Win10 og sleep-mode, af eða á?

Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Win10 og sleep-mode, af eða á?

Póstur af appel »

Ég er með heimilistölvuna 24/7 í gangi, vil getað gengið að henni án þess að bíða. Ekki að ég sé að keyra einhverja servera á henni, bara vill ekki þurfa bíða eftir að hún taki við sér þegar ég þarf að komast í hana.
Notaði aldrei hibernate í fyrri windows útgáfum, því það einfaldlega virkaði ekki.

En er þetta sleep mode að gera sig í Win10? Þetta er enabled by default í Win10, og kannski maður láti þetta bara vera, virðist ekki vera langur tími, örfáar sek, skjárinn lengur að kveikja á sér.

Svo er það, hvernig fer þetta sleep-mode með vélbúnaðinn? Þ.e. það sem maður lærði var að ef þú varst sífellt kveikjandi og slökkvandi á vélinni þá væri það meira wear-and-tear heldur en að leyfa henni bara að vera alltaf í gangi.
*-*
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Win10 og sleep-mode, af eða á?

Póstur af Dropi »

appel skrifaði:Ég er með heimilistölvuna 24/7 í gangi, vil getað gengið að henni án þess að bíða. Ekki að ég sé að keyra einhverja servera á henni, bara vill ekki þurfa bíða eftir að hún taki við sér þegar ég þarf að komast í hana.
Notaði aldrei hibernate í fyrri windows útgáfum, því það einfaldlega virkaði ekki.

En er þetta sleep mode að gera sig í Win10? Þetta er enabled by default í Win10, og kannski maður láti þetta bara vera, virðist ekki vera langur tími, örfáar sek, skjárinn lengur að kveikja á sér.

Svo er það, hvernig fer þetta sleep-mode með vélbúnaðinn? Þ.e. það sem maður lærði var að ef þú varst sífellt kveikjandi og slökkvandi á vélinni þá væri það meira wear-and-tear heldur en að leyfa henni bara að vera alltaf í gangi.
Ég hafði tölvuna mína í gangi 24/7 á Íslandi, en eftir að hafa flutt til Englands tók ég upp á því að setja tölvuna í Sleep mode á hverju kvöldi og er þetta núna orðinn vani, og þarf bara að ýta á takka á lyklaborðinu - þá er 2-3 sek þar til vélin er klár í vinnu. Eina undantekningin er ef ég þarf að downloada einhverju stóru.

Wear and tear ætti að vera minna að mínu viti, snérist þetta ekki aðallega um hörðu diskana - að vera ekki stanslaust að stöðva og ræsa þá? Ég er með 2x SSD og 2x HDD í minni vél, HDD orðnir nokkuð lúnir en engin vandamál hingað til :happy
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Win10 og sleep-mode, af eða á?

Póstur af GuðjónR »

Ég nota alltaf sleep, restarta bara ef ég þarf vegna uppfærslu eða ef tölvan er orðin eitthvað skrítin.
Windows tölvan átti það til að slökkva á sér í sleep þangað til ég fann vandamálið, hún þoldi ekki "Hybrid sleep", ég kíkti í BIOS og þar var það á disabled. Manualinn sagði að það væri öruggast að sleppa Hygbrid sleep því það gæti gert systemið óstöðugt sem var raunin. Samt sem áður þá dettur upplausnin á skjákortinu oft úr 3840x2160 í 1920x1080 þegar tölvan kemur úr sleep. iMac (win10 í bootcamp) virkar hinsvegar fullkomlega með Hybrid sleep.
Svara