AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Svara
Skjámynd

Höfundur
GunZi
has spoken...
Póstar: 186
Skráði sig: Sun 29. Sep 2013 13:58
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af GunZi »

https://www.pcper.com/news/Processors/C ... 30-Percent

Hvað finnst ykkur?

Edit: kann ekki að skrifa örgjörvar..
Last edited by GunZi on Mán 08. Jan 2018 15:53, edited 2 times in total.
Örgjövi: Ryzen 3600 3.6GHz Minni: 16GB 3600MHz GPU: GTX 1070 8GB HDDs&SSDs: 3TB HDD, 250GB SSD Móðurborð: B450 I Aorus Pro Wifi PSU: 760W skjáir: Philips 144Hz 1080p 27" BenQ 60Hz 1080p 27"

htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af htmlrulezd000d »

Ætli það skili sér hingað til lands ? Er nýýýbúinn að kaupa mér 1600X :face
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af GuðjónR »

Í beinu framhaldi af þessum öryggisgallamálum.
Verð hissa ef Intel tilkynnir ekki 50% lækkun á næstunni.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af Klemmi »

GuðjónR skrifaði:Í beinu framhaldi af þessum öryggisgallamálum.
Verð hissa ef Intel tilkynnir ekki 50% lækkun á næstunni.
Þá verður þú hissa.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af GuðjónR »

Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Í beinu framhaldi af þessum öryggisgallamálum.
Verð hissa ef Intel tilkynnir ekki 50% lækkun á næstunni.
Þá verður þú hissa.
lol .... já örugglega. :happy
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af einarhr »

Sterkt útspil hjá AMD eftir umræðuna síðustu vikur
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af Moldvarpan »

GunZi skrifaði:https://www.pcper.com/news/Processors/C ... 30-Percent

Hvað finnst ykkur?
Awww ég elska AMD svo mikið!

Erfitt að hugsa sér hvar við værum án þeirra, Core2Duo? :sleezyjoe :lol: :lol:
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af urban »

Moldvarpan skrifaði:
GunZi skrifaði:https://www.pcper.com/news/Processors/C ... 30-Percent

Hvað finnst ykkur?
Awww ég elska AMD svo mikið!

Erfitt að hugsa sér hvar við værum án þeirra, Core2Duo? :sleezyjoe :lol: :lol:
Eru Intel ekki búnir að vera á undan þeim í nokkur ár, þangað til nýjasti AMD kjarninn kom út ?
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af Moldvarpan »

urban skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:
GunZi skrifaði:https://www.pcper.com/news/Processors/C ... 30-Percent

Hvað finnst ykkur?
Awww ég elska AMD svo mikið!

Erfitt að hugsa sér hvar við værum án þeirra, Core2Duo? :sleezyjoe :lol: :lol:
Eru Intel ekki búnir að vera á undan þeim í nokkur ár, þangað til nýjasti AMD kjarninn kom út ?
Ef Intel hefði enga samkeppni þá væri ekki jafn sterkur hvati til að gera betri, stærri og öflugri örgjörva.

AMD kann að toga í réttu spottana, t.d.kjarna fjölda stríð með bulldozer og fjölgun þráða.
Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af Hauxon »

Ryzen 1800X á $349. Þokkalegasta bang for the buck myndi ég segja.
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af kiddi »

Moldvarpan skrifaði:Ef Intel hefði enga samkeppni þá væri ekki jafn sterkur hvati til að gera betri, stærri og öflugri örgjörva.
Reyndar er hvatinn alltaf þó það sé engin samkeppni, því Intel verður að halda áfram að selja örgjörva :) Ekkert fútt í þessu ef allir væru sáttir og engum langaði í uppfærslu. Ég er að pikka þetta á 3 ára gamla 4790K og ég á ofboðslega erfitt með að réttlæta CPU uppfærslu, þó mig dauðlangi, bara til þess eins að uppfæra.

Annars eru AMD ekki komnir upp fyrir Intel í absolút krafti, reyndar langt frá því - almennt litið eru flaggskipin hjá Intel ennþá á toppnum í öllum flokkum, nema kannski performance per dollar flokknum. Intel 8700K er samt bara $40 dýrari en Ryzen 1800X og er betri í næstum öllum real-world scenarios.
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjöfar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af DJOli »

kiddi skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Ef Intel hefði enga samkeppni þá væri ekki jafn sterkur hvati til að gera betri, stærri og öflugri örgjörva.
Reyndar er hvatinn alltaf þó það sé engin samkeppni, því Intel verður að halda áfram að selja örgjörva :) Ekkert fútt í þessu ef allir væru sáttir og engum langaði í uppfærslu. Ég er að pikka þetta á 3 ára gamla 4790K og ég á ofboðslega erfitt með að réttlæta CPU uppfærslu, þó mig dauðlangi, bara til þess eins að uppfæra.

Annars eru AMD ekki komnir upp fyrir Intel í absolút krafti, reyndar langt frá því - almennt litið eru flaggskipin hjá Intel ennþá á toppnum í öllum flokkum, nema kannski performance per dollar flokknum. Intel 8700K er samt bara $40 dýrari en Ryzen 1800X og er betri í næstum öllum real-world scenarios.
Ég vill meina að miðað við þá fræðslu sem ég hef fengið undanfarið þá séu Amd örgjörvarnir nefnilega almennt betri en Intel örgjörvarnir, nema þegar kemur að leikjaspilun, þar vantar þetta "trukk" í þá sem Intel hefur.

Ég nýti mér þetta myndband til rökstuðnings.
https://www.youtube.com/watch?v=CSI6N6RKd5A
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af kiddi »

Einu skiptin sem Ryzen 1800X nær að vinna 8700K er í alvöru fjölþráða forritum, sem eru ansi fágæt og tiltölulega fáir sem nota slík forrit. Ég vinn sjálfur við kvikmyndagerð, þá aðallega tölvugrafík og vinn oft með Cinema4D sem er kerfið sem Cinebench benchmarking forritin vinnur út frá, en það er einmitt eitt af þeim sárafáu testum þar sem Ryzen hefur einhversskonar mælanlegan yfirburð, og þar er munurinn ekki svo mikill. Hinsvegar öll hin forritin, þeas. Adobe hugbúnaðarsvítan er að mestu single core, og þar hefur 8700K yfirburði að nánast öllu leiti og sérstaklega í vinnuhraða þar sem hraðinn skiptir mestu máli. Þess vegna notaði ég orðin "real world scenarios" því í flestri daglegri vinnslu hefur Ryzen enga yfirburði nema hjá þeim sem þurfa virkilega á fjölkjarna örgjörvum að halda. Af þeim fáu Ryzen eigendum sem ég þekki þá er enginn þeirra "workstation" notandi sem notast við fjölþráða forrit :)

Nokkur test til að styðja mitt mál:
Unreal Engine:
https://www.pugetsystems.com/pic_disp.p ... height=800
Adobe Photoshop:
https://www.pugetsystems.com/pic_disp.p ... &width=654
Adobe After Effects 2017:
https://www.pugetsystems.com/pic_disp.p ... &width=651
Adobe Premiere 2017:
https://www.pugetsystems.com/pic_disp.p ... &width=649

Það er auðvitað hægt að „cherry picka“ benchmarks, og ég skal viðurkenna að ég veit að 1800X hefur yfirburði í alvöru 3D og CAD forritum sem eru fjölþráða forrit sem geta öll kreist tölvur betur en flestir aðrir, en munurinn þar finnst mér fljótur að hverfa við mikilvægi þess að hafa hraðann daglegan vinnuhraða, sbr. Intel línuna.

Hér er Cinebench multi-threaded result, ekki beint life or death munur:
https://images.idgesg.net/images/articl ... 4-orig.jpg

Samanborið við single-threaded, þá er munurinn umtalsverður Intel í hag:
https://images.idgesg.net/images/articl ... 3-orig.jpg
Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1819
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af einarhr »

Capture.JPG
Capture.JPG (45.51 KiB) Skoðað 2258 sinnum
Hlaut að vera
| Ryzen 7 1800X 16GB Gainward GeForce RTX 3060 Pegasus 12GB| Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af kiddi »

Spennandi tímar! Svo er alveg magnað að Intel séu að fara að koma með örgjörva með innbyggðum skjákjörnum frá AMD! :O

agnarkb
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Fös 03. Okt 2008 20:36
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af agnarkb »

Svo yfir mig ástfanginn af 1800x. Æðislegt að þeir ætla að supporta socketið til allavegana 2020, sé fram á að uppfæra upp í 2800x með sama mobo ef klukkuhraði nær upp í svona 4.3-4.4
Leikjavél | ROG Strix X570-E | R9 3900x | DRP 4 | RTX 3080 | G.Skill 32GB Flare X 3200MHz | Corsair RM850x | Enthoo Pro M
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af GuðjónR »

kiddi skrifaði:Spennandi tímar! Svo er alveg magnað að Intel séu að fara að koma með örgjörva með innbyggðum skjákjörnum frá AMD! :O
9. janúar þegar ég vaknaði i morgun, ekki 1. apríl. :-k
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af beatmaster »

GuðjónR skrifaði:
kiddi skrifaði:Spennandi tímar! Svo er alveg magnað að Intel séu að fara að koma með örgjörva með innbyggðum skjákjörnum frá AMD! :O
9. janúar þegar ég vaknaði i morgun, ekki 1. apríl. :-k

Mynd

https://arstechnica.com/gadgets/2018/01 ... rformance/
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af GuðjónR »

beatmaster skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
kiddi skrifaði:Spennandi tímar! Svo er alveg magnað að Intel séu að fara að koma með örgjörva með innbyggðum skjákjörnum frá AMD! :O
9. janúar þegar ég vaknaði i morgun, ekki 1. apríl. :-k

Mynd

https://arstechnica.com/gadgets/2018/01 ... rformance/
Magnað!

Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá myndina, þetta verður högg fyrir nVidia...byrja svo að lesa:
One of the more surprising products announced last year was an Intel CPU with embedded AMD graphics, an unusual collaboration between two competitors. With the full specs now available, it's clear that the companies are taking aim at a common enemy: Nvidia.
Af hverju er nVidia sameiginlegur "óvinur" AMD og Intel?
Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af Hauxon »

kiddi skrifaði:Einu skiptin sem Ryzen 1800X nær að vinna 8700K er í alvöru fjölþráða forritum, sem eru ansi fágæt og tiltölulega fáir sem nota slík forrit. Ég vinn sjálfur við kvikmyndagerð, þá aðallega tölvugrafík og vinn oft með Cinema4D sem er kerfið sem Cinebench benchmarking forritin vinnur út frá, en það er einmitt eitt af þeim sárafáu testum þar sem Ryzen hefur einhversskonar mælanlegan yfirburð, og þar er munurinn ekki svo mikill. Hinsvegar öll hin forritin, þeas. Adobe hugbúnaðarsvítan er að mestu single core, og þar hefur 8700K yfirburði að nánast öllu leiti og sérstaklega í vinnuhraða þar sem hraðinn skiptir mestu máli. Þess vegna notaði ég orðin "real world scenarios" því í flestri daglegri vinnslu hefur Ryzen enga yfirburði nema hjá þeim sem þurfa virkilega á fjölkjarna örgjörvum að halda. Af þeim fáu Ryzen eigendum sem ég þekki þá er enginn þeirra "workstation" notandi sem notast við fjölþráða forrit :)

Nokkur test til að styðja mitt mál:
Unreal Engine:
https://www.pugetsystems.com/pic_disp.p ... height=800
Adobe Photoshop:
https://www.pugetsystems.com/pic_disp.p ... &width=654
Adobe After Effects 2017:
https://www.pugetsystems.com/pic_disp.p ... &width=651
Adobe Premiere 2017:
https://www.pugetsystems.com/pic_disp.p ... &width=649

Það er auðvitað hægt að „cherry picka“ benchmarks, og ég skal viðurkenna að ég veit að 1800X hefur yfirburði í alvöru 3D og CAD forritum sem eru fjölþráða forrit sem geta öll kreist tölvur betur en flestir aðrir, en munurinn þar finnst mér fljótur að hverfa við mikilvægi þess að hafa hraðann daglegan vinnuhraða, sbr. Intel línuna.

Hér er Cinebench multi-threaded result, ekki beint life or death munur:
https://images.idgesg.net/images/articl ... 4-orig.jpg

Samanborið við single-threaded, þá er munurinn umtalsverður Intel í hag:
https://images.idgesg.net/images/articl ... 3-orig.jpg
Það sem er í raun ótrúlegt við þetta er að Adobe skuli enn ekki vera farið að skrifa hugbúnað sem nýtir fjölkjarna örgjörva til fullnustu. Því það eru ekki bara AMD örgjörvarnir sem eru fjölkjarna heldur líka high end CPU frá Intel. Svo ef maður skoðar þessi gröf sem þú linkar á þá er munurinn merkilega lítill á $300 CPU og $1000 CPU stundum ekki nema 2-3%. Auk þess er ekki hægt að horfa fram hjá því að örgjövar eins Intel 8700K væru líklega tvöfalt dýrari ef það væri ekki fyrir Ryzen.
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af kiddi »

GuðjónR skrifaði:Af hverju er nVidia sameiginlegur "óvinur" AMD og Intel?
Sennilega vegna þess að NVIDIA skjákjarnar eru farnir að taka við í reiknivinnu, NVIDIA skjáörgjörvi með 2560 CUDA-kjörnum getur leyst ýmis verk margfalt, jafnvel þúsundfalt hraðar en einn stór 4, 8, 10, 14 kjarna XEON örgjörvi, mig grunar að Intel séu skíthræddir við NVIDIA.
Hauxon skrifaði: Það sem er í raun ótrúlegt við þetta er að Adobe skuli enn ekki vera farið að skrifa hugbúnað sem nýtir fjölkjarna örgjörva til fullnustu. Því það eru ekki bara AMD örgjörvarnir sem eru fjölkjarna heldur líka high end CPU frá Intel. Svo ef maður skoðar þessi gröf sem þú linkar á þá er munurinn merkilega lítill á $300 CPU og $1000 CPU stundum ekki nema 2-3%. Auk þess er ekki hægt að horfa fram hjá því að örgjövar eins Intel 8700K væru líklega tvöfalt dýrari ef það væri ekki fyrir Ryzen.
Algjörlega hárrétt að Adobe mættu gera betur, og hárrétt að munurinn á milli þessara flaggskipa er merkilega lítill og í engu samhengi við kostnað, og líka hárrétt að við megum þakka AMD fyrir að pota í Intel og minna þá á að þeir geta ekki gengið að markaðnum vísum :) En staðreyndin er samt sú að í dag, eru langflest forrit einkjarna og þ.a.l. mun 8700K vinna Ryzen 1800x og stundum með talsverðum mun, fyrir ekki meira en $40 hærra verð.
Skjámynd

Hauxon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 344
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Staða: Ótengdur

Re: AMD Ryzen örgjörvar að lækka í verði. Allt að 30%

Póstur af Hauxon »

Smá til að melta:
Svara