Að hita upp bílinn í köldu veðri
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Að hita upp bílinn í köldu veðri
Ég gerði tilraun í dag, var búinn að keyra í klukkutíma og hitinn á vatnskassa var 90 gráður og olíuhitinn var 92 gráður. Hitinn úti var um 0 gráður og mikill vindur. Ég stoppaði bílinn og setti miðstöðina á heitt og í botn. Ég horfði á hitatölurnar lækka hratt, 20 mín síðar var olíuhitinn kominn niður í 56c og vatnshitinn í eitthvað svipað. Smá stund síðar var olíuhitinn --- eða líklega minni en 50c.
Þá prófaði ég að ýta á innihitann, þ.e. miðstöðin á fullu blasti á heitu en notar loftið í bílnum í stað þess að taka ferkst loft, þá fór hitinn upp, 10 mín siðar voru hitatölurnar komnar yfir 70c. Slökkti þá á miðstöðinni og þá tóku tölurnar aftur kipp ... 5 mín síðar 77c en þá nennti ég ekki lengur.
Nú er ég farinn að skilja af hverju það virkar ílla að kveikja á bílnum í frosti og setja hitablásturinn í botn, þá einfaldlega hitnar bíllinn seint og ílla, en þetta á bara við um þegar vélin er í hægagangi ~1000 rpm ... um leið og ég fer að keyra þá rýkur hitinn upp.
Er þetta eðlilegt?
Þá prófaði ég að ýta á innihitann, þ.e. miðstöðin á fullu blasti á heitu en notar loftið í bílnum í stað þess að taka ferkst loft, þá fór hitinn upp, 10 mín siðar voru hitatölurnar komnar yfir 70c. Slökkti þá á miðstöðinni og þá tóku tölurnar aftur kipp ... 5 mín síðar 77c en þá nennti ég ekki lengur.
Nú er ég farinn að skilja af hverju það virkar ílla að kveikja á bílnum í frosti og setja hitablásturinn í botn, þá einfaldlega hitnar bíllinn seint og ílla, en þetta á bara við um þegar vélin er í hægagangi ~1000 rpm ... um leið og ég fer að keyra þá rýkur hitinn upp.
Er þetta eðlilegt?
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Er hann oft svoldið kaldur þegar verið er að keyra hann ?
Ef vatnslás er orðinn lélegur í bílnum er hann oft lengi að hita sig ef miðstöðin er á fullu, lenti í því sama með bíl hjá mér og þá var vatnslásinn slappur og var oft fastur opinn.
Ef vatnslás er orðinn lélegur í bílnum er hann oft lengi að hita sig ef miðstöðin er á fullu, lenti í því sama með bíl hjá mér og þá var vatnslásinn slappur og var oft fastur opinn.
massabon.is
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1306
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 12:50
- Staðsetning: <?php
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Alveg eðlilegt kælivatnið á vélinni hitar miðstöðina og hún virkar sem kæling á vatnið ef þú botnar hana í hita.
A Magnificent Beast of PC Master Race
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Vinnubíllinn minn er með olíufír með klukku, bara hægt að stilla það hálftíma áður en maður fer af stað og bílinn er heitur og fínn.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Nahh...bíllinn er þriggja ára. Hann var svona í fyrravetur líka og hann verður mjög heitur, tekur bara langan tíma.vesley skrifaði:Er hann oft svoldið kaldur þegar verið er að keyra hann ?
Ef vatnslás er orðinn lélegur í bílnum er hann oft lengi að hita sig ef miðstöðin er á fullu, lenti í því sama með bíl hjá mér og þá var vatnslásinn slappur og var oft fastur opinn.
Já hugsanlega, hef reyndar ekki tekið eftir svona stóru droppi áður en þetta er reyndar fyrsti dísel bíllinn minn. Kannski eru þeir eitthvað öðruvísi. Verð bara að nota innihitann þegar ég hita hann á morgnanna, eini gallinn er móðan sem kemur innan á gluggana.viddi skrifaði:Alveg eðlilegt kælivatnið á vélinni hitar miðstöðina og hún virkar sem kæling á vatnið ef þú botnar hana í hita.
Það er lúxus, væri til í svoleiðis en það kostar handlegg...og fót.arons4 skrifaði:Vinnubíllinn minn er með olíufír með klukku, bara hægt að stilla það hálftíma áður en maður fer af stað og bílinn er heitur og fínn.
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Miðstöðin tekur hita frá vélinni, þannig að það er eðlilegt að miðstöðin blási köldu á meðan vélin er köld og það er eðlilegt að vélin sé lengur að hitna þegar miðstöðin er í botni á heitu.
Þegar þú ferð að keyra eykst snúningurinn á vélinni og þar með hitamyndunin þannig að vélin hitnar hraðar, þetta eru engin geimvísindi, bara smá eðlisfræði
Þegar þú ferð að keyra eykst snúningurinn á vélinni og þar með hitamyndunin þannig að vélin hitnar hraðar, þetta eru engin geimvísindi, bara smá eðlisfræði
Intel i7 2600k @ 3.4GHz | Asus P8P67 PRO | Corsair Vengeance 16gb 1600Mhz | Geforce GTX 1070 | BenQ EW2430 24"
-
- /dev/null
- Póstar: 1375
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Alls ekki setja miðstöðina í botn þegar bíllinn er kaldur gæti skemmt heddpakkninguna t.d
En ég er með Tvo bíla annar þeirra hitnar strax en vetrarbíllinn 4x4 baleno er ábyggilega með ónýtan vatnslás hitnar bara ekki neitt ef ég er með miðstöðina í gangi þar af leiðandi hitnar miðstöðin seint og illa .
En ég er með Tvo bíla annar þeirra hitnar strax en vetrarbíllinn 4x4 baleno er ábyggilega með ónýtan vatnslás hitnar bara ekki neitt ef ég er með miðstöðina í gangi þar af leiðandi hitnar miðstöðin seint og illa .
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2334
- Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Hérna..
Hafðirðu ekkert betra að gera í 35 mínútur?
Hafðirðu ekkert betra að gera í 35 mínútur?
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Svo heyrði ég að bíllinn getur verið lengur að hitna ef þú ert með of mikil frostlög á bílnum en ráðlagt er
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
hehehehe .... nei! hef svo gaman að því að gera tilraunir.Klaufi skrifaði:Hérna..
Hafðirðu ekkert betra að gera í 35 mínútur?
-
- Vaktari
- Póstar: 2260
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
pattzi skrifaði:Alls ekki setja miðstöðina í botn þegar bíllinn er kaldur gæti skemmt heddpakkninguna t.d .
Sem mentaður bifvélavirki ætla ég að setja stórt spurningamerki við þessa staðhæfingu
Það er alveg eðlilegt að dísel bílinn þinn sé svoltið lengur að hitna. Til dæmis vegna þess að þeir fara með minna eldsneiti i gegnum sig per min. Auk þess er meiri massi af málmi sem þarf að hita upp.
En forvitni. Ertu með eitthvað forrit til að monitor hitan í gráðum?
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- /dev/null
- Póstar: 1393
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Eg hef átt dísil bíl og hann var alltaf eilífð að hitna.
Have spacesuit. Will travel.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1558
- Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
- Staðsetning: Hveragerði
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Minn dísill er alltaf eldsnöggur að hitna... fínt að eiga skúraudiophile skrifaði:Eg hef átt dísil bíl og hann var alltaf eilífð að hitna.
Starfsmaður @ IOD
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2309
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Veit ekki hversu oft ég hef rekist á fólk sem setur miðstöðina á hæsta hita og mesta blástur þegar bíllinn er ískaldur.. þar sem að það heldur að bíllinn hitni fyrr þannig
Ef þú vilt hita bílinn sem fyrst þá skaltu slökkva á miðstöðinni!
En annars;
Ef þú vilt hita bílinn sem fyrst þá skaltu slökkva á miðstöðinni!
En annars;
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
littli-Jake skrifaði:pattzi skrifaði:Alls ekki setja miðstöðina í botn þegar bíllinn er kaldur gæti skemmt heddpakkninguna t.d .
Sem mentaður bifvélavirki ætla ég að setja stórt spurningamerki við þessa staðhæfingu
Það er alveg eðlilegt að dísel bílinn þinn sé svoltið lengur að hitna. Til dæmis vegna þess að þeir fara með minna eldsneiti i gegnum sig per min. Auk þess er meiri massi af málmi sem þarf að hita upp.
En forvitni. Ertu með eitthvað forrit til að monitor hitan í gráðum?
Sammála, aldrei heyrt um að miðstöðin geti haft áhrif á hedd pakningu.
pattzi hvar heyrðiru um þetta ?
-
- /dev/null
- Póstar: 1375
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Mér var sagt þetta fyrir einhverjum árum síðan af bifvélavirkja hélt að þetta væri rétt kannski var bara verið að rugla í mér ..brain skrifaði:littli-Jake skrifaði:pattzi skrifaði:Alls ekki setja miðstöðina í botn þegar bíllinn er kaldur gæti skemmt heddpakkninguna t.d .
Sem mentaður bifvélavirki ætla ég að setja stórt spurningamerki við þessa staðhæfingu
Það er alveg eðlilegt að dísel bílinn þinn sé svoltið lengur að hitna. Til dæmis vegna þess að þeir fara með minna eldsneiti i gegnum sig per min. Auk þess er meiri massi af málmi sem þarf að hita upp.
En forvitni. Ertu með eitthvað forrit til að monitor hitan í gráðum?
Sammála, aldrei heyrt um að miðstöðin geti haft áhrif á hedd pakningu.
pattzi hvar heyrðiru um þetta ?
En Bíllin er allavega mjög lengi að hitna ef þú setur miðstöðina í botn maður á bara að hafa slökkt á henni þangað til bíllinn hitnar almennilega annars kemur bara kaldur blástur
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Díselbílar eru oft þannig að þeir bara halda ekki hita í lausagangi. Á einum vinnustaðnum sem ég vann á fyrir nokkrum árum vorum við með Toyota HiAce bíla og nýrri bílarnir voru með takka sem maður ýtti á til að hita bílinn upp. Þá hækkaði lausagangurinn uppí svona ca 1500rpm. Man ekki nákvæmlega.
Hef aldrei lent í svona veseni á bensínbíl samt, þeir bara hitna uppí vinnsluhita og eru þar þar til það er drepið á.
Hef aldrei lent í svona veseni á bensínbíl samt, þeir bara hitna uppí vinnsluhita og eru þar þar til það er drepið á.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Eitt sem ég hef ekki skilið að hafi orðið vinsælla á Íslandi er mótorhitari og hitablásara combo sem tengist í 230v eins og er mjög vinsælt í skandinavíu.
Þetta er ódýrt (Miðaðvið dísel/bensínfýringu), einfalt í ísetningu og miklu umhverfisvænna og ódýrara að hita bílinn.
http://www.defa.com/en/automotive/warmu ... ts/warmup/
Þetta er ódýrt (Miðaðvið dísel/bensínfýringu), einfalt í ísetningu og miklu umhverfisvænna og ódýrara að hita bílinn.
http://www.defa.com/en/automotive/warmu ... ts/warmup/
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1288
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Ég var með svona á tveimur Yaris Diesel sem ég hef átt! Það var virkilega hentugt og takkinn var nánast alltaf í gangi þar sem ég bjó á Reykjavíkursvæðinu og aksturinn var sjaldan það langur að bíllinn náði að hitna almennilega.Danni V8 skrifaði:Díselbílar eru oft þannig að þeir bara halda ekki hita í lausagangi. Á einum vinnustaðnum sem ég vann á fyrir nokkrum árum vorum við með Toyota HiAce bíla og nýrri bílarnir voru með takka sem maður ýtti á til að hita bílinn upp. Þá hækkaði lausagangurinn uppí svona ca 1500rpm. Man ekki nákvæmlega.
Hef aldrei lent í svona veseni á bensínbíl samt, þeir bara hitna uppí vinnsluhita og eru þar þar til það er drepið á.
Ég hugsaði alltaf að þetta hefði sömu virkni og "choke" á mótorhjólum
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Ég átti Subaru Impreza á undan og hann var alltaf orðinn funheitur á ~15 mín, sama þótt það væri 12 stiga frost úti.
Miðað við svörin sem hafa komið á þráðinn þá er þetta greinilega eðlilegt af dísel bíl, hann er með litlu 1600 vélinni og það hjálpar örugglega ekki.
Veit einhver hvað svona rafhitun kostar?
Miðað við svörin sem hafa komið á þráðinn þá er þetta greinilega eðlilegt af dísel bíl, hann er með litlu 1600 vélinni og það hjálpar örugglega ekki.
Veit einhver hvað svona rafhitun kostar?
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Hér í Svíþjóð eru kittin með kælivatnselementi og hitablásara inní bíl frá svona 2.800skr (~ 34.000iskr) til 4.000skr (~49.000iskr) fyrir venjulega bíla þar sem þarf ekki mikið föndur til að koma þessu í. Þetta getur verið komið í fyrir sirka 6.000skr oft á tíðum(~73.500iskr).
Síðast þegar ég vissi er Stilling með umboð fyrir Calix sem er sænskur framleiðandi sem ég hef notað mikið frá og er þokkalega ánægður með.
Síðan ætti Mekonomen að getað pantað kit hannað fyrir bílinn (bæði Calix og Defa), man eftir að séð þetta í catalognum frá þeim.
Síðast þegar ég vissi er Stilling með umboð fyrir Calix sem er sænskur framleiðandi sem ég hef notað mikið frá og er þokkalega ánægður með.
Síðan ætti Mekonomen að getað pantað kit hannað fyrir bílinn (bæði Calix og Defa), man eftir að séð þetta í catalognum frá þeim.
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Hvað með að profa að setja pappaspjald fyrir allan eða halfan vatnskassan? Einhverntiman heyrði maður af þvi þjoðraði fyrir diselbila i miklum kuldum.
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Það bjargar ekki miklu í upphitunartíma þar sem að vatnslásinn hleypir vatninu ekki inn á vatnskassann fyrr en á ákveðnum hitastigi þegar vatnslásinn opnar. Þar til því er náð hringsólar vatnið innan vélar og síðan miðstöð.IL2 skrifaði:Hvað með að profa að setja pappaspjald fyrir allan eða halfan vatnskassan? Einhverntiman heyrði maður af þvi þjoðraði fyrir diselbila i miklum kuldum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2260
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
IL2 skrifaði:Hvað með að profa að setja pappaspjald fyrir allan eða halfan vatnskassan? Einhverntiman heyrði maður af þvi þjoðraði fyrir diselbila i miklum kuldum.
slæm hugmynd. vatnslásin í bílnum sér til þess að þú ert aðeins að hita það kælivatn sem er innan vélar þangað til að það nær hita. Síðan þegar þú værir kominn með heitan bíl ertu búin að snarminka getu bílsins til að kæla sig niður. Mundi aldrei gera þetta.
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Að hita upp bílinn í köldu veðri
Rotor er með verð á svona kerfi á heimasíðunni.GuðjónR skrifaði:Ég átti Subaru Impreza á undan og hann var alltaf orðinn funheitur á ~15 mín, sama þótt það væri 12 stiga frost úti.
Miðað við svörin sem hafa komið á þráðinn þá er þetta greinilega eðlilegt af dísel bíl, hann er með litlu 1600 vélinni og það hjálpar örugglega ekki.
Veit einhver hvað svona rafhitun kostar?
http://www.rotor.is/verslun/h%C3%BAsvag ... arar-220v/