Sjónvarp Símans HD

Svara
Skjámynd

Höfundur
Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Sjónvarp Símans HD

Póstur af Pandemic »

Ég var að fá UHD lykil frá Símanum og var að prófa prufuútsendinguna hjá þeim og ég hef engan valmöguleika um 4k bara 1080p/60hz. Þarf að virkja 4k upplausninga á lyklinum?
Svo væri líka gott að vita hvort það sé ekki hægt að breyta því þannig að Rúv HD sé á stöð 1? Það væri ágætt að Síminn myndi hysja upp um sig og gera HD default eins og Vodafone gerir. Svo eru gæðin á fjölvarpsstöðvunum eins og Discovery alveg hræðileg og virðast vera SD útgáfur af rásum sem eru vanalega HD.
Það er í raun alveg ótrúlegt að fyrirtæki í samkeppni við erlenda miðla eins og Netflix séu að bjóða svona léleg gæði á útsendingum.
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans HD

Póstur af Tiger »

Tilraunaútsendingin virkar fínt hjá mér í 4k, ertu nokkuð með hann wi-fi tengdan? Þú missir slatta af rásum ofl með því, eins furðulegt og það hljómar.
Mynd
Skjámynd

Höfundur
Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans HD

Póstur af Pandemic »

Hann er ekki á wifi
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans HD

Póstur af appel »

Þú verður að stilla myndlykilinn á auto, ef þú stillir á 1080p/60hz þá færðu bara 1080p/60z og ekkert fyrir ofan það.
Auto stillingin gerir það að verkum að myndlykillinn sendir frá sér UHD merki aðeins ef sjónvarpið ræður við það.

Svo er það til í dæminu að sum heimabíó senda aðeins frá sér HD þó það sé að fá UHD merki inn.
*-*
Skjámynd

Höfundur
Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans HD

Póstur af Pandemic »

Takk appel! Þetta var einhver aulaskapur í mér að halda að þetta myndi birtast í myndstillingunum. Auto virkaði

Hizzman
Tölvutryllir
Póstar: 637
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp Símans HD

Póstur af Hizzman »

Já, hvernig væri nú að fara uppfæra viðmótið, td favorites eða raða stöðvum og útvarpsrásum saman, það þarf líka að sjást í viðmótinu þega maður er byrjaður að slá í rásarnúmer.
Svara