Ég er í smá vandræðum með drægnina í þráðlausa netinu hjá mér. Netið kemur inn í íbúð í barnaherbergi og er þrætt meðfram lista í gegnum vegg og upp á skrifborðið hjá mér þar sem snúran fer í routerinn. Úr routernum fer það í pc tölvuna mína og server á skrifborðinu og er svo þrætt undir parketlista í kringum hálfa stofuna og í media center tölvu og tilbúin snúra í afruglara líka. Þráðlausa netið næst mjög vel inní stofu, eldhúsi, barnaherbergi á móti eldhúsinu og baðherberginu. Ágætlega í barnaherberginu á ganginum, en droppar svo niður í eiginlega ekki neitt í svefnherberginu. Ég rétt næ því mín megin í rúminu, en kærastan sefur hinum megin í rúminu og hún nær því ekki. Rúmið er ca. þar sem textinn svefnherbergi er á myndinni. (sést betur á neðri myndinni)
Hugmyndin var að nota Cisco RE-1000 extender, en það brotnaði af kælingu inní honum, sem shortaði power supply-inu svo að hann kveikir ekki á sér.
Svo þegar ég fór að pæla meira í að nota extender, þá fann ég ekki góðan stað til að setja hann. Bláu litirinir á myndinni eru innstungur og þær eru flestar á óhentugum stað eða out of range. Fékk hugdettu að tengja extender inní ljósakrónu og litaði þær því inná myndirnar, en ég er ekki alveg nógu klár í það held ég og hann gæti ofhitnað útaf ljósinu. Datt líka í hug að opna fyrir innstungu hjá slökkvurunum en það er frekar óhentugt að hafa extenderinn á miðjum vegg.
Þá datt mér í hug að bora í gegnum vegginn fyrir aftan media centerinn, þar sem græna eldingin er og setja Access Point (AP) inn í svefnherbergi þar sem 6-hyrnta stjarnan er.
Því leita ég til ykkar vaktarar. Hvað er best að gera í þessari stöðu?