Tengja aflgjafa við móðurborð... smá klóra mér í hausnum..

Svara
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Tengja aflgjafa við móðurborð... smá klóra mér í hausnum..

Póstur af appel »

Þannig að ég keypti Corsair RM650X aflgjafa, og Gigabyte GA-Z270-HD3P móðurborð.

Ég er búinn að tengja 24v atx kapalinn, en þegar ég er að reyna tengja 12v kapalinn við móðurborðið þá sé ég eitthvað sem ég er óöruggur með.

Lögunin á plast pinnunum/endunum á kaplinum og móðurborðinu virðist ekki stemma.

Á móðurborðinu er svona
12v.png
12v.png (10.52 KiB) Skoðað 758 sinnum
En kapallinn úr aflgjafanum er með svona plast enda
psucable.jpg
psucable.jpg (52.12 KiB) Skoðað 758 sinnum
(ath. að þetta fer auðvitað speglað niður í móbóið)


Nú, ég uppfæri bara á 7 ára fresti þannig að maður er ekki þaulvanur :( , þannig kannski er þetta bara óþarfa áhyggjur í mér?
*-*
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Tengja aflgjafa við móðurborð... smá klóra mér í hausnum..

Póstur af worghal »

ertu ekki bara með 8-pin tengið fyrir skjákortið þarna?
athugaðu hina kaplana og lögun þeirra. held að endarnir sem fara í psu séu eins en gpu og mb 8-pin tengin sjálf eru ekki alveg eins
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Tengja aflgjafa við móðurborð... smá klóra mér í hausnum..

Póstur af appel »

worghal skrifaði:ertu ekki bara með 8-pin tengið fyrir skjákortið þarna?
athugaðu hina kaplana og lögun þeirra. held að endarnir sem fara í psu séu eins en gpu og mb 8-pin tengin sjálf eru ekki alveg eins
Þessi sem ljósmyndin er af er akkúrat merktur CPU á endanum.
Aflgjafinn kemur með 2 pci-e köplum og þessum sem ég póstaði.

Sjá síðu 7 í manual
http://www.corsair.com/~/media/corsair/ ... manual.pdf
*-*

Frussi
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Staða: Ótengdur

Re: Tengja aflgjafa við móðurborð... smá klóra mér í hausnum..

Póstur af Frussi »

Ertu ekki bara með rangan enda?
Ryzen 5 3600 _ X470 Aorus Gaming _ 2070 Super _ 16 GB 3200MHz _ 32" 1440p Lenovo
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Tengja aflgjafa við móðurborð... smá klóra mér í hausnum..

Póstur af appel »

Mér sýnist að það sé hægt að splitta þessum enda upp, þetta er sagður 4+4 endi.

Þannig að þá er maður að hugsa hvort það eigi að splitta upp og nota bara annan helminginn í þetta?
solution.jpg
solution.jpg (70.3 KiB) Skoðað 703 sinnum
?? hvað segiði
*-*

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: Tengja aflgjafa við móðurborð... smá klóra mér í hausnum..

Póstur af pepsico »

Ég held að þetta sé bara svona til að fólk með bara einn 4Pin geti bara sett hann á aðal stæðið. Sýnist á þessu að box hólfin rúmi bæði boxin og sexhyrningana en ekki öfugt.
Þá situr að vísu enn eftir að ef maður er með auka 4Pin getur maður óvart látið hann í auka stæðið og engan í aðal stæðið en það er kannski auðveldara klúður til að sleppa.

Ég hef sett upp fjórar Z270-HD3P vélar með jafn mörgum mismunandi aflgjöfum og ekki lent í neinum vandræðum svo ef þetta kemst í hvet ég þig til að hafa engar áhyggjur af þessu.
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Tengja aflgjafa við móðurborð... smá klóra mér í hausnum..

Póstur af appel »

Já, mig er farið að gruna að D tengin á psu-kaplinum séu hönnuð til að fitta í kassalaga stæðin á móðurborðinu.
Ástæðan fyrir þessari lögun sé líklega til að koma í veg fyrir að eingöngu 4pin tengi sé sett í rangt 4pin á móðurborð.

Þetta er náttúrulega doldið ruglingslegt fyrir þá sem hugsa of mikið :)

En það er ekkert minnst á þetta í documentation fyrir móðurborð eða psu.
*-*

Manager1
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Staða: Ótengdur

Re: Tengja aflgjafa við móðurborð... smá klóra mér í hausnum..

Póstur af Manager1 »

Ég var að setja upp tölvu í gær með sama aflgjafa en í Asus PRIME z370 móðurborð og lenti ekki í neinum vandræðum með kaplana úr PSU.
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
Svara