Ég var svona að pæla hvort væri ekki töff að skella tab hingað þar sem maður sér ódýrasta skjáinn hjá aðal búðunum í dag raðað eftir upplausn? Er ég þá ekki að segja að fjarlægja þurfi stærðar tabbinn, alls ekki, bara það að bæta við upplausnar tabbi.
Það væri helvíti skemmtilegur fídus, ef ég segi sjálfur frá. Þegar ég leit að skjáum er ég aðallega að leita að upplausninni, allt yfir 1080p þar að segja, en ekki stærð endilega, það er bara aukaatriði. En þá er ég náttúrulega bara að reyna að rökstyðja mitt mál, sama hversu léleg þau rök eru.
Væri þetta vond hugmynd? Þetta myndi allavegana gera líf margra aðeins auðveldara, og er það ekki einmitt tilgangur Vaktarinar?
Ég kveð í bili, Takk og Bless!

