Vitiði hvað kostar að laga þak?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Vitiði hvað kostar að laga þak?

Póstur af appel »

Er að hugsa um svona ball park, fyrir um 140 fm þak.

Veit ekki hvað þarf að gera, en það er bárujárn á sem er orðið ryðgað og einhver leki. Þannig a.m.k. skipta um allt járn. Ég veit ekki hvað annað felst í svona þakviðgerðum.

Það er steypt undir þakinu, og þakið er ofan á því auk lítils ris.

Eru þetta 3 millur, 10 millur? Hvað haldiði?

(ekki mitt eigið húsnæði)
*-*

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Vitiði hvað kostar að laga þak?

Póstur af Dúlli »

Var að vinna fyrir fólk sem skipti út á tæplega 200fm eign, kostaði sirka 6m, járn, pappi, kantur og niðurfall.

B0b4F3tt
Ofur-Nörd
Póstar: 222
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Staða: Ótengdur

Re: Vitiði hvað kostar að laga þak?

Póstur af B0b4F3tt »

Er einmitt að standa í þessum þakviðgerðarpælingum núna. Er í fjögurra húsa raðhúsalengju og þakið er rúmir 300fm að stærð. Er kominn með tilboð í allt efni upp á sirka 600 þúsund frá bæði Bykó og Húsasmiðjunni. Þá er öll vinna eftir en við ætlum að gera þetta sjálf með einn smið til viðbótar. Í okkar tilfelli er þetta eiginlega bara þakpappi og járn. Niðurföllin eru öll í lagi og allt þakið hallar í eina átt. Semsagt ekkert sem þarf að sníða eitthvað sérstaklega til.

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Vitiði hvað kostar að laga þak?

Póstur af Tbot »

Efniskostnaður er milli 1-2 milljónir.
Þá er það pappi, þakrennur og niðurföll ásamt járni, hvaða gerð af járni hefur mikil áhrif á verð, gamla blikkið eða t.d. með innbrenndum lit.
+ timbur vegna útskipta.
Kosturinn við innbrennt er að þarf ekki að mála þakið á nokkra ára fresti.

Framkvæmd.
Vinna, erfitt að segja, mismunandi eftir hvort vinna er unnin í tímavinna eða tilboði.
Þó mun þetta kosta því leki segir að það þurfi að skipta um timbur, óþekkt hversu mikið og sést ekki fyrr en búið að fjarlægja pappa, nema hægt sé að komast að öllu innan frá.
Kvistir auka tíma því það þarf að sníða í kringum þá.
Þakgluggar, þarf að athuga hvort það sé fúi í kringum þá og þá sjálfa. Hægt að kaupa nýja tilbúna.

Liður sem gleymist oft er vinnupallar eða spjót. Til að ganga frá rennum og niðurföllum ásamt áfellum á gafla.
þetta er liður sem er frá nokkrum tugum þúsunda yfir í nokkur hundruð. þ.e. tímalengd leigu.

Síðan er liður sem tikkar inn líka en það er förgun á efni.

Fyrsta ágiskun er 4 - 6 milljónir. Miðað við minniháttar fúa.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Vitiði hvað kostar að laga þak?

Póstur af appel »

Takk!
*-*
Skjámynd

Elisviktor
Fiktari
Póstar: 78
Skráði sig: Mán 25. Júl 2011 21:44
Staða: Ótengdur

Re: Vitiði hvað kostar að laga þak?

Póstur af Elisviktor »

skipti um mitt síðasta sumar. 135fm.

Efni kostaði um 600þkr svart innbrennt á litinn. Svartar álrennur (niðurföll).

Tók um 6 daga að leggja það vegna þess að það þurfti að rétta þakið. Ef bara að skipta um pappa og járn myndi ég segja 3 dagar.

á eftir að kaupa kanntana en fékk tilboð uppá 150þkr og reikna með 1 degi að setja þá á.

Getur áætlað að efniskostnaður sé yfirleitt á bilinu 30-40% af svona vinnu.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Vitiði hvað kostar að laga þak?

Póstur af appel »

Takk.

Ég er að skoða íbúð og þakið er rygðað, þarf líklega að skipta um bárujárnið. Lak eitthvað smá á einum stað í vatnsveðrinu mikla í vetur.
Spurning hvort það nægi að setja bara eitthvað efni á þetta og það lifir ár í viðbót? Nenni ekki alveg út í kostnað að skipta um þakið strax ef það er hægt að slá því á frest fram á sumar 2019.
*-*

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Vitiði hvað kostar að laga þak?

Póstur af Hizzman »

appel skrifaði:Takk.

Ég er að skoða íbúð og þakið er rygðað, þarf líklega að skipta um bárujárnið. Lak eitthvað smá á einum stað í vatnsveðrinu mikla í vetur.
Spurning hvort það nægi að setja bara eitthvað efni á þetta og það lifir ár í viðbót? Nenni ekki alveg út í kostnað að skipta um þakið strax ef það er hægt að slá því á frest fram á sumar 2019.

http://www.rust-oleum.eu/noxyde-en
Svara