Er í bullandi vandræðum með r9 390 kortið mitt.
Þegar að ég restartaði vélinni fyrr í kvöld og kom á log-in skjáinn fyrir windows 10 þá fæ ég svartan skjá og vifturnar á kortinu fara í botn. Ég gat bootað upp í safe mode og notaði sérstakt gpu driver uninstaller forrit til þess að losa mig við driverinn og fór í version 1. Þá get ég restartað vélinni og kemst inn í windows á venjulegan hátt, nema að ég get ekki spilað neina leiki. En um leið og ég uppfæri í nýrri drivera þá kemur vandamálið aftur upp þegar ég kem að log-in skjánum. Eftir að ég installa þessum driverum þá virkar vélinn samt 100% og spilar krefjandi leiki, svo lengi sem ég restarta ekki.
Er þetta ekki alveg öruglega driver vandamál eða er möguleiki að kortið sé að gefa sig? Ef þetta er driver vandamál hvað er þá til ráða?
Edit: Er loksins komið í lag. Virðist vera sem Radeon Software forritið, sem sér um allar uppfærslur, hafi verið með leiðindin. Er allavega að keyra vélina núna með gamlan driver án Radeon og ekkert vandamál lengur. Jey...
Skjákort crashar á log-in skjá
Skjákort crashar á log-in skjá
|-Evolv X-|-Asus Z370 Gaming-|-i7 8700k-|-Noctua NH D15-|-2x8GB Vengeance 3200MHz-|-SuperNova 750 B2-|-Asus GTX 1080 Strix-|