Sælir vaktarar
Nú er ég að skjóta svolítið út í bláinn en orðinn frekar örvæntingarfullur
Hefur einhver upplifað visual snow, eða eins og gamaldags sambandslaust sjónvarp í sjóninni ? Ekki alveg eins ýkt og á myndinni kanski
Mér datt í hug að einhverjir vaktarar hefðu lent í þessu þar sem tengingin er oft við tölvu/skrifstofufólk og símapésa sem beita líkamanum vitlaust, álag/streitu/kvíða og veldur vöðvabólgu í höfuðvendivöðva (Sternocleidomastoid)
Hvað mig varðar þá veldur þetta stanslausum höfuðverk og óþægindum sem hefur áhrif á skynfærin svo ég zona oft út því ég næ ekki fókus
Ef einhver hefur lent í þessu, plís segiði mér hvert hægt er að leita því enginn virðist kannast við þetta sem ég hef farið til
Visual Noise / "Snjókoma" í sjón
Re: Visual Noise / "Snjókoma" í sjón
Man eftir að hafa fengið svona í miklu mígreniskasti. Þau voru algeng á mínum táningsárum. Svo einnig við högg í andlit nálægt auga eða við súrefnisskort vegna slagæðahenginga. Myndi byrja á að kíkja til heimilislæknis, svo mögulega nuddara og/eða kírópraktor.
-
- FanBoy
- Póstar: 733
- Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
- Staðsetning: Hvammstangi
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Visual Noise / "Snjókoma" í sjón
Þú verður að tala fyrst við lækni á heilsugæslunni og síðan fá að tala við sérfræðing í auglækningum og kannski taugasérfræðing um þetta vandamál.
Re: Visual Noise / "Snjókoma" í sjón
Þegar ég stundaði Reddit hvað mest kallaðist þetta "Running Water" eða svona eins og að horfa í læk sem rignir í, am I right? Og öll sjónin, þar á meðal og þá sérstaklega myrkrið/skuggar byrjar að hreyfast og láta öllum illum látum?
Hef ég rétt fyrir mér? Hefuru tekið eftir því að þetta versni í myrkri eða skugga?
Þetta er nefninlega geðrofseinkenni hjá sumum. Og þar sem eg hef eytt hundruðum ef ekki þúsundum klukkustunda með bæði geðklofa sjúklingum um allann heim og Crystal Methamphetamine sjúklingum um allann heim í gegnum Reddit, þá get ég nokkurn veginn staðfest að þetta getur verið geðrof sem þú finnur fyrir.
"Hvað mig varðar þá veldur þetta stanslausum höfuðverk og óþægindum sem hefur áhrif á skynfærin svo ég zona oft út því ég næ ekki fókus"
Passar algjörlega við það sem ég er að segja. Farðu fyrir mig betur útí "óþægindum sem hefur áhrif á skynfærin". Langar að heyra hvað þú hefur fundið fyrir og hvort t.d. mín reynsla eða reynsla annarra sem ég hef lesið um passi saman við þína upplifun.
Ég nefninlega lenti einu sinni í því að skynja sjálfann mig amk 4 faldann, missa algjör tengsl við líkama minn og finna ekki fyrir snertingu á húð... Held meira að segja að það sé þráður hérna á spjallinu þar sem ég var að svara á meðan þetta var að gerast.
Geðrof er ekki bara eintómar raddir og ranghugmyndir. Geðrof er eitt mest complex hugarástanda í heiminum og vitum við mennirnir bara 1% af staðreyndunum þegar kemur að geðrofi.
Ég zone'aði t.d. mikið út á meðan ég gat ekki fundið fyrir því er ég snerti eigin húð með hendinni. Zone'aði einu sinni svo hart út að ég fann mig inní eldhúsi haldandi á stærðarinnar steikarhníf með hugsunina; "Fyrst eg finn ekki fyrir húðini á mér, ætli ég myndi finna fyrir því ef ég skæri af mér þennann putta?"
Þegar ég rankaði við mér var ég fljótur að henda hnífnum frá mér og er ég í dag sem betur fer með alla 10...
En alltaf er maður fljótur að finna grínið í hlutunum...
Veit að það er kannski far fetched en þetta gæti alveg hljómað eins og geðrof. Komdu bara með einhver fleiri smáatriði fyrir okkur, ekkert smáatriði of lítið fyrir mig! Allt er mikilvægt hér!
Endilega komdu með frekari lýsingu á skynjanavillinum!
Hef ég rétt fyrir mér? Hefuru tekið eftir því að þetta versni í myrkri eða skugga?
Þetta er nefninlega geðrofseinkenni hjá sumum. Og þar sem eg hef eytt hundruðum ef ekki þúsundum klukkustunda með bæði geðklofa sjúklingum um allann heim og Crystal Methamphetamine sjúklingum um allann heim í gegnum Reddit, þá get ég nokkurn veginn staðfest að þetta getur verið geðrof sem þú finnur fyrir.
"Hvað mig varðar þá veldur þetta stanslausum höfuðverk og óþægindum sem hefur áhrif á skynfærin svo ég zona oft út því ég næ ekki fókus"
Passar algjörlega við það sem ég er að segja. Farðu fyrir mig betur útí "óþægindum sem hefur áhrif á skynfærin". Langar að heyra hvað þú hefur fundið fyrir og hvort t.d. mín reynsla eða reynsla annarra sem ég hef lesið um passi saman við þína upplifun.
Ég nefninlega lenti einu sinni í því að skynja sjálfann mig amk 4 faldann, missa algjör tengsl við líkama minn og finna ekki fyrir snertingu á húð... Held meira að segja að það sé þráður hérna á spjallinu þar sem ég var að svara á meðan þetta var að gerast.
Geðrof er ekki bara eintómar raddir og ranghugmyndir. Geðrof er eitt mest complex hugarástanda í heiminum og vitum við mennirnir bara 1% af staðreyndunum þegar kemur að geðrofi.
Ég zone'aði t.d. mikið út á meðan ég gat ekki fundið fyrir því er ég snerti eigin húð með hendinni. Zone'aði einu sinni svo hart út að ég fann mig inní eldhúsi haldandi á stærðarinnar steikarhníf með hugsunina; "Fyrst eg finn ekki fyrir húðini á mér, ætli ég myndi finna fyrir því ef ég skæri af mér þennann putta?"
Þegar ég rankaði við mér var ég fljótur að henda hnífnum frá mér og er ég í dag sem betur fer með alla 10...
En alltaf er maður fljótur að finna grínið í hlutunum...
Veit að það er kannski far fetched en þetta gæti alveg hljómað eins og geðrof. Komdu bara með einhver fleiri smáatriði fyrir okkur, ekkert smáatriði of lítið fyrir mig! Allt er mikilvægt hér!
Endilega komdu með frekari lýsingu á skynjanavillinum!
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
-
Höfundur - spjallið.is
- Póstar: 441
- Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Visual Noise / "Snjókoma" í sjón
Sælir, þakka kærlega svörin.
HalistaX þetta er áhugavert sem þú segir og þá sérstaklega með methamphetamine tenginguna, því ég byrjaði akkurat á methylpenidant (Concerta)
sem náskylt amfetamíni og skylst mér mikið sameiginlegt með methampethamine - fyrir örfáum mánuðum.
Ekki verið svo slæmt að ég hef dottið út og fengið "blackout" heldur meira að ég er að horfa en ekki sjá, því höfuðverkurinn er yfirþyrmandi og beita augunum er íþyngjandi. Og heldur ekki svo slæmt að ég sé að fá of-skynjanir - fyrir utan kanski þetta með augunum.
Ég tek þetta samt sem áður upp við geðlækninn við næstu concerta endurnýjun
Mígreniskenningin er líka möguleiki þar sem mígreni er þekkt í familiunni. Sem og með nuddið/kírópraktor.
Augnlæknir segir augun yfir meðallagi hvað varðar heilbrigð augu.
HalistaX þetta er áhugavert sem þú segir og þá sérstaklega með methamphetamine tenginguna, því ég byrjaði akkurat á methylpenidant (Concerta)
sem náskylt amfetamíni og skylst mér mikið sameiginlegt með methampethamine - fyrir örfáum mánuðum.
Ekki verið svo slæmt að ég hef dottið út og fengið "blackout" heldur meira að ég er að horfa en ekki sjá, því höfuðverkurinn er yfirþyrmandi og beita augunum er íþyngjandi. Og heldur ekki svo slæmt að ég sé að fá of-skynjanir - fyrir utan kanski þetta með augunum.
Ég tek þetta samt sem áður upp við geðlækninn við næstu concerta endurnýjun
Mígreniskenningin er líka möguleiki þar sem mígreni er þekkt í familiunni. Sem og með nuddið/kírópraktor.
Augnlæknir segir augun yfir meðallagi hvað varðar heilbrigð augu.
Re: Visual Noise / "Snjókoma" í sjón
Nú er ég langt frá því að vera geðlæknir, en Methylphenidate lyf ýta sérstaklega mikið undir boðefna framleiðslu, sömu boðefna framleiðslu og sumir túlka að orsaki geðrof.Zethic skrifaði:Sælir, þakka kærlega svörin.
HalistaX þetta er áhugavert sem þú segir og þá sérstaklega með methamphetamine tenginguna, því ég byrjaði akkurat á methylpenidant (Concerta)
sem náskylt amfetamíni og skylst mér mikið sameiginlegt með methampethamine - fyrir örfáum mánuðum.
Ekki verið svo slæmt að ég hef dottið út og fengið "blackout" heldur meira að ég er að horfa en ekki sjá, því höfuðverkurinn er yfirþyrmandi og beita augunum er íþyngjandi. Og heldur ekki svo slæmt að ég sé að fá of-skynjanir - fyrir utan kanski þetta með augunum.
Ég tek þetta samt sem áður upp við geðlækninn við næstu concerta endurnýjun
Mígreniskenningin er líka möguleiki þar sem mígreni er þekkt í familiunni. Sem og með nuddið/kírópraktor.
Augnlæknir segir augun yfir meðallagi hvað varðar heilbrigð augu.
Lýstu fyrir mér höfuðverkinum. Er hann svona heitur verkur, svona eins og það sé kraumandi heitt hraun inní höfðinu á þér og þú ert bara alveg að farast? Getur ekkert gert, ekkert sagt að ráði, ekki litið neitt því birta rífur í verkinn og stundum færðu svona undir ennisholurnar og mögulega í nefholurnar líka? Fylgir eitthvað skrítið bragð eða svona tilfinning eins og þú hafir fundið eitthvað bragð?
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
-
- Geek
- Póstar: 870
- Skráði sig: Mið 25. Mar 2009 20:55
- Staðsetning: Hafnarfjarðarsveit
- Staða: Ótengdur
Re: Visual Noise / "Snjókoma" í sjón
Þetta er mjög áhugavert!
Ég get sagt að ég hef stundum fengið væg svona einkenni í mígrenisköstum, Sjaldan samt sem áður.
En einn af mínum nánustu vinum er schizophrenic og hefur sömu sögu að segja, kemur fyrir í einstaka geðrofi að hann verði svona, Og á alvarlega truflandi hátt.
..Væri gaman að vita hvort þú lagast og þá hvað varð til þess að þú lagaðist
Leiðinlegt að geta ekki hjálpað en vonandi lagast þetta
Gangi þér vel!
Ég get sagt að ég hef stundum fengið væg svona einkenni í mígrenisköstum, Sjaldan samt sem áður.
En einn af mínum nánustu vinum er schizophrenic og hefur sömu sögu að segja, kemur fyrir í einstaka geðrofi að hann verði svona, Og á alvarlega truflandi hátt.
..Væri gaman að vita hvort þú lagast og þá hvað varð til þess að þú lagaðist
Leiðinlegt að geta ekki hjálpað en vonandi lagast þetta
Gangi þér vel!
Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant