ég er líka með svona hátíðni hljóð í tölvunni og ég er nokkuð viss um að það sé harðidiskurinn. En aðeins spurning, stundum þegar ég keiri upp td. Sandra þá heirist svona bremsu hljóð í harðadiskunum er það normalt?
Ég hef líka stundum verið með svona hátíðnihljóð í vélinni minni sem ég hef einnig rakið til móðurborðsins. Það furðulegasta við það var að þegar ég var í Adobe Acrobat og hélt inni músarhnappnum til að scrolla upp/niður að þá hvarf hljóðið alltaf en kom svo aftur þegar ég sleppti takkanum. Verulega skrítið, finnst ykkur ekki?
Þegar ég fer að hugsa um það þá kannast ég ekki við að hafa heyrt það í tölvunni eftir að ég flutti í nýju íbúðina svo kannski var þetta eitthvað rafmagnstengt? (Þetta var ekki aflgjafinn, tékkaði á því.)
Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.
já þú ættir heldur betur að taka öryggisafrit sem fyrst. Ég hef átt þá nokkra sem enda svona eins og reka bíl í gír án þess að kúpla, þeir gáfust upp mjög stuttu síðar ...
Uss.. ættuð að heyra í gamla 15gb disknum okkar..! það heyrist sko tikk í honum, gíringarhljóð þegar hann hægir á sér og bara almenn læti þetta er IBM Deskstar(Deathstar:)) reyndar alveg hætt ða nota hann.. planið er að setja glugga á hann
Ef þú heyrir breytingu á hljóðinu eftir því hvort örrinn sé idle eða að vinna, þá er það sama í gangi hjá mér, og búið að vera í meira en ár eða frá því ég uppfærði örgjörvann. Ég hafði alla vega ekki tekið eftir því áður.
Það hefur alla vega ekkert issjú verið yfir þessu.