Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af GuðjónR »

Er eðlilegt að 120 gramma borgari verði 79 grömm eftir 8-9 mínútur á kolagrilli?
Ég grillaði sex stykki og það má segja að tveir hafi alveg gufað upp. (6 x 41 gr = 246 grömm hurfu).
Vatnið sem lak úr þeim var svo mikið að það slokknaði næstum í kolunum, ég veit ekki hvað er eðlilegt en 34% rýrnun er fullbratt er það ekki?
Viðhengi
IMG_1843.JPG
IMG_1843.JPG (112.87 KiB) Skoðað 1945 sinnum
IMG_1839.JPG
IMG_1839.JPG (79.82 KiB) Skoðað 1945 sinnum
IMG_1841.JPG
IMG_1841.JPG (109.42 KiB) Skoðað 1945 sinnum

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af ColdIce »

90gr borgararnir hjá mér verða 60gr, eru þeir ekki bara sprautaðir með vatni eða eitthvað til að þyngja þá(meiri álagning möguleg)?

Geri ráð fyrir að Vökturum sé boðið í veisluna :megasmile
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af Moldvarpan »

Ég prófaði einmitt þessa nýlega, en tók 140gr.

Þetta eru alls ekkert slæmir borgarar sem slíkir... en váá hvað þeir minnka mikið... =;
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af GuðjónR »

ColdIce skrifaði:90gr borgararnir hjá mér verða 60gr, eru þeir ekki bara sprautaðir með vatni eða eitthvað til að þyngja þá(meiri álagning möguleg)?
Það er sama hlutfall rýrnunar og hjá mér. Mér finnst líklegt án þess að gera fullyrt eitthvað, að það sé búið að setja aukavatn í þessa borgara.

Hérna er listi yfir hvað telst "eðlileg" rýrnun við eldun.
Samkvæmt því þá er eðlileg rýrnun á nautahakki kringum 20% því er augljóst að 34% er í hærri kantinum.
Ég hef grillað borgara í fleiri ár en ég kæri mig um að muna og hef aldrei séð kjöt hverfa svona áður.

https://survivalsofjewels.wordpress.com ... d-weights/

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af Tbot »

Þú sérð á umbúðum að fituprósenta er allt að 20%
=> getur reiknað með að það sé 20% pottþétt,
Það er einhvað vatn í öllu kjöti.
síðan er það spurning um soja, hvernig hegðar það sér við grillun. Er farið að vera í allt of mörgum vörum til að svindla á neytendum.

Farðu í t.d. Kjöthöllina og keyptu hakk, ekki tilbúna borgara, og gerðu þína eigin hamborgara.

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af ColdIce »

GuðjónR skrifaði:
ColdIce skrifaði:90gr borgararnir hjá mér verða 60gr, eru þeir ekki bara sprautaðir með vatni eða eitthvað til að þyngja þá(meiri álagning möguleg)?
Það er sama hlutfall rýrnunar og hjá mér. Mér finnst líklegt án þess að gera fullyrt eitthvað, að það sé búið að setja aukavatn í þessa borgara.

Hérna er listi yfir hvað telst "eðlileg" rýrnun við eldun.
Samkvæmt því þá er eðlileg rýrnun á nautahakki kringum 20% því er augljóst að 34% er í hærri kantinum.
Ég hef grillað borgara í fleiri ár en ég kæri mig um að muna og hef aldrei séð kjöt hverfa svona áður.

https://survivalsofjewels.wordpress.com ... d-weights/
Ég fer reglulega til Kjöthallarinnar og kaupi borgara og þeir hreyfast varla í þyngd eftir eldun :mad1
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af GuðjónR »

Tbot skrifaði:Þú sérð á umbúðum að fituprósenta er allt að 20%
=> getur reiknað með að það sé 20% pottþétt,
Það er einhvað vatn í öllu kjöti.
síðan er það spurning um soja, hvernig hegðar það sér við grillun. Er farið að vera í allt of mörgum vörum til að svindla á neytendum.

Farðu í t.d. Kjöthöllina og keyptu hakk, ekki tilbúna borgara, og gerðu þína eigin hamborgara.
Prófa Kjöthöllina við tækifæri, en þó það sé 20% fita þá á hún ekki að hverfa 100% við eldun.
Ef ég hefði sett þá á pönnu þá hefði ég þurft að hella vatni af, eða vera með soðna borgara í matinn.
Það hefur lengi viðgengist að drýgja kjöt með Soya og vatni. Veit ekki hvort það er í þessu tilfelli að bara vatn.

p.s. tilviljun að ég fékk þessa auglýsingu á FB áðan?
Viðhengi
hamborgari.JPG
hamborgari.JPG (93.13 KiB) Skoðað 1816 sinnum
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af Pandemic »

Ekki skrítið að þeir hafi rýrnað svona mikið, með þessari ofureldamennsku ættu þeir að hafa fuðrað upp af ofeldun :lol:
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af GuðjónR »

Pandemic skrifaði:Ekki skrítið að þeir hafi rýrnað svona mikið, með þessari ofureldamennsku ættu þeir að hafa fuðrað upp af ofeldun :lol:
4 mín á hvorri hlið? finnst þér það of mikið? mér finnst það perfect.
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af Pandemic »

GuðjónR skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ekki skrítið að þeir hafi rýrnað svona mikið, með þessari ofureldamennsku ættu þeir að hafa fuðrað upp af ofeldun :lol:
4 mín á hvorri hlið? finnst þér það of mikið? mér finnst það perfect.
Myndi segja að það væri of mikið að mínu mati.. Ég hef grillið bullandi heitt og skelli þeim örstutt á hvora hlið þangað til að fyrsta vatnið byrjar að koma upp. Held að það fari varla yfir 2 mín hjá mér. En auðvitað er smekkur manna mismunandi.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af GuðjónR »

Pandemic skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ekki skrítið að þeir hafi rýrnað svona mikið, með þessari ofureldamennsku ættu þeir að hafa fuðrað upp af ofeldun :lol:
4 mín á hvorri hlið? finnst þér það of mikið? mér finnst það perfect.
Myndi segja að það væri of mikið að mínu mati.. Ég hef grillið bullandi heitt og skelli þeim örstutt á hvora hlið þangað til að fyrsta vatnið byrjar að koma upp. Held að það fari varla yfir 2 mín hjá mér. En auðvitað er smekkur manna mismunandi.
Heyrist þá "muuuuu" úr borgaranum þínum? :megasmile
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af vesley »

GuðjónR skrifaði:
Pandemic skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ekki skrítið að þeir hafi rýrnað svona mikið, með þessari ofureldamennsku ættu þeir að hafa fuðrað upp af ofeldun :lol:
4 mín á hvorri hlið? finnst þér það of mikið? mér finnst það perfect.
Myndi segja að það væri of mikið að mínu mati.. Ég hef grillið bullandi heitt og skelli þeim örstutt á hvora hlið þangað til að fyrsta vatnið byrjar að koma upp. Held að það fari varla yfir 2 mín hjá mér. En auðvitað er smekkur manna mismunandi.
Heyrist þá "muuuuu" úr borgaranum þínum? :megasmile
Langbestir ef þeir eru bleikir að innan. Grillaði þessa sömu borgara í gær og rýrnuðu þeir mjög lítið, eins og hann segir, bíða þar til þeir rétt svitna að ofan og þá snúa þeim. Ekki snúa þessu fjórtán sinnum eins og sumir eiga til að gera og vera alltaf að hræra í dótinu sem er á grillinu.
massabon.is
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af Black »

Mæli með að kaupa borgara í kjötbúðinni á grensásvegi, færð 140gr borgara fyrir 100kr meira en 90gr í bónus, og þeir eru mjög djúsí
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af kizi86 »

þessir borgarar eru gerðir til að vera eldaðir "medium Rare" alls ekki ofelda þá! mikið fituinnihald til að gera þá extra djúsí, rétt svo ógna þeim með grillinu og þeir eru tilbúnir.. allaveganna er costco að selja Smassborgara (reyndar 140 eða 150gr) svo hlýtur að vera gæðavara :D
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af worghal »

Langar að hijacka smá. Þið sem eruð að gera ykkar eigin borgara. Hvaðan takiði hakkið til að fá sem minsta rýrnun?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af dori »

GuðjónR skrifaði:
Pandemic skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Pandemic skrifaði:Ekki skrítið að þeir hafi rýrnað svona mikið, með þessari ofureldamennsku ættu þeir að hafa fuðrað upp af ofeldun :lol:
4 mín á hvorri hlið? finnst þér það of mikið? mér finnst það perfect.
Myndi segja að það væri of mikið að mínu mati.. Ég hef grillið bullandi heitt og skelli þeim örstutt á hvora hlið þangað til að fyrsta vatnið byrjar að koma upp. Held að það fari varla yfir 2 mín hjá mér. En auðvitað er smekkur manna mismunandi.
Heyrist þá "muuuuu" úr borgaranum þínum? :megasmile
Ef borgarinn kvartar ekki smá þegar þú bítur í hann ertu að gera eitthvað vitlaust :lol:
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af GuðjónR »

Það er alveg séns að þetta sé "slightly overcookedd" hjá mér ... en ég get ekki hugsað mér að borða hrátt kjöt.
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af appel »

Það á að elda hamborgara alveg í gegn, þar sem þetta er ekki hreinn vöðvi heldur hakk, sem þýðir að yfirborð hakksins er miklu meira heldur en á vöðva. Bakteríur fjölga sér allsstaðar í hakkinu en bara utan á á hreinum vöðva. Ef hamborgari er rauður að innan þá ertu hugsanlega að éta einhverjar lifandi bakteríur sem valda þér smithættu, en vöðvi rauður að innan er líklegast alveg hreinn, þ.e. nautakjöt.
*-*
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af KermitTheFrog »

Það er hægt að rífast daginn inn og út um hvernig hverjum og einum finnst best að elda hamborgara, eins asnalega og það kann að hljóma.

Það sem appel segir varðandi hakkið er rétt, en það er hægt að elda hamborgara þannig hann nái hita til að drepa allar þessar bakteríur, en samt ekki steikja hann alveg í gegn.
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af vesley »

KermitTheFrog skrifaði:Það er hægt að rífast daginn inn og út um hvernig hverjum og einum finnst best að elda hamborgara, eins asnalega og það kann að hljóma.

Það sem appel segir varðandi hakkið er rétt, en það er hægt að elda hamborgara þannig hann nái hita til að drepa allar þessar bakteríur, en samt ekki steikja hann alveg í gegn.

x2. Það er líka stór munur á hamborgara sem er rétt bleikur að innan og hrár að innan, og er munurinn mjög augljós þegar hann er borðaður þegar kemur að áferð og bragði.
massabon.is

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af ÓmarSmith »

4 mínútur pr hlið Guðjón !!!

Ertu að eltast við skósólaborgarann mikla.... Það er ekkert skrítið að hann minnki hjá þér ;)



tihihi
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af Tbot »

worghal skrifaði:Langar að hijacka smá. Þið sem eruð að gera ykkar eigin borgara. Hvaðan takiði hakkið til að fá sem minsta rýrnun?
Kjöthöllin er sá aðili sem ég hef oftast keypt hjá. Hakkið þar er með láa fituprósentu.

Siðan er oft minnst á kjötbúðina á Grensásvegi og kjötbúð í Hafnarfirði sem ég man ekki hvað heitir.
Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4270
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af KermitTheFrog »

Tbot skrifaði:
worghal skrifaði:Langar að hijacka smá. Þið sem eruð að gera ykkar eigin borgara. Hvaðan takiði hakkið til að fá sem minsta rýrnun?
Kjöthöllin er sá aðili sem ég hef oftast keypt hjá. Hakkið þar er með láa fituprósentu.

Siðan er oft minnst á kjötbúðina á Grensásvegi og kjötbúð í Hafnarfirði sem ég man ekki hvað heitir.
Svo er Costco hakkið að fá mikið lof. Prófaði að gera borgara úr þannig síðustu helgi og þeir voru mjög djúsí og góðir. Mældi ekki rýrnunina en það var allavega ekki eftirtektarvert.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af Moldvarpan »

ÓmarSmith skrifaði:4 mínútur pr hlið Guðjón !!!

Ertu að eltast við skósólaborgarann mikla.... Það er ekkert skrítið að hann minnki hjá þér ;)



tihihi
Grill er ekki bara grill. Margir eru með gasgrillinn í botni.

Eins og Guðjón skrifaði, þá er hann að nota kolagrill.

Svo 3-4 mín á hvorri hlið, á medium hita, er ekkert svakalegt.

ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2498
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hamborgarar 120 gr > 79 gr eðlileg rýrnun?

Póstur af ÓmarSmith »

Moldvarpa.... það er rétt hjá þér ;)

en ef ég þekki Guðjón rétt, þá er hann með þræl sterað kolagrill sem eflaust nær talsverðum hita .
i7 6700K - Asus Z170-K - 16Gb DDR4 - Nvidia RTX3080 - Acer X34 G-sync 100HZ - Corsair Carbite 400D - Sennheiser HD560s - Logitech Z621 THX
Svara