Saur og jarðvegs gerlamengun

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af GuðjónR »

Hvaða fúsk er í gangi í borginni? Síðasta sumar þá var viðvarandi saurgerlamengun vegna bilaðra fráveitustöðva, núna er drykkjarvatnið mengað vegna gerlamengunar og talað um mögulegan vatnsskort vegna viðhaldsleysis borhola? Er borgarstjórn svona upptekin af því að gera hjólastíga að allt annað má fara fjandans til?
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af appel »

Verst þykir mér hvernig hefur verið staðið að tilkynningu um þetta.

Ég veit um allnokkra sem vissu ekkert hvort þetta átti við um þá, fólk sem býr t.d. í nágrannabæjum, kópavogi, hafnarfirði, garðabær, seltjarnarnesi, o.s.frv.
Þeir vita ekkert úr hvaða borholu vatnið kemur, og örugglega ekki einu sinni hvaða fyrirtæki kalda vatnið kemur frá. Veitur eru nefnilega að þjónusta öll þessi sveitafélög á höfuðBORGARsvæðinu, og tilkynningin talaði um "reykjavík" og "í borginni", að undanskildum einhverjum svæðum.

Svo sést þessi fréttatilkynning varla lengur á ruv.is núna, 2 klst eftir að hún barst.

Margir að klóra sér í hausnum yfir þessu. Á að sjóða vatn eða ekki? Blahh..

Svo er hellings af útlendingum sem auðvitað vita ekkert af þessari varúðarviðvörun, enda skilja ekki íslensku né fylgjast með fjölmiðlum hér.
*-*

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af rbe »

þrengja götur og fjölga hraðahindrunum er þeirra ær og kýr

annars er þetta bara týpiskt íslenskt , allir sérfræðingar i öllu og allt í kaldakoli.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af GuðjónR »

Líkleg ástæða fyrir fráviki í gerlamagni er mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.
Hvaða bull er þetta? Við búum á Íslandi og hér skiptist alltaf á frost og þíða allan veturinn, það er ekkert nýtt. Grunnvatnið er víst á 10-140 metra dýpi og af hverju ætti yfirborðsvatn að komast frekar í það þó það sé frost og þíða?
Og af hverju er vatnið ekki geislað? https://www.visindavefur.is/svar.php?id=50312
Grunnvatn er yfirleitt talið betra til neyslu en yfirborðsvatn þar sem óhreinindi hafa síast úr því þegar það streymir um jarðlögin. Til þess að auka gæði yfirborðsvatns er það í flestum tilfellum geislað með útfjólubláu ljósi til að eyða örverumengun sem berst í vatnið frá dýrum og úr jarðvegi. Þessi aðferð er oftast nægileg til að tryggja öryggi neysluvatnsins.
"Óhreinindi síast úr yfirborðsvatninu þegar það síðast í gegnum jarðlögin", þannig að þessi skýring að frost og þíða orsaki það að yfirborðsvatn birtist allt í einu í grunnvatni sem er allt að 140 metrum neðanjarðar stenst ekki. Það er eitthvað fúsk, eitthvað alíslenskst fúsk í gangi eins og svo oft áður og svo bulla menn í allar áttir.
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af brain »

svo kemur Dagur og hristir lokkana og allir kjósa hann aftur....
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af worghal »

ástandið í borginni er vægast sagt gruggugt.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

demaNtur
1+1=10
Póstar: 1165
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af demaNtur »

Well.. Mjög stutt síðan ég sturtaði rétt rúmlega tveim lítrum af vatni í mig... Diarrhea here I comeee!
i7 9700K - Asus ROG Strix Z390-I Gaming- Corsair Vengeance 2x16GB 3200MHz - GeForce 2070 Super
Asus 24.5" XG258Q 240hz - Glorious GMMK white ice - HyperX Cloud Alpha - Glorious Model-D - The Glorious 3XL

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af rbe »

er byrjaður að sjá ofskynjanir af gvendarbrunnarvatninu, 2 glös
sá eitthvað lamb, innsigli, rauðan hest og mann á ?

googlaðii það !
"Og út gekk annar hestur, rauður, og þeim sem á honum sat var gefið vald að taka burt friðinn af jörðunni, svo að menn brytjuðu hverjir aðra niður. Og honum var fengið sverð mikið." Opinberunarbókin

þetta er heavy stuff í vatninu núna ?
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af chaplin »

Ég var að fá mér vatnsglas, í fyrsta sinn á ævinni þurfti ég að hella því aftur því ég hélt að það væri afgangur af uppþvottalögum í því. 5 mínutum seinna rekst ég á þennan þráð.
demaNtur skrifaði:Well.. Mjög stutt síðan ég sturtaði rétt rúmlega tveim lítrum af vatni í mig... Diarrhea here I comeee!
Heilbrigðiseftirlitið mælir með að sjóða vatnið f. einstaklinga með lélegt ónæmiskerfi, unga, aldraða etc. svo ég hugsa að við séum öryggir.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af appel »

Las þessa grein áðan:
https://earther.com/this-coastal-megaci ... 1821950015

kvarta ekki mikið yfir ástandinu hérna á landi. Man ekki eftir því að svona hafi gerst á minni lífstíð, a.m.k. ekki á höfuðborgarsvæðinu.


En samt, þetta með að "öllum verklagsreglum var fylgt" er bara náttúrulega bara frekar aumt.

Það var tekið sýni 12. jan, núna 3 dögum síðar fáum við tilkynningu um að vatnið sem við höfum verið að drekka gæti verið varhugunarvert.
https://www.veitur.is/frett/jardvegsger ... -reykjavik

Þeir hafa verið að vakta greinilega undanfarið og taka mörg sýni:
https://www.veitur.is/frett/fjolgun-ger ... nid-i-lagi

Þetta er alltof löng seinkun.

Til samanburðar gerðu þeir athugun 10. jan og fengu niðurstöðu 11. jan:
"Í gær, miðvikudag 10. janúar, tóku Veitur endurtekin sýni og skv. upplýsingum frá rannsóknarstofu eru sýnin í lagi. "

Þetta tímabil þarna, frá 12. jan (fös þegar sýnið er tekið) og niðurstaða fæst í dag (mánudag) segir mér að vísindakallarnir eru bara í helgarfríi á meðan vatnskerfið er í gjörgæslu.
*-*
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af appel »

Veitur leiðrétta lista yfir hverfi
http://ruv.is/frett/veitur-leidretta-lista-yfir-hverfi

Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir.
Blah... geta ekki haft réttar upplýsingar? Gleymdu að minnast á Seltjarnarnes í upphaflegu fréttatilkynningunni (sem er nú ekki hluti af Reykjavík enn).

Doldið klúður hjá þeim að gefa ekki út fullkomnar upplýsingar í upphafi, enda augljóst að þetta eru upplýsingar sem fólk vill fá að vita!
*-*
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Sallarólegur »

Létt að vera vitur eftir á.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Manager1 »

Ég myndi ekki hika við að drekka þetta vatn, þeir sem eru viðkvæmir fyrir ættu að sjóða vatn en þeir sem eru heilsuhraustir ættu að drekka þetta, ef eitthvað styrkir það ónæmiskerfið að drekka pínu gerlamengað vatn.

Það skal tekið fram að það mældust ekki coli eða e-coli gerlar í vatninu, þeir eru heldur ekkert skemmtilegir :)
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Skjámynd

ZiRiuS
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1676
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af ZiRiuS »

Strákar ég drakk vatn í dag og ég er kominn í hjólastól!
Hef samt alltaf verið í hjólastól en það skiptir engu...
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af urban »

appel skrifaði:Las þessa grein áðan:
https://earther.com/this-coastal-megaci ... 1821950015

kvarta ekki mikið yfir ástandinu hérna á landi. Man ekki eftir því að svona hafi gerst á minni lífstíð, a.m.k. ekki á höfuðborgarsvæðinu.
Það getur alveg myndast alvarleg staða(allt aðrar ástæður) á einhverjum stöðum á landinu vegna dreifingar vandamála, Eldgos eða jarðskjálftar geta eyðilagt bæði lagnir og vatnsból, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu.

En síðan er aftur á móti ekkert sérstök staða hérna í Vestmannaeyjum.

Það er búið að leggja 3 vatnslagnir til eyja
Sú fyrsta var lögð 1968 og er biluð, skemmd á henni sem að er búið að gera við margoft, þarf að skipta um bút í henni.
Næsta var lögð 1971 og er víst líka með skemmd og að mér skillst orðin mjög léleg.
Nýja leiðslan var lögð 2008, sú eina sem að sé okkur fyrir vatni í dag.
Hún er búin að skemmast allavega einu sinni ef að ég man rétt.

Ef að sú leiðsla skemmist þá er ekkert annað eftir en að koma með það á skipum (flugvélar gætu jú komið með drykkjarvatn)
En þrátt fyrir það þá gæti stór hluti af fiskvinnslu haldið áfram vinnslu, þær nota flestar sjó.

Manager1 skrifaði: Það skal tekið fram að það mældust ekki coli eða e-coli gerlar í vatninu, þeir eru heldur ekkert skemmtilegir :)
Það er nú bara ekki alveg rétt hjá þér
Frétt á Veitur.is skrifaði:Í dag 11. janúar fékkst staðfesting á að í neysluvatnssýni sem Veitur ohf. tóku á þriðjudag þann 9. janúar sl. greindist ein E.coli í þremur sýnum úr borholum á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk. Sýnatakan var gerð vegna mikils vatnsveðurs.
https://www.veitur.is/frett/fjolgun-ger ... nid-i-lagi

lokuðu þeir fyrir notkun á þessum holum og vissulega er þetta eins lítið magn og mælist (ef ég skil þetta rétt)
En það breytir því samt ekki að það vissulega fannst E.coli.

Í holunni sem að er verið að nota núna er síðan of mikið af jarðvegsgerlum en hefur ekki fundist E.coli
Þannig að líklegast eruði ekki að drekka vatn með E.coli núna.


@ZiRiuS þvílíkur sjokker :D
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Dr3dinn
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Dr3dinn »

Maður drekkur bara bjór/ viský í staðinn - save water!
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Jón Ragnar »

demaNtur skrifaði:Well.. Mjög stutt síðan ég sturtaði rétt rúmlega tveim lítrum af vatni í mig... Diarrhea here I comeee!

Fitnar ekki á meðan fam

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

Jón Ragnar
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Jón Ragnar »

Annars er það vægast sagt óþæginleg tilhugsun að uppspretta vatns er svona viðkvæm

CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Hauxon »

Helvítis hjólreiðamenn! Nú getur maður ekki einu sinni fengið sér vatnssopa út af þeim!
Skjámynd

Zorglub
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
Staðsetning: Nokkuð góð!
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Zorglub »

Held að orðtakið stormur í vatnsglasi eigi vel við núna.
Gigabyte Z390 Aorus Pro | I9 9900K | Corsair Vengeance 32GB | Asus RTX 2080 Ti | Samsung 970 Evo Plus 250 GB | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af GuðjónR »

Ég held nú að engin sé að fara að drepast eða lenda í hjólastól út af þessu, þetta er fyrst og fremst ógeðslegt. Þið gætuð alveg farið í Kringluna og sleikt handriðið á rúllustiganum án þess að drepast eða drukkið vatnið úr klósettskálinni ykkar en það er samt sem áður viðbjóður.

Viðbrögðin, eða öllu heldur viðbragðsleysið er fyrst og fremst gagnrýnivert, þegar skólphneykslið kom upp síðasta sumar þá var það sama upp á teningnum, fólki var sagt að stunda ekki sjósund og með tímanum myndi þetta þynnast út. Í kvöldfréttum í gær var það sama sagt, að þessi mengun myndi þynnast út. Sem sagt því meira sem þið notið af menguðuð vatni því fyrr minnkar mengunin. Það er ekkert smáræðis magn af vatni sem notað er á hverjum degi og ef við þurfum að bíða eftir því að þetta "þynnist út" þá hlýtur mengunin að vera mikil. Amk. töluvert meiri en gefið er í skyn að hún sé.

Svo eru viðbrögð Borgarstjóra alveg epic slæm;
Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann sé með öll gögn und­ir hönd­um og muni kynna sér þau vel og að brugðist verði við með viðeig­andi hætti, meðal ann­ars með því að hafa sam­band við smit­sjúk­dóma­lækni.
Really? kannski setja þetta í nefnd og tilkynna niðurstöðurar næsta haust? Hvað með að fyrirbyggja frekari mengun og geisla það vatn sem sýkt er? ... Nei... hafa samband við annan lækni og velta fyrir sér hverju? Smitsjúkdómahættu? Þessi viðbrögð lýsa algjöru vanhæfi. :face
Skjámynd

Nariur
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Nariur »

Þetta sýnir mun frekar hversu strangar gæðakröfur við, sem þjóð, og, aðallega, Veitur gera til neysluvatns.
Það fann einn E.coli gerill. EINN. Á einum stað, einu sinni. Og svo fór magn af öðrum gerlum sem eru alltaf til staðar aðeins yfir okkar ströngu viðmiðurnarmörk, viðvörun fer í loftið og allir missa vitið.
Með þessu er okkar vatn samt með hreinasta drykkjarvatni sem fæst.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af GuðjónR »

Nariur skrifaði:Þetta sýnir mun frekar hversu strangar gæðakröfur við, sem þjóð, og, aðallega, Veitur gera til neysluvatns.
Það fann einn E.coli gerill. EINN. Á einum stað, einu sinni. Og svo fór magn af öðrum gerlum sem eru alltaf til staðar aðeins yfir okkar ströngu viðmiðurnarmörk, viðvörun fer í loftið og allir missa vitið.
Með þessu er okkar vatn samt með hreinasta drykkjarvatni sem fæst.
En spáðu í eitt samt, ef það er tekið sýni í tilraunaglas, eitt pínulítið tilraunaglas sem er kannski 100ml úr kannski milljón lítra tanki og það finnst einn gerill, hvað heldurðu þá að það séu margir gerlar í öllum tankinum? Heldurðu að þetta sé þá eini gerillinn og bara fyrir tilviljun rataði hann í sýnaglasið? :megasmile
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Minuz1 »

Eins gott að þú lokir setunni áður en þú sturtar niður Guðjón minn,

"What’s more worrisome is that modern tankless toilets can flush violently with gurgling that creates a spray of barely visible droplets that can fly several feet."

Annars finnst mér bara fínt að fá þessar upplýsingar á hreint, frekar en málið í sumar.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Vaski
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Saur og jarðvegs gerlamengun

Póstur af Vaski »

Það er náttúrlega slæmt að þetta er á einhvern hátt PR klúður, upplýsingar komast ekki rétt og skilmerilega til skila. En það er þó betra að vita til þess að áherslan hjá fyrirtækinu er ekki á PR málin, heldur gæðamáli, því þar virðist allt hafa gengið eftir.

Ef ég skil þetta rétt, finnast e.coli gerlar í vatnsbóli, því bóli er lokað og opnað á annað ból sem er venjulega ekki notað á þessu árstíma vegna hættu á jarðgerlamengum (vegna hláku), sem einmitt getist á þessu tímabili. Viðvörun send út þar sem ekki er búið að mæla jarðvegsgerlana, en allar líkur á því að þeir séu ekki hættulegir (sem kemur svo í ljós). Varavatnsbólið virkaði, svona innan marka allavegna.

En það sem mér þykir merkilegast við þetta allt saman, en að það er augljóst að drykkarfyrirtækin mæla ekki vatnið hjá sér, annars hefðu þau ekki hætt framleiðslu. Þannig að þau taka bara mikilvægasta efnið sem þau eru að nota og vonast til þess að það sé í lagi án þess að fylgjast með því sjálf, er það boðlegt?
Svara