. Klikkar aldrei og ekkert blóð.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af Black »

Hér kemur ein uppskrift sem er mín uppáhalds.

Blandar saman balsamic edik, Hvítlauk og olíu.Leggur kjúklingalundir í mareninguna í 1-2tíma svo bragðið nái að festast í kjúklingnum.vefur síðan lundunum í bacon og kemur fyrir á spjót. Mjög gott með kaldri pipar sósu
Edikið gefur smá súrt bragð á móti salta bragðinu af baconinu. :droolboy

Mynd
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

Höfundur
rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Grilluppskriftir - vantar góðar hugmyndir

Póstur af rapport »

ColdIce skrifaði:Ég grilla hrikalega oft læri. Ef ég nota álpappír þá sný ég því á 20 mínútna fresti - 4 sinnum, eða 80 mín í heildina. Klikkar aldrei og ekkert blóð.
Prófaði þetta í gær, svínvirkaði, besta læri sem ég hef grillað, hafði það reyndar auka 20min því að mig grunaði að smá rok væri að valda því að grillið væri ekki að ná halda topp hita.
Svara