Vökvakælingar sem þið mælið með?

Svara

Höfundur
psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af psteinn »

Sælir,

Er að íhuga smá uppfærslu og langar svo í vökvakælingu fyrir 6600k-inn minn. Er mjög heitur fyrir NZXT x62 þegar hann kemur út. En þeir eru búnir að fá svolítið slæmt rep fyrir CAM hugbúnaðinn sem á að stýra þessu (á til með að crasha og ekki getað stýrt kælinguni með þeim afleiðingum að CPU-inn fer í allt of háar hitatölur). Og Hue + eru farnir að drepa nokkrar tölvur (NZXT vita af því og hafa svarað fyrir sig).
Þið hljótið að vera með reynslur af ýmsum vökvakælingum. Þá spyr ég hverju þið mælið með? :happy
Apple>Microsoft
Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 484
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af Fumbler »

Hef bara heyrt góða hluti af Corsair kælingunum. H60 - H120
Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af Urri »

er sjálfur með H100i x2 og þær svín virka
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
Skjámynd

C3PO
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 336
Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af C3PO »

Urri skrifaði:er sjálfur með H100i x2 og þær svín virka
Hversu mikið þarf að fylgjast með þessum vökvakælingum? er eitthvað fail safe á þessu?
AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.

Höfundur
psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af psteinn »

Urri skrifaði:er sjálfur með H100i x2 og þær svín virka
Já einmitt. Áttu við H100i v2? Ég vill fá bara góða kælingu sem er með gott rep og stable. :happy
Apple>Microsoft
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af vesley »

Vann slatta með Corsair H100 módelin og hafa þau flestöll reynst mjög vel.

Þetta er ekki allra hljóðlátasta kælingin á markaðnum en það eiga flestar vatnskælingar sameiginlegt.
Það sem mjög margir gera er að skipta út viftunum á Corsair H100 kælingunni til að hún verð hljóðlátari, vinsælt er að fara t.d. yfir í Noctua vifturnar.
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2885
Þær eru ekki þær ódýrustu en þær eru líka alveg magnaðar þegar það kemur að "performance" og hve hljóðlátar þær eru, mæli alveg með þessu combo Corsair H100 og Noctua NF-F12
massabon.is
Skjámynd

Fumbler
spjallið.is
Póstar: 484
Skráði sig: Mið 23. Apr 2003 17:15
Staðsetning: Vestfirðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af Fumbler »

C3PO skrifaði:
Urri skrifaði:er sjálfur með H100i x2 og þær svín virka
Hversu mikið þarf að fylgjast með þessum vökvakælingum? er eitthvað fail safe á þessu?
Þessar eru svona closed loop, þannig að það er ekkert forðabúr og þær eru tilbúnar beint úr kassanum, svo er bara þetta hefðbundna viðhald að passa að ryk sé ekki að stífla kælinguna þar sem vifturnar eru.
Skjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1385
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af ZoRzEr »

Ég hef verið með H50, H75 og H100i kælingar í gegnum árin. Var lengi vel með H100i sem kælingu á örgjörva með Corsair SP120 viftum á low rpm sem reyndist mér ágætlega án vandræða. Eina sem truflaði mig var hljóðið í pumpunni og það heyrðist alltaf örlítið í vatnskassanum þegar vifturnar blésu lofti í gegn. Það er áberandi tegund á hljóði þegar vifturnar eru að blása i gegnum það viðnám.

Endaði á þvi að skipta yfir í Noctua NH-U12S kælingu til að minnka hljóðið í vélinni og sé alls ekki eftir því. Það var töluverður munur. Seinna meir keypti ég EVGA hybrid kit á 980 ti kortið mitt til að vatnskæla það með AIO vatnskælingu. Það sem fylgdi með var 120mm EVGA kit (Asetek) og hún var alltof hávær pumpan. Surgaði og suðaði í henni stanslaust. SKipti henni út og fékk annað kit sent frá Amazon og það var mikið betra. Skelti Noctua NF-F12 viftum á vantskassan og það varð enn betra, en það heyrist samt alltaf örlítið í pumpunni og vatnskassanum, þó svo að vifturnar séu bara rétt á 600 rpm.

Ég geri ekki ráð fyrir því að nota aftur svona combo. NH-U12S dugar mér og heyrist varla í þeirri kælingu.
7700K | Maximus IX Hero | 32GB | 1TB 960 Pro m.2 | GTX 1080 Ti | Corsair AX1200i | LG 34GN850-B
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | Flex Mini

Höfundur
psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af psteinn »

Takk fyrir svörin strákar :happy
Mér heyrist að þessi Corsair H100i v2 sé bara allt í lagi. Vona að H440 kassinn nái að dempa niður í hljóðinu smá. Fæ mér svo NF-F12 aðeins seinna. Finnst samt frekar leiðinlegur liturinn á þeim :svekktur þeir gera ekki svartar útgáfur? :lol:
Apple>Microsoft
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af worghal »

Lennti í því í fyrravetur að corsair h100 kælingin mín hætti að dæla. Hún var ný runnin úr ábyrgð og ég átti ekkert af því sem fylgdi með kælingunni til að senda í ábyrgð hjá corsair. Útaf þessu þá opnaði ég pumpuna og sá að þörungar hefðu komist í alla dæluna og lokað á allt flæði. Fór svo og fékk mér noctua nhd14.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af Urri »

psteinn skrifaði:
Urri skrifaði:er sjálfur með H100i x2 og þær svín virka
Já einmitt. Áttu við H100i v2? Ég vill fá bara góða kælingu sem er með gott rep og stable. :happy
já þetta er v2 en er með tvö stykki (2 tölvur)
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af Alfa »

psteinn skrifaði:Takk fyrir svörin strákar :happy
Mér heyrist að þessi Corsair H100i v2 sé bara allt í lagi. Vona að H440 kassinn nái að dempa niður í hljóðinu smá. Fæ mér svo NF-F12 aðeins seinna. Finnst samt frekar leiðinlegur liturinn á þeim :svekktur þeir gera ekki svartar útgáfur? :lol:
Þessu get ég svarað ágætlega þar sem ég er með H100i og H440, gleymdu því að setja hana í toppinn því þessi kassi er með svo glatað ventilation út um hann. En hún svínvirkar að setja hana að framan. (með þann mínus að hita kassann meira en CPU minna og fækka möguleikum á diskarekkum).

Persónulega er ég með 3 x Corsair AF120 í push að framan og 2 x SP120 PWM í pull á vatnskassanum að framan og svo 2 x AF140 út að ofan og 1 x 120 AF út af aftan. (sem ég ætlaði nú einhverntíma að uppfæra í AF 140.

(já það eru total 8 kassaviftur í kassanum + 2 á GPU en PSU RM750 viftan fer aldrei í gang og hún er vel silent þrátt fyrir allt þetta magn og glugga).

Vandamálið við þetta combó er þó að maður þarf fleiri skrúfur til að skrúfa viftur báðu megin í H100i og þetta eru einhverjar heimskuleg tommumál. Ég pantaði á ebay einhverjar 150 stk (gat ekki fengið færri) svo ég gæti kannski sent þér nokkrar, því ég fann þetta hvergi á íslandi.

Ef þú vilt myndir þá geturðu fengið þær í PM.
Last edited by Alfa on Þri 08. Nóv 2016 20:05, edited 1 time in total.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Skjámynd

L4Volp3
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Fim 31. Okt 2013 19:56
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af L4Volp3 »

Er sjálfur með H440 og H100v2. Ættla skipta yfir í Noctua loftkælingu því hljóðið í pumpuni er að gera mig brjálaðan...
Intel I5 6600K | Asus Z170 RoG Ranger | Galax GTX 980Ti HoF Edition | 2x8GB Corsair 2400Mhz DDR4 | Corsair H100 V2 | NZXT H440 white | Samsung 34" 21:9 3440 x 1440p UW | Corsair K70 RGB MX Brown | Logitech G502 Proteus Core | Harman Kardon SoundSticks III
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af Hnykill »

Er með Kraken X61 og ég get alveg staðfest þetta með leiðinlega CAM hugbúnaðinn hjá þeim.. en bara þegar það var Version 2.0 .NZXT gaf út 3.0 og allt var lagað.. .. ekkert hikst.. ekkert vandamál með nein stýrikerfi. en það var líka bara hugbúnaðurinn.. því það er ekki bara hraðastjórn á viftunum í Þessum cam Hugbúnaði.. þetta er svona eins og Speccy forritið.. bara sífellt að fylgjast með í bakgrunninum. svo ég get vel séð að það yrðu einhver vandamál fyrst auðvitað. er með X99 setup og allt eins og smurt. 2x 140mm noctua viftur á AIO kælingunni, I7 5820K og á ekkert minna en 1.3V á 4.4Ghz á 6 kjörnum í 100% load. það ætti að vera svona 70-80c° á loftkælingu en Kraken X61 er að halda þessu á 58c° vifturnar eru á 60% rpm eða s.s 1000rpm.. og heyrist ekki meira í þeim en sjálfum aflgjafanum sem er bara vægt.. humm stofuhljóð. gífurlega öflug kæling.. Setti vifturnar sem fylgdu með bara framan á kassann til að blása köldu lofti inn.. passar einmitt 2x 140mm þar líka. kom drulluvel út.

Er með þessar á AIO kælingunni ...Noctua NF-A14 PWM 140mm http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2883 og 2 stk. auðvitað.. hver vifta kostar 5.000 kall svo það er alveg hellings peningur.. en ég veit ekki um eina betri AIO kælingu með betri viftum.. nema þú viljir fara í 360mm.. og þá ertu bara kominn í custom loop dæmi og 50-60 þús króna fjárfestingu.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Höfundur
psteinn
Ofur-Nörd
Póstar: 247
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:09
Staðsetning: Suður póllinn
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af psteinn »

Heyrðu ég hætti við H100 v2. Ég ættla þá að bíða í smá tíma eftir Kraken x62. Sú kæling á að vera mikið hljóðlátari en x61 heyrist mér. Og softwareið á víst að vera betra. :happy

Hnykill ertu með H440? Ef svo er radiatorinn að framan í pushpull config?
Apple>Microsoft
Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1104
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af Njall_L »

Tek undir þetta með Hnykli. Ég er með Kraken X61 með Noctua viftum og er virkilega sáttur, það heyrist ekki múkk í henni.
Var þar áður búinn að prófa Cooler Master Seidon 120V og Corsair H100i en gafst upp á þeim báðum sökum pumpuhávaða.
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Vökvakælingar sem þið mælið með?

Póstur af Hnykill »

psteinn skrifaði:Heyrðu ég hætti við H100 v2. Ég ættla þá að bíða í smá tíma eftir Kraken x62. Sú kæling á að vera mikið hljóðlátari en x61 heyrist mér. Og softwareið á víst að vera betra. :happy

Hnykill ertu með H440? Ef svo er radiatorinn að framan í pushpull config?
Er með Corsair Obsidian 450D. Radiatorinn er uppi og blæs út, push confuguration. svo eru 2x 140mm viftur að framan sem blása inn. loftar mjög vel í gegn því ég nota ekki ryksýurnar með. enda er kassinn uppí á borði og er ekkert ryk þar eiginlega. svo er líka auðvitað 1x 120mm vifta sem blæs út að aftan.
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.
Svara