Nú er ég að díla við mjög undarlegt mál tengt hörðum diskum. En ég keypti 3tb harðan disk núna í janúar og setti í eina tölvu. Þetta er hefðbundinn 3.5" sata diskur. Þetta er bara aukadiskur í tölvunni til þess að geyma gögn. Ekki stýriskerfisdiskur.
Svo var það að gerast núna þegar ég var að nota gögn inná honum að allt í einu varð allt not responding og ég gat ekki klikkað á þau gögn sem ég vildi og diskurinn bara hvarf útúr Disk management og hvarf alveg. Ég hélt að ég hafi bara lent á slæmu eintaki af diski og ætlaði að fara með hann á morgun og fá nýjan enda nýr diskur.
Ákvað samt að prufa að tengja hann við tölvuna aftur með svona sata-usb dóti sem ég á þannig ég tengi mig beint við diskinn með snúru og usb tengi hinumegin. Þá poppar diskurinn strax inn og ég kemst í öll gögn og allt í gúddí.
Prófaði þá að setja hann aftur inní tölvuna og tengja hann þar en þá bara sér tölvan hann hvergi í Disk managment eða neitt. Þá hugsaði ég að tengið í tölvunni væri örugglega bara bilað. Í tölvunni er líka annar auka SSD diskur, ég tók þann SSD disk úr sambandi þaðan sem hann var tengdur, tengdi þennan "bilaða" þar í staðinn og tengdi SSD diskinn þar sem þessi "bilaði" virkaði ekki.
En SSD diskurinn poppar samt upp strax í hinu plögginu sem hinn virkaði ekki í og þessi diskur poppar ekki upp þar sem SSD diskurinn var að virka rétt áður.
Þannig það virðist sem að tölvan sjái diskinn alls ekki nema ef ég tengi hann við tölvuna með usb plöggi. Til þess að taka af allan vara náði ég í annan svona 3.5" sata disk og prufaði að tengja við en tölvan sér hann ekki heldur.
Þannig í stuttu máli, allt í einu virka bara SSD diskar í tölvunni en ef ég tengi 3.5" diska við þá poppa þeir ekki inn (ekki einusinni í Disk managment) nema með usb plöggi.
Ég myndi skrifa svona vesen á power supplyið en það meikar samt ekki sens því þetta er búið að vera að virka fínt síðan í janúar. Allt í einu hættir þetta svo að virka. Gerði engar aðrar breytingar á tölvunni.
3.5" diskar sjást ekki í tölvunni
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 43
- Skráði sig: Fim 25. Feb 2010 02:56
- Staða: Ótengdur
Re: 3.5" diskar sjást ekki í tölvunni
Hvernig móðurborð ? Ef þetta er eldri tölva þá getur verið cap á því hve stór diskurinn getur verið gegnum sata.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 43
- Skráði sig: Fim 25. Feb 2010 02:56
- Staða: Ótengdur
Re: 3.5" diskar sjást ekki í tölvunni
Þetta er reyndar um 5 ára gamalt móðurborð en ég veit samt alveg að þetta supportar þetta þar sem þetta var í lagi og hætti svo allt í einu að virka.
Re: 3.5" diskar sjást ekki í tölvunni
Prufaðu HD Tune og Crystal Disk og sjáðu heilsuna á disknum.
Re: 3.5" diskar sjást ekki í tölvunni
Prufaðu þetta,
1: Hafa slökkt á tölvu og taka rafmagnskapal úr sambandi,
2: bíða andartak,
3: ýta á power takkann á tölvunni, helst tvisvar mað smá millibili,
4: bíða andartak,
5 tengja rafmagnskapalinn ´
6: starta tölvunni
1: Hafa slökkt á tölvu og taka rafmagnskapal úr sambandi,
2: bíða andartak,
3: ýta á power takkann á tölvunni, helst tvisvar mað smá millibili,
4: bíða andartak,
5 tengja rafmagnskapalinn ´
6: starta tölvunni
Kannski var þetta rétt hjá þér allan tímann. !