router í extender vesen
router í extender vesen
Ég keypti áðan Netgear EX3700 extender til að fá betra signal á efri hæðinni. Náði að tengja hann við routerinn, allt í góðu en þegar það á að stilla tækin inn á extenderinn þá tekur hann ekki passwordin af routernum og það sem verra er, nú heitir wifi linkurinn TP-Link í stað Hringdu og öll tæki eru dottin út, eina leiðin er að tengja með snúru. Ég tók extenderinn úr sambandi, endurræsti og prófaði allt, prófaði að nota passwordið af routernum sjálfum í stað Hringdu miðans, jú hún tengir mig þá við routerinn en ekkert internetsamband. Er eitthvað sem ég get gert áður en ég hringi í Hringdu?