Varðandi routera hjá Hringdu

Svara
Skjámynd

Höfundur
RassiPrump
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Staða: Ótengdur

Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af RassiPrump »

Ég ákvað loksins að sjá ljósið og er að vinna í að færa mig frá Símanum til Hringdu og þannig að spara mér 4 til 6 þúsund á mánuði í net og síma. En það sem ég var að velta fyrir mér er það hvort einhver hefur reynslu af þessum Kasda router sem þeir bjóða uppá (er ekki á ljósleiðarasvæði því miður) og hvort það sé eitthvad vit í þeim. Eða hvort eru einhverjir betri valkostir á ljósnetsrouterum, sem hægt er að nota Sjónvarp Símans við?
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af GuðjónR »

Ég fékk svona router hjá þeim á sínum tíma þegar ég var með ljósnetið, hann virkaði mjög vel.
Skjámynd

Höfundur
RassiPrump
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af RassiPrump »

Ok flott. Takk! :)
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af russi »

Systir mín fékk einn, WiFi á honum var hálfgert drasl, ég loggaði mig inná hann og skoðaði og þar var semsagt allt rétt stillt og ýmsir ágæit möguleikar í honum.
Hún fékk svo annan Kasda frá þeim og hann er bara mjög fín. Hefur bara verið bilað WiFi á þeim sem hún fékk fyrst,
Held að þetta sé ágæt grey, en þeir looka sem algert dót
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af GuðjónR »

russi skrifaði:Systir mín fékk einn, WiFi á honum var hálfgert drasl, ég loggaði mig inná hann og skoðaði og þar var semsagt allt rétt stillt og ýmsir ágæit möguleikar í honum.
Hún fékk svo annan Kasda frá þeim og hann er bara mjög fín. Hefur bara verið bilað WiFi á þeim sem hún fékk fyrst,
Held að þetta sé ágæt grey, en þeir looka sem algert dót
Já þeir looka mjög "cheap" ... eiginlega ljótasti router sem ég hef haft til afnota, en virkaði ágætlega samt.
Skjámynd

Höfundur
RassiPrump
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af RassiPrump »

Það var einmity ástæðan fyrir þessu innleggi hjá mér, finnst þeir looka svo ódýrt drasl eitthvað. En þar sem maður er ekki á ljósleiðarasvæði þá prófar maður þetta bara. En er vit í að kaupa routerinn eða leigja bara?
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af Minuz1 »

RassiPrump skrifaði:Það var einmity ástæðan fyrir þessu innleggi hjá mér, finnst þeir looka svo ódýrt drasl eitthvað. En þar sem maður er ekki á ljósleiðarasvæði þá prófar maður þetta bara. En er vit í að kaupa routerinn eða leigja bara?
Kaupa, borgar sig upp mjög fljótlega (á meðan hann er ennþá í ábyrgð)
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Geronto
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Mið 15. Júl 2015 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af Geronto »

Minuz1 skrifaði:
RassiPrump skrifaði:Það var einmity ástæðan fyrir þessu innleggi hjá mér, finnst þeir looka svo ódýrt drasl eitthvað. En þar sem maður er ekki á ljósleiðarasvæði þá prófar maður þetta bara. En er vit í að kaupa routerinn eða leigja bara?
Kaupa, borgar sig upp mjög fljótlega (á meðan hann er ennþá í ábyrgð)
Ég get ekki verið sammála þessu, tökum sem dæmi að þú kaupir Kasda KW5212 sem er hringdu eru með til sölu á 11.990kr, router leiga hjá þeim er 790kr á mánuði, þessi router er 15 mánuði að borga sig upp og það er ef þú kaupir þennan mjög ódýra router hjá Hringdu, mjög líklegt að innan þessa 15 mánaða verði RassiPrump kominn inn á ljósleiðara svæði og þá nýtist Kasda ekki neitt afþví að hann er xDSL router, ég myndi allavega persónulega ekki kaupa mér router fyrir xDSL núna. það er ólíklegt að hann nái að borga sig upp áður en að ljósleiðarinn komi til þín hvar sem þú ert á landinu.

Að mínu mati er best að leigja routerinn hjá isp-anum þínum vegna þess að ef hann bilar eða eitthvað kemur upp á, þá þarft þú ekki að standa í því heldur ferðu bara með hann og færð nýjan.
Skjámynd

Höfundur
RassiPrump
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af RassiPrump »

Já ég held ég leigji hann, veit reyndar ekki hvort verði kominn ljósleiðari hérna á næstu árum, en sé ekki fyrir mér að búa það lengi hérna að væri kannski rétt svo búinn að borga sig upp haha. Takk fyrir öll svörin! :)
CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent
Skjámynd

Climbatiz
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af Climbatiz »

Kasda? eru Hringdu ekki með einhvern Netgear router á leigu?
ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!

Geronto
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Mið 15. Júl 2015 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi routera hjá Hringdu

Póstur af Geronto »

Climbatiz skrifaði:Kasda? eru Hringdu ekki með einhvern Netgear router á leigu?
Samkvæmt verðskránni hjá þeim þá eru þeir bæði með netgear og kasda og virðast nota netgear á ljósleiðaratengingar :)

edit: og kasda á ljósneti sem að rassiprump er að spurja útí :)
215240e7c538991be9bb704adb25fd1a.png
215240e7c538991be9bb704adb25fd1a.png (43.48 KiB) Skoðað 1237 sinnum
Svara