Hljóðkort í tölvum og HDMI

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af GuðjónR »

Ég er að spá, flest móðurborð eru með innbyggðu HDMI porti. Ef maður tengir tölvuna við TV með því porti þá notar maður inbbyggða skjáhraðalinn sem á örgjörvanum, (að því gefnu að maður sé ekki með nýja AMD Ryzen). En hvaðan kemur hljóðið? Er sound encoder líka á örgjörvanum? Eða kemur hljóðið frá innbyggðu hljóðkorti móðurborðsins? Og þá, ef maður kaupir auka hljóðkort, virkar það þá ekki í gegnum HDMI? Og að lokum ef maður kaupir skjákort, t.d. GTX 1050 - 1080 og notar HDMI tengið á því en ekki móðurborði, eru þau kort þá með hljóðstýringu?
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af Klemmi »

Veit ekki betur en að það sé innbyggður codec/hljóðkort í þessar græjur. Ef móðurborðið þitt er t.d. með H81 kubbasett, sem er almennt með HDMI porti, þá er innbyggður Intel HD codec í kubbasettinu, sbr.
Mynd

Sama gildir með skjákortin, "nýlegri" nVidia kortin hafa innbyggðan codec sem sér um hljóðið sem fer í gegnum HDMI portið:
nVidia skrifaði:Finally, newer NVIDIA GPUs such as the GeForce G210, GeForce GT220 or GeForce GTX 480 have added an internal HD audio codec. This is like having an internal sound controller built right into the graphics card.
Þau hljóðkort hafa svo orðið betri með tímanum, sbr.
nvidia.png
nvidia.png (31.99 KiB) Skoðað 1951 sinnum
***Bætt við***
Gleymdi að taka fram að t.d. með GTX260 kortin, þá tengdirðu passthrough kapal frá SPDIF haus á móðurborðinu yfir í skjákortið, þau s.s. nýttu hljóðkortið á móðurborðinu.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af GuðjónR »

Fínt info klemmi, með öðrum orðum ef maður er að setja saman mini-ITX TV tölvu þá er málið að kaupa stutta útgáfu af gtx-1050 til að fá öflugra hljóð?
Var að skoða lista yfir bestu mini-ITX móðurborðin:
https://forums.anandtech.com/threads/mi ... s.2496285/

Og ef við horfum á þetta til dæmis:
http://asrock.com/mb/Intel/Fatal1ty%20Z ... /index.asp

Þá er þetta innbyggt:
7.1 CH HD Audio (Realtek ALC1220 Audio Codec), Supports Creative SoundBlaster Cinema3
En væntanlega myndi þá ekki virka með HDMI porti á móðurborðinu? Ef það port tekur hljóðið frá örgjörvanum.

Þannig að onboard audio codec hefur ekkert að segja, það er a) HDMI á móðurborði = sound chip á örgjörva eða b) HDMI á skjákorti og þá er það skjákortið sem sér um hljóðið.

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af rbe »

innleggi breytt.
Hef aldrei "fattað" þá stefnu hjá intel að vera setja skjáhraðall í örgjörvann ?
Hef ekki kíkt á hvenær þeir byrjuðu á þessu dæmi.
að mínu viti á örgjörvinn ekkert að vera í því að sjá um grafík vinnslu (skjákjarna þ.e) ? hann kemur að vísu við sögu þótt sér grafíkkort sé notað ?
enda eru þeir sem eru í leikjum t.d með sér grafíkkort fyrir þá vinnslu.
ég er með þennan cpu http://ark.intel.com/products/94189/Int ... o-3_60-GHz
þessi cpu er ekki með neinn innbyggðan skjáhraðal.

en varðandi spurningu þína um þetta hdmi dæmi þá er pottþétt grafíkvinnslan á cpu og hljóðið kemur úr honum líka hann vinnur hljóðið.
fletti upp 7700k t.d þar er talað um Intel® HD Graphics 630 og farið ítarlega út í hardware decoding á video það virðist bara supporta directx 11 ?
þarna er líka farið í hljóðvinnsluna. var aðeins of fljótur að svara áðan. fletti ekki nógu langt niður.
http://www.intel.com/content/www/us/en/ ... vol-1.html

veit ekki með hdmi í grafíkkortum , sennilega er það svipað ?
Last edited by rbe on Sun 05. Mar 2017 13:36, edited 1 time in total.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af Klemmi »

Veit ekki hvort að það borgi sig að kaupa nVidia kort, hvort að það sé betra heldur en hljóðið frá kubbasettinu.

Varðandi það að fá hljóðið frá Realtek kortinu yfir í HDMI tengið, þá held ég að það sé einmitt ekki hægt.

Ef þú vilt nýta hljóðið frá Realtek kortinu, þá þarftu líklega að tengja það beint við sjónvarpið í gegnum SPDIF (optical tengið), getur ekki fengið það hljóð frá HDMI tenginu.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af GuðjónR »

Klemmi skrifaði:Veit ekki hvort að það borgi sig að kaupa nVidia kort, hvort að það sé betra heldur en hljóðið frá kubbasettinu.

Varðandi það að fá hljóðið frá Realtek kortinu yfir í HDMI tengið, þá held ég að það sé einmitt ekki hægt.

Ef þú vilt nýta hljóðið frá Realtek kortinu, þá þarftu líklega að tengja það beint við sjónvarpið í gegnum SPDIF (optical tengið), getur ekki fengið það hljóð frá HDMI tenginu.
Einmitt, en málið er að ég tengi tölvu við soundbar með hdmi og þaðan í sjónvarp.
Það er bara eitt optical port á sjónvarpi og eitt optical tengi á soundbar og soundbar og sjónvarp þarf að tengjast með saman með þeim.

Ef ég hef skilið myndina frá þér rétt þá er það chippsettið, í þessu tilfelli Z270 sem sér um audio?
En hvernig veit maður þá hversu gott það audio er?

Er með þennan soundbar og vil fá allra besta soundið:
http://www.trustedreviews.com/yamaha-ysp-2700-review

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af rbe »

ef þú kíkir á html linkinn sem ég setti inn sem er fyrir 7th Gen Intel® Processor Family for S Platforms 7700k m.a
þá er farið í hljóðið. í 2.5.5 Integraded audio.
ekki löng klausa ? virðist supporta allt það helsta.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af GuðjónR »

rbe skrifaði:ef þú kíkir á html linkinn sem ég setti inn sem er fyrir 7th Gen Intel® Processor Family for S Platforms 7700k m.a
þá er farið í hljóðið. í 2.5.5 Integraded audio.
ekki löng klausa ? virðist supporta allt það helsta.
Ég er eiginlega engu nær.
Viðhengi
255.PNG
255.PNG (113.05 KiB) Skoðað 1882 sinnum
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af SolidFeather »

Þegar ég var að fikta í þessu með lappann, sem er með innbyggðu nvidia skjákorti, þá tengdi ég tölvuna við magnara með HDMI og stillti svo plex á WASAPI passthrough.

Ég gerði ekki miklar tilraunir, en ég held að það hafi ekki verið neinn munur á því hvort ég léti skjákortið decode-a hljóðið eða magnarann, nema bara ef ég lét magnarann gera það þá kom þetta fallega Dolby TrueHD logo í staðinn fyrir PCM 5.1


Þetta fer nottla eftir því hvaða efni þú ert að horfa á, en ég myndi tengja tölvuna við soundbarið með hdmi úr móðurborðinu og reyna svo að stilla hugbúnaðinn á passthrough þannig að soundbarinn sjái um að decode-a hljóðið.

rbe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 347
Skráði sig: Fös 06. Des 2013 00:11
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af rbe »

GuðjónR
aðeins neðar á næstu síðu table 2.21 . Processor supported audio formats over hdmi and display port.
þar er tafla.
þar fyrir neðan eru sampling rates.

ekki er nú mikið um audio í þessu pdf frá intel annars.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af GuðjónR »

rbe skrifaði:GuðjónR
aðeins neðar á næstu síðu table 2.21 . Processor supported audio formats over hdmi and display port.
þar er tafla.
þar fyrir neðan eru sampling rates.

ekki er nú mikið um audio í þessu pdf frá intel annars.
En þetta svara ekki spurningunni hvernig þetta virkar.
Ef þú kaupir móðurborð með þessum spekkum:
7.1 CH HD Audio (Realtek ALC1220 Audio Codec), Supports Creative SoundBlaster Cinema3
Skellir svo GTX 1080 korti í tölvuna, pluggar svo HDMI kaplinum í skjákortið og hinum endanum í soundbarinn, hvaða soundriver er þá að keyra í gegnum soundbarinn hjá þér? Þessi em ég nefndi hér að ofan, einhver Intel chipsett driver? Eða sounddriver á skjákortinu?
Skjámynd

Revenant
vélbúnaðarpervert
Póstar: 992
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af Revenant »

Merkið er sent yfir HDMI kapal-inn á stafrænu PCM (Pulse-code modulation) sniði. Hljóðkort-ið tekur ekkert þátt í því ferli.
Tækið sem tekur við merkinu verður að breyta PCM merkinu yfir í "hljóð" með sínum eigin Digital-to-Analog (DAC) converter (sem gæti verið betri/verri en hljóðkortið)
i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af SolidFeather »

GuðjónR skrifaði:
rbe skrifaði:GuðjónR
aðeins neðar á næstu síðu table 2.21 . Processor supported audio formats over hdmi and display port.
þar er tafla.
þar fyrir neðan eru sampling rates.

ekki er nú mikið um audio í þessu pdf frá intel annars.
En þetta svara ekki spurningunni hvernig þetta virkar.
Ef þú kaupir móðurborð með þessum spekkum:
7.1 CH HD Audio (Realtek ALC1220 Audio Codec), Supports Creative SoundBlaster Cinema3
Skellir svo GTX 1080 korti í tölvuna, pluggar svo HDMI kaplinum í skjákortið og hinum endanum í soundbarinn, hvaða soundriver er þá að keyra í gegnum soundbarinn hjá þér? Þessi em ég nefndi hér að ofan, einhver Intel chipsett driver? Eða sounddriver á skjákortinu?
Hljóðið kemur þá úr skjákortinu.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af GuðjónR »

Okay, þá þarf maður sem sagt ekkert að spá í hverskonar onboard hljóðkort er á móðurborðinu. Veit ekki hvernig það verður með Kaby Lake en Intel Skull tölvan sem ég keypti hafði Skylake örgjörva og það var alltaf með eitthvað lip sync vesen, kannski er bara öruggast að hafa minni gerðina af 1050 korti.

machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af machinefart »

hljóðkort breyta stafrænu merki í hliðrænt merki og magna það upp. HDMI sendir stafrænt hljóðmerki. Þess vegna kemur hljóðkort tölvunnar þínar málinu í raun ekkert við ef þú tekur hljóð í gegnum HDMI (nema í mesta lagi ef það er eitthvað software að möndla við merkið áður en það er sent áfram). Ef þú vilt nýta hljóðkort tölvunnar, þá verðurðu að tengja í hljóðkortið - þar ertu með hliðrænt merki sem þú getur svo feedað í hátalara etc. Sömuleiðis ertu ekki að nota hljóðkortið þitt ef þú ert með usb heyrnartól eða aktífa hátalara með optical tengi.

Venjulega ef þú ert að tengja í sjónvarp etc þá myndi "hljóðkortið" í þessu tilfelli vera annaðhvort í sjónvarpinu eða ef þú tengir t.d. heimabíó með hdmi passthrough á milli þá væri það heimabíóið. Sömuleiðis reyndar ef þú myndir tengja optical úr sjónvarpi í heimabíó þá væri heimabíóið hljóðkort.

Ef þú ert með surround heimabíó er mikilvægt að tryggja að surround digital merki sé að berast þangað í gegnum keðjuna (t.d. eru sum optical port á sjónvörpum sem passa ekki surround í gegn).

Klassískt dæmi um það að nýta tækin sín illa er t.d. að tengja hdmi í sjónvarp og taka svo hljóð með analog audio out (t.d. jack tengi) yfir í eitthvað fancy heimabíó sem virkar þá einungis sem magnari (en ekki DAC). Þá hendir maður surroundinu þarna á leiðinni og nýtir mjög sennilega lakari DACinn í keðjunni.

edit:

til að svara kannski pælingunni, þá held ég þú getir fengið nákvæmlega jafn mikið surround sound algjörlega óháð því hvernig hljóðkort þú ert með svo lengi sem þú tengir hdmi í soundbarinn þinn. optical vs hdmi á ekki að skipta neinu máli. Hvort hljóðkort sé 7.1 eða ekki tengist því ekki hvort kortið getið passað í gegn 7.1 heldur hvort það geti convertað 7.1 digital merki á analog og magnað það upp (enda er það eini parturinn af þessu verkefni sem myndi krefjast specific hardware)

double edit:

ég legg til að þú prufir þetta bara með einhverri tölvu sem þú átt.
Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2082
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af DJOli »

Ég er með sjónvarp tengt í hdmi á skjákortinu mínu. Nvidia gtx 650.
Ég fæ upp að sjónvarpið sé að taka hljóð úr Realtek HD sem ég *held* að sé hljóðkortið sem er innbyggt á móðurborðið.

Ef mér er ekki að skjátlast, þá nýtir hdmi tengið á skjákortinu hjá þér, það hljóðkort sem er til staðar til að flytja hljóð yfir hdmi tengi skjákortsins, sama hvort þú sért að nota onboard eða viðbætt skjákort.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af Moldvarpan »

Mynd

Hugsa að það sé rétt hjá ykkur.

HDMI hljóðið er High Definition Audio Device í Device manager.

Og þegar maður opnar það, þá sér maður Internal High Definition Audio Bus.


Sumsé, allt hljóð í gegnum HDMI staðalinn kemur frá onboard hljóðkortinu.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af worghal »

GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði:Veit ekki hvort að það borgi sig að kaupa nVidia kort, hvort að það sé betra heldur en hljóðið frá kubbasettinu.

Varðandi það að fá hljóðið frá Realtek kortinu yfir í HDMI tengið, þá held ég að það sé einmitt ekki hægt.

Ef þú vilt nýta hljóðið frá Realtek kortinu, þá þarftu líklega að tengja það beint við sjónvarpið í gegnum SPDIF (optical tengið), getur ekki fengið það hljóð frá HDMI tenginu.
Einmitt, en málið er að ég tengi tölvu við soundbar með hdmi og þaðan í sjónvarp.
Það er bara eitt optical port á sjónvarpi og eitt optical tengi á soundbar og soundbar og sjónvarp þarf að tengjast með saman með þeim.

Ef ég hef skilið myndina frá þér rétt þá er það chippsettið, í þessu tilfelli Z270 sem sér um audio?
En hvernig veit maður þá hversu gott það audio er?

Er með þennan soundbar og vil fá allra besta soundið:
http://www.trustedreviews.com/yamaha-ysp-2700-review
Bíddu. Tengiru tölvuna í soundbarið sem tengir svo áfram í sjónvarpið en er með optical tengi líka í sjónvarpið frá soundbar?
Af hverju ekki bara tengja hdmi beint í sjónvarpið og senda svo hljóðið áfram í soundbarið?
Þarf soundbarið að vera milliliður?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af GuðjónR »

worghal skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði:Veit ekki hvort að það borgi sig að kaupa nVidia kort, hvort að það sé betra heldur en hljóðið frá kubbasettinu.

Varðandi það að fá hljóðið frá Realtek kortinu yfir í HDMI tengið, þá held ég að það sé einmitt ekki hægt.

Ef þú vilt nýta hljóðið frá Realtek kortinu, þá þarftu líklega að tengja það beint við sjónvarpið í gegnum SPDIF (optical tengið), getur ekki fengið það hljóð frá HDMI tenginu.
Einmitt, en málið er að ég tengi tölvu við soundbar með hdmi og þaðan í sjónvarp.
Það er bara eitt optical port á sjónvarpi og eitt optical tengi á soundbar og soundbar og sjónvarp þarf að tengjast með saman með þeim.

Ef ég hef skilið myndina frá þér rétt þá er það chippsettið, í þessu tilfelli Z270 sem sér um audio?
En hvernig veit maður þá hversu gott það audio er?

Er með þennan soundbar og vil fá allra besta soundið:
http://www.trustedreviews.com/yamaha-ysp-2700-review
Bíddu. Tengiru tölvuna í soundbarið sem tengir svo áfram í sjónvarpið en er með optical tengi líka í sjónvarpið frá soundbar?
Af hverju ekki bara tengja hdmi beint í sjónvarpið og senda svo hljóðið áfram í soundbarið?
Þarf soundbarið að vera milliliður?
Af því að framleiðandinn segir það. :)
Það eru þrjú HDMI inn port á soundbar og eitt HDMI út. Tölvan, IPTV og Apple TV fara í HDMI inn í soundbar og svo einn kapall í TV.
Það fylgdi líka optical þráður og í leiðbeiningunum var sagt að hann ætti að vera á milli soundbars og sjónvarps.
http://download.yamaha.com/search/produ ... id=2235029
Viðhengi
hdmi.PNG
hdmi.PNG (394.67 KiB) Skoðað 1593 sinnum
Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2599
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af SolidFeather »

Soundbarið virkar bara eins og A/V reciever þannig að það er best að tengja allt í það. T.d. er ekki víst að sjónvarpið sendi Dolby/DTS yfir í soundbarinn ef tölvan er tengd beint í sjónvarpið.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af hagur »

GuðjónR skrifaði:
worghal skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði:Veit ekki hvort að það borgi sig að kaupa nVidia kort, hvort að það sé betra heldur en hljóðið frá kubbasettinu.

Varðandi það að fá hljóðið frá Realtek kortinu yfir í HDMI tengið, þá held ég að það sé einmitt ekki hægt.

Ef þú vilt nýta hljóðið frá Realtek kortinu, þá þarftu líklega að tengja það beint við sjónvarpið í gegnum SPDIF (optical tengið), getur ekki fengið það hljóð frá HDMI tenginu.
Einmitt, en málið er að ég tengi tölvu við soundbar með hdmi og þaðan í sjónvarp.
Það er bara eitt optical port á sjónvarpi og eitt optical tengi á soundbar og soundbar og sjónvarp þarf að tengjast með saman með þeim.

Ef ég hef skilið myndina frá þér rétt þá er það chippsettið, í þessu tilfelli Z270 sem sér um audio?
En hvernig veit maður þá hversu gott það audio er?

Er með þennan soundbar og vil fá allra besta soundið:
http://www.trustedreviews.com/yamaha-ysp-2700-review
Bíddu. Tengiru tölvuna í soundbarið sem tengir svo áfram í sjónvarpið en er með optical tengi líka í sjónvarpið frá soundbar?
Af hverju ekki bara tengja hdmi beint í sjónvarpið og senda svo hljóðið áfram í soundbarið?
Þarf soundbarið að vera milliliður?
Af því að framleiðandinn segir það. :)
Það eru þrjú HDMI inn port á soundbar og eitt HDMI út. Tölvan, IPTV og Apple TV fara í HDMI inn í soundbar og svo einn kapall í TV.
Það fylgdi líka optical þráður og í leiðbeiningunum var sagt að hann ætti að vera á milli soundbars og sjónvarps.
http://download.yamaha.com/search/produ ... id=2235029
Er ekki ARC á HDMI out portinu á soundbarnum? Ef svo er þá er þessi optical sound kapall "til baka" úr sjónvarpinu yfir í soundbarinn alveg óþarfi. Ef þú ert að horfa á eitthvað sem TV-ið sjálft er source fyrir, t.d Netflix í appi í sjónvarpinu, þá á hljóðið að flæða til baka úr sjónvarpinu í gegnum HDMI kapalinn með ARC.

EDIT: Það stendur einmitt þarna á myndinni að optical kapalinn þarf bara að nota ef sjónvarpið styður ekki ARC. Ertu ekki með eitthvað nýlegt fancy TV? :-) Ætti að styðja ARC ef það er ekki meira en 5 ára gamalt eða svo.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af GuðjónR »

hagur skrifaði: Er ekki ARC á HDMI out portinu á soundbarnum? Ef svo er þá er þessi optical sound kapall "til baka" úr sjónvarpinu yfir í soundbarinn alveg óþarfi. Ef þú ert að horfa á eitthvað sem TV-ið sjálft er source fyrir, t.d Netflix í appi í sjónvarpinu, þá á hljóðið að flæða til baka úr sjónvarpinu í gegnum HDMI kapalinn með ARC.

EDIT: Það stendur einmitt þarna á myndinni að optical kapalinn þarf bara að nota ef sjónvarpið styður ekki ARC. Ertu ekki með eitthvað nýlegt fancy TV? :-) Ætti að styðja ARC ef það er ekki meira en 5 ára gamalt eða svo.
Okay þá get ég tekið þennan optical kapal úr sambandi.
Það er samt tvennt við þetta setup sem er ekki 100%, annað er það að þegar ég kveiki á TV og soundbar og IPTV er stillt, þá kemur soundið inn í svona 10-30 sec og dettur svo út, sem sagt bara mynd. Trikkið er þá að ýta "aftur" á HDMI1 á soundbar fjarstýringunni og þá poppar hljóðið upp.

Annað sem er doldið böggandi, sjónvarpið kveikir á sér í tíma og ótíma, þ.e. svona "hálfa leið". Þ.e. heyri "click" hljóð og standby ljósið slokknar, svona er TV í um mínútu en svo slekkur sjónvarpið á sér aftur, í þessu ferli þá er skjárinn samt svartur. Þetta skipti litlu máli áður en ég fékk soundbarinn en núna þegar þetta gerist þá kveikir TV alltaf á soundbar í leiðinni. Yfirleitt þegar ég fer á fætur á morgnanna þá er kveikt á soundbar þó ég hafi slökkt á honum áður en ég fór að sofa.
Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3697
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af Daz »

Hvernig sjónvarp ertu með GuðjónR?
https://www.theguardian.com/media/2017/ ... rveillance
"Fake off mode"...
Ertu rússneskur njósnari? :crazy :-$

:fly
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af GuðjónR »

Daz skrifaði:Hvernig sjónvarp ertu með GuðjónR?
https://www.theguardian.com/media/2017/ ... rveillance
"Fake off mode"...
Ertu rússneskur njósnari? :crazy :-$

:fly
hehehehe....ég setti sjónvarpið á auto update= off ... og slökkti á netinu í því, þannig að ....
Og nei ... er ekki með Samsung F8000 TV :face
Skjámynd

loner
Nörd
Póstar: 144
Skráði sig: Sun 25. Jan 2009 12:50
Staða: Ótengdur

Re: Hljóðkort í tölvum og HDMI

Póstur af loner »

Fyrsta sem mér dettur í hug er að taka sjónvarpið úr sambandi og öðru hvoru ýta á power takkann, inn út,
til að tæma þétta og resetta borðið í sjónvarpinu, þetta galdratrikk virkar oft á rafeindahluti.

Annað er hvort þú þurfir nauðsynlega að þennan eiginleika á HDMI sem sum sjóvörp bjóða uppá,
að kveikja á sér gegn skipun frá HDMI,

annars þarftu að ath. hvaða HDMI skipun er að trufla þetta hjá þér.
T.d. er HDMI 2 að kalla eftir HDMI 1.
Kannski var þetta rétt hjá þér allan tímann. !
Svara