Óska eftir ráðleggingum varðandi fartölvukaup

Svara

Höfundur
Glum
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Lau 21. Maí 2016 06:48
Staða: Ótengdur

Óska eftir ráðleggingum varðandi fartölvukaup

Póstur af Glum »

Sælir.

Ég er að leita að fartölvu og vildi leita til ykkar áður en ég tek í gikkinn.

Ég hef verið að skoða Dreamware W840 vélina: http://dreamware.is/velin-thin/fartolvur/dreamware-w840
Það sem hef verið að spá í að velja í hana er eftirfarandi:
- 8GB vinnsluminni
- 250GB Samsung SSD 850 EVO
- Linux Ubuntu (á Windows 7)

Með þessu kostar vélin 93.500 kr.

Ég er í raun að leita mér að vél sem er með 14" skjá (helst ekki touch), SSD disk, létt, með endingargott batterý.
Ég hyggst nota vélina í hefðbundna netnotkun og öðru hverju vinnslu á GoPro myndböndum. Dugar Dreamware vélin fyrir slíka notkun?

Hvernig er reynslan af Dreamware? Er betri deal þarna úti? Er einhver önnur fartölva sem ég ætti að skoða frekar?

Ég kann vel að meta öll svör, fyrirfram þakkir.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Óska eftir ráðleggingum varðandi fartölvukaup

Póstur af Klemmi »

Svo ég pluggi minni eigin síðu...

www.laptop.is - Þarna geturðu séð allar þær tölvur sem eru í boði hjá helstu verslunum.

Eftir að hafa flett upp kröfunum þínum, þá lítur Dreamware vélin, svona spekkuð og á þessu verði, bara ágætlega út :D
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Svara