Vildi bara starta umræðu um þetta hér þar sem mér sýndist enginn hafa gert það nú þegar.
Póst og fjarskiptastofnun sendi víst í dag út aðvörun vegna wifi/wpa2
Almennum notendum þráðlauss búnaðar s.s. tölva og farsíma er nú ráðlagt að forðast notkun þráðlauss nets tímabundið vegna alvarlegs veikleika sem hefur uppgötvast í WiFi öryggisstaðlinum, WPA2, sem á að tryggja öfluga dulkóðun í þráðlausum netkerfum. Þetta kemur fram í frétt Póst- og fjarskiptastofnunar.
Algengasti auðkenningar- og dulkóðunar staðallinn fyrir þráðlausar nettengingar (WiFi) í dag er WPA2. Í dag var gefin út skýrsla um nokkra veikleika í samskiptareglum WPA2 sem gerir hann veikan fyrir árásum á þau tæki sem nota nettengingarnar. Veikleikinn er nefndur „Krack“ eða „Key Reinstallation Attacks“.
Krack“ eða „Key Reinstallation Attacks“ er ný tegund galla í þráðlausum nettengingum sem rannsakendur við háskóla í Belgíu greindu nýlega frá.
Um er að ræða galla sem gerir það að verkum að hægt er að lesa dulkóðuð samskipti á þráðlausu neti.
Gallann er aðallega að finna í staðfestingarbúnaði sem inniheldur talnarunu sem notaður er til að tryggja öryggi þráðlausra tenginga. Snjalltæki sem nota Android 6.0 stýrikerfi eru sérstaklega viðkvæm fyrir gallanum.
Eftir að hafa athugað þetta þá finnst mér P&F gera of mikið úr þessum göllum.
Aðallega vegna þess að þetta er MITM árás (þýðir að þú þarft að vera nálægt WiFi sendinum/client-inum til að getað inject-að árásinni) og jafnvel þótt að einhver nái að gera það þá er maður samt öruggur á flestum vefsíðum útaf https (nema að vefsíðan sé ekki með HSTS en þá væri hægt að nota sslstrip).
Beisiklí þá er worst case scenario af þessum göllum að downgrade-a wifi-ið niður í "kaffihúsa wifi".
Fyrir 99% af fólki þá skiptir þetta engu máli en fyrir 1% paranoja fólkið/fólkið sem NSA er að fylgjast með/STASI er með á skrá þá skiptir máli að plástra strax.
Allavega þá er þetta mín skoðun.
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Sammála. Algjör stormur í vatnsglasi fyrir 98% notenda. Svosem fínt að vekja athygli á þessu en að vara við notkun þráðlauss nets ...... verum aaaaaalveg rólegir.
Það er líka talað um að það sé hægt að injecta vírusum og fleyra með þessum galla, en svo sá ég að það er ekki á færi allra að framhvæma þessar
árásir, so far...