Kaupa fyrstu eign
Kaupa fyrstu eign
Sælir, nú stend ég frammi fyrir því að eiga fyrir innborgun inná 85% lán fyrir fyrstu eign í ágúst ca. 2-2,5M
1M af þessum pening er í norrænum banka, er það vandamál varðandi skatta osfrv? Alltaf greitt skatta í viðkomandi landi.
Ég þarf ekki að greiða leigu fyrir en eftir ágúst sama hvernig fer með hvort að ég kaupi mér eitthvað eða ekki.
Gæti kreist út auka leigulausan mánuð eða 2 ef þess þyrfti.
Er þetta sniðug fjárfesting eða ætti ég að setja peninginn einhvert annað?
Gott að bæta því líka við að ég þyrfti þá að finna íbúð og taka á leigu ef ég kaupi ekki eign.
Svo er líka það að ég byrja í námi í HÍ í Ágúst þar sem ég myndi þá vinna um helgar til að eiga fyrir kostnaði og uppihaldi.
Allar ráðleggingar varðandi lán, hvar, hvernig og hvar er gott að taka lán pros/cons eru líka vel þegnar.
1M af þessum pening er í norrænum banka, er það vandamál varðandi skatta osfrv? Alltaf greitt skatta í viðkomandi landi.
Ég þarf ekki að greiða leigu fyrir en eftir ágúst sama hvernig fer með hvort að ég kaupi mér eitthvað eða ekki.
Gæti kreist út auka leigulausan mánuð eða 2 ef þess þyrfti.
Er þetta sniðug fjárfesting eða ætti ég að setja peninginn einhvert annað?
Gott að bæta því líka við að ég þyrfti þá að finna íbúð og taka á leigu ef ég kaupi ekki eign.
Svo er líka það að ég byrja í námi í HÍ í Ágúst þar sem ég myndi þá vinna um helgar til að eiga fyrir kostnaði og uppihaldi.
Allar ráðleggingar varðandi lán, hvar, hvernig og hvar er gott að taka lán pros/cons eru líka vel þegnar.
Re: Kaupa fyrstu eign
Ég stóð sjálfur í þessu fyrir ári síðan.
Mæli með að safna meiri pening, 85% lán er lengi að hverfa, ég tók 70% og maður fann strax mun. En það er mikið ódýrara að eiga en að leigja og myndi henta þér mun betur með háskóla heldur en leiguíbúð með tvöfaldri greiðslu.
Myndi líka að spá mikið í hvernig eigninn sé, ekki alltaf best að fara í það allra ódýrasta nema þú veist hvernig eigi að laga hluti. Getur farið rosalegur kostnaður ef íbúðinn sé illa farin.
Mæli með að safna meiri pening, 85% lán er lengi að hverfa, ég tók 70% og maður fann strax mun. En það er mikið ódýrara að eiga en að leigja og myndi henta þér mun betur með háskóla heldur en leiguíbúð með tvöfaldri greiðslu.
Myndi líka að spá mikið í hvernig eigninn sé, ekki alltaf best að fara í það allra ódýrasta nema þú veist hvernig eigi að laga hluti. Getur farið rosalegur kostnaður ef íbúðinn sé illa farin.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3737
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kaupa fyrstu eign
2.5M endist þér stutt í íbúðarkaupum svo ég myndi ráðleggja þér að safna lengur. Að standsetja íbúð kostar pening svo koma allir þessir auka hlutir sem maður pælir ekki í, stimpilgjöld/lántökugjald etc.
Ég er reyndar ekki alveg sammála að það sé eitthvað mikið ódýrara að eiga, maður er að borga af lánum greiða af rafmagni/fasteignagjöld/sorphirðugjöld/hússjóð/framkvæmdarsjóð/viðhald og svo hitt og þetta sem getur komið uppá. T.d ef húsfélagið ákveður að gera upp stigaganginn/fara í framkvæmdir við drenlögn þá getur það verið 250-1M, veit að það er kannski ekki eitthvað sem gerist allstaðar en bara svona til að gefa dæmi um hvað kostnaður getur komið upp við kaup á íbúð og stuttu eftir að íbúð er keypt.
Í leiguhúsnæði er maður ekki mikið að pæla í þessu.
Ég er reyndar ekki alveg sammála að það sé eitthvað mikið ódýrara að eiga, maður er að borga af lánum greiða af rafmagni/fasteignagjöld/sorphirðugjöld/hússjóð/framkvæmdarsjóð/viðhald og svo hitt og þetta sem getur komið uppá. T.d ef húsfélagið ákveður að gera upp stigaganginn/fara í framkvæmdir við drenlögn þá getur það verið 250-1M, veit að það er kannski ekki eitthvað sem gerist allstaðar en bara svona til að gefa dæmi um hvað kostnaður getur komið upp við kaup á íbúð og stuttu eftir að íbúð er keypt.
Í leiguhúsnæði er maður ekki mikið að pæla í þessu.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kaupa fyrstu eign
Nei en ef að þú værir að leigja þá væri þessi "fasti kostnaður" nær örugglega innifalinn í leiguverðinu.
Semsagt leigusalinn er ekki að koma út í mínus.
Semsagt leigusalinn er ekki að koma út í mínus.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Kaupa fyrstu eign
Mæli allavega með að skoða mjög ítarlega allan mögulegan kostnað sem mun falla til.Ég var að kaupa fyrir nokkrum mánuðum og klárlega vanmat ýmsan kostnað t.d fasteignagjöld, tryggingar ofl. Einnig hækkaði framkvæmdasjóður hjá húsfélaginu vegna íhuguðum framkvæmdum á stigagangi sem hækkaði húsagjöld úr 15k í 30k mánaðarlega. En það er líka frekar erfitt að komast inná þennan markað í dag með 2-2.5M. Verðið er búið að hækka gífurlega síðustu 2 árin og mun líklegast halda áfram að vaxa næstu 2-3 árin. Ég persónulega í þinni stöðu myndi athuga með stúdentaíbúðir til leigu og reyna ávaxta peninginn þinn öðruvísi t.d í einhverjum öruggum eignastýringarsjóði eða þess háttar. Er alls ekki að reyna fæla þig frá þessu en það margt sem þarf að skoða. Einnig geri ég ráð fyrir því að þú munir taka verðtryggt lán... en verðbólga er búin að vera í algjöru lágmarki núna síðustu 1-2 ár og allt sem bendir til þess að hún muni koma til með að hækka slatta næstu ár, sem er áhyggjuefni fyrir þig ef þú tekur þér verðtryggt lán..(í raun líka óverðtryggt ef þú ert ekki með fasta vexti)
i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3737
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Kaupa fyrstu eign
urban skrifaði:Nei en ef að þú værir að leigja þá væri þessi "fasti kostnaður" nær örugglega innifalinn í leiguverðinu.
Semsagt leigusalinn er ekki að koma út í mínus.
Ég var að benda á að það væri heldur ekkert mikið ódýrara.
Leigusalinn er heldur ekki að fara neitt langt yfir 0ið. Hafa verið leigusali þá er það varla þess virði í dag að leigja út.
Re: Kaupa fyrstu eign
hvað myndu þið segja sé gott að leggja út? 5-7m?
[color=#BF0000]Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do[/color]
Re: Kaupa fyrstu eign
Fer allt, allt eftir því hvað þú ert að kaupa. Hversu stórt og hvernig ástandi hún sé í.tanketom skrifaði:hvað myndu þið segja sé gott að leggja út? 5-7m?
Til dæmis þegar ég keypti, ég passaði upp á það að eiga minnst 1 milljón í vasa ef það skildi vera eithvað vesen varðandi íbúðinna.
Svo þarftu að spá um leið og þú kaupir og færð afhent þarftu strax að byrja að greiða af láninu.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kaupa fyrstu eign
alveg lágmark 20% útborgun +5% startsjóð, semsagt sem að þú notar fyrstu mánuðina í óvænt útgjöld/breytingar/lagfæringar.tanketom skrifaði:hvað myndu þið segja sé gott að leggja út? 5-7m?
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Kaupa fyrstu eign
Í guðana bænum hafðu lánið á nafnvöxtum til 20 ára með jöfnum afborgunum... þ.e.a.s. ef þú hefur tök á því tekjulega séð.
Alltaf best að taka sársaukann út strax og uppskera svo vel til lengri tíma.
Alltaf best að taka sársaukann út strax og uppskera svo vel til lengri tíma.
Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q
Re: Kaupa fyrstu eign
Verðtryggð lán eru ódýrari en óverðtryggð.
Ókosturinn er að þau eru greidd hægar niður, þannig að heildavaxtarkostnaðurinn verður fáRÁNlega hár.
Flest öll verðtryggð lán má samt greiða aukalega inn á, ef menn treysta sér í það!
Að öðru sem er þessu tengt:
Það er umhugsunnarvert hvort ríkið á að þvinga fólka sem er að berjast við að koma sér upp þaki yfir höfuðið til að láta 12% af sínum
launum (fyrir skatt) í lífeyrissjóð. Hjón/par með meðaltekjur er að setja 80 til 100 þúsund á mánuði í lífeyrissjóð, á sama tíma og þau
sitja föst á leigumarkaðinum !!
Hvað finnst ykkur um þetta?
Ókosturinn er að þau eru greidd hægar niður, þannig að heildavaxtarkostnaðurinn verður fáRÁNlega hár.
Flest öll verðtryggð lán má samt greiða aukalega inn á, ef menn treysta sér í það!
Að öðru sem er þessu tengt:
Það er umhugsunnarvert hvort ríkið á að þvinga fólka sem er að berjast við að koma sér upp þaki yfir höfuðið til að láta 12% af sínum
launum (fyrir skatt) í lífeyrissjóð. Hjón/par með meðaltekjur er að setja 80 til 100 þúsund á mánuði í lífeyrissjóð, á sama tíma og þau
sitja föst á leigumarkaðinum !!
Hvað finnst ykkur um þetta?
-
- Nörd
- Póstar: 111
- Skráði sig: Fim 03. Feb 2005 14:14
- Staðsetning: USA
- Staða: Ótengdur
Re: Kaupa fyrstu eign
Er ég að skilja rétt að þú ert að hugsa um að kaupa eign á ca 15mio króna? (semsagt 2-2.5mio/15%)? Ef svo er þá eru afborganir frekar viðráðanlegar og myndi ég hvetja þig til að taka lán með jöfnum afborgunum og helst óverðtryggt ef þú ræður við það (jafngreiðslulán, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð eru svo óhagstæð sérstaklega þegar vextir eru svona háir fyrir lántakandann að það ætti að banna þau, amk á lengri lánum).dawg skrifaði:Sælir, nú stend ég frammi fyrir því að eiga fyrir innborgun inná 85% lán fyrir fyrstu eign í ágúst ca. 2-2,5M
Setjum upp smá dæmi þar sem þú þarft að fá 13mio króna lán fyrir eigninni (þú átt 2mio) og meðalverðbólga næstu 15 ára sé hóflega áætluð 4% (meðalverðbólga síðustu 10 ára var 5.3%);
- Óverðtryggt lán: Lán til 15 ára tekið hjá live.is (lægstu óvertryggðu vextir í dag) á föstum 6,64% vöxtum til 3ja ára með jöfnum afborgunum. Þá eru mánaðarlegu afborganir ca 140.000kr fyrsta árið og LÆKKA síðan um ca 5.000kr á ári eftir það.
- Verðtryggt lán: Lán til 15 ára tekið hjá live.is á föstum 3,6% vöxtum til 3ja ára með jöfnum afborgunum. Þá eru mánaðarlega afborganir ca 112.000kr fyrsta árið og HÆKKA síðan um ca 2.000kr á ári eftir það.
Mín ráðlegging: Ef þú ræður við 140.000kr afborganir, taktu þá óverðtryggt lán með jöfnum afborgunum og föstum vöxtum hjá live.is. Ef þú ræður ekki við þá upphæð, athugaðu þá með að bíða með að kaupa eign og spara í 1-2 ár fyrir hærri útborgun. Ef þú hins vegar getur/vilt ekki bíða þá þarftu að taka verðtryggt lán. Þú ættir að minnka þína áhættu gegn verðbólguskotum með þvi að hafa það <15 ára og með jöfnum afborgunum. Auðvitað er lika einhver áhætta á verðbólguáhrifum þegar þú ert með óverðtryggt lán, en þá eru vextir bara tímabundið hærri og hafa engin áhrif á höfuðstól lánsins.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Kaupa fyrstu eign
færð ekki nema 75% lán hjá LIVE þannig að þú getur ekki keypt þér nema rétt 10 milljóna króna íbúð með 2,5 í vasanumFrikkasoft skrifaði:Er ég að skilja rétt að þú ert að hugsa um að kaupa eign á ca 15mio króna? (semsagt 2-2.5mio/15%)? Ef svo er þá eru afborganir frekar viðráðanlegar og myndi ég hvetja þig til að taka lán með jöfnum afborgunum og helst óverðtryggt ef þú ræður við það (jafngreiðslulán, hvort sem þau eru óverðtryggð eða verðtryggð eru svo óhagstæð sérstaklega þegar vextir eru svona háir fyrir lántakandann að það ætti að banna þau, amk á lengri lánum).dawg skrifaði:Sælir, nú stend ég frammi fyrir því að eiga fyrir innborgun inná 85% lán fyrir fyrstu eign í ágúst ca. 2-2,5M
Setjum upp smá dæmi þar sem þú þarft að fá 13mio króna lán fyrir eigninni (þú átt 2mio) og meðalverðbólga næstu 15 ára sé hóflega áætluð 4% (meðalverðbólga síðustu 10 ára var 5.3%);
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Kaupa fyrstu eign
Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD Ryzen 9 5900X 12C/24 -ASUS x570-P - Sabrent m.2 1TB, samsung evo 850 500gb - 32GB(4x8 GB) 3000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p
Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB - 1x 28" BENQ 1x AOC 27"
-
- Nörd
- Póstar: 108
- Skráði sig: Mán 15. Des 2014 17:31
- Staða: Ótengdur
Re: Kaupa fyrstu eign
Ég er á svipuðum stað og þú og var langt kominn með að klára lánamálin mín þangað til ég endaði hjá Íslandsbanka. Ég mæli með að setja þínar forsendur inn í reiknivélar hjá bönkunum. Það er voða lítið one size fits all í þessu. Arion, Landsbankinn og Íslandsbanki fella niður lántökugjöld við fyrstu eign.
Verðtryggð lán eru klárlega "ódýrari" í dag vegna lágrar verðbólgu. Ástandið minnir mig samt töluvert á fyrir hrun þar sem enginn trúði því að krónan myndi hrynja, sagan segir okkur samt að hún gerir það alltaf. Lág verðbólga er ekki ríkisstjórninni að þakka (þrátt fyrir að taka sér credit) heldur vegna ferðamanna, lágs olíuverðs og góðra horfa í sjávarútvegnum. Allar breytingar á þessum forsendum geta haft gríðarleg áhrif á krónuna og þar með verðbólgu. http://kjarninn.is/frettir/lanid-thitt- ... dum-lanum/ Hérna má sjá ágætis útskýringar á mismunandi lánum.
Greiðslugeta ræður þú við háa greiðslugetu?
Já, þá hentar óverðtryggð lán með föstum vöxtum þar sem þú borgar alltaf sömu upphæðina og höfuðstóllinn lækkar við hverja afborgun.
Nei, þá hentar verðtryggð lán þar sem afborgunin er lág en höfuðstóllinn og afborganir hækka í takt við verðbólguna.
Eignamyndun Viltu hraða eignamyndun?
Já, þá óvertryggt þar sem höfuðstóllinn breytist ekki og hann lækkar við hverja afborgun.
Nei, Ef þú ætlar þér að borga þetta á löngum tíma hvort sem það er í sömu fasteign eða taka þetta á milli fasteigna þá gæti þetta verið betri kostur.
Framtíðarhorfur Hvernig metur þú framtíðarhorfur?
Góðar, með lágri verðbólgu og stöðugri krónu þá verðtryggt
Slæmar, verðbólguskot í náinni framtíð og gengisfall á krónunni þá óverðtryggt.
Jafngreiðslulán eða jafnar afborganir
Svo getur þú alltaf bara blandað þessu saman og tekið 50% verðtryggt og 50% óverðtryggt.
Ég og kærastan mín enduðum samt á að taka 100% óverðtryggt vegna þess að við viljum hraða eignamyndun þar sem við viljum stækka við okkur eftir 3-5 ár. Við erum líka með mjög góða greiðslugetu og getum borgað hratt inn á lánin. Ég hinsvegar met framtíðarhorfurnar(3-5 ár) hérna ekkert alltof jákvæðum augum. Við ákváðum einnig að taka jafngreiðslulán þar sem við viljum sveigjanleika á greiðslum þar sem hún vinnur vaktavinnu og launin geta verið mismunandi milli mánaða.
Hjá mér er ósvaraða spurningin, fastir eða breytilegir vextir. Það fer eftir þróun stýrivaxta hér á landi og ég hef ekki fundið neitt svar sem ég er sáttur með. Mér finnst líklegast að ég festi vextina mína í 5 ár þar sem munurinn hjá Íslandsbanka er 0,1% á milli þess að festa í 3 ár og festa í 5 ár.
Verðtryggð lán eru klárlega "ódýrari" í dag vegna lágrar verðbólgu. Ástandið minnir mig samt töluvert á fyrir hrun þar sem enginn trúði því að krónan myndi hrynja, sagan segir okkur samt að hún gerir það alltaf. Lág verðbólga er ekki ríkisstjórninni að þakka (þrátt fyrir að taka sér credit) heldur vegna ferðamanna, lágs olíuverðs og góðra horfa í sjávarútvegnum. Allar breytingar á þessum forsendum geta haft gríðarleg áhrif á krónuna og þar með verðbólgu. http://kjarninn.is/frettir/lanid-thitt- ... dum-lanum/ Hérna má sjá ágætis útskýringar á mismunandi lánum.
Ef verðtryggða lánið er með jöfnum afborgunum þá eru greiddir raunvextir og afborganir af höfuðstól. Munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni með jöfnum afborgunum er sá að höfuðstóll verðtryggða lánsins hækkar í takt við verðbólguna. Afborgunin er því ekki alltaf sú sama, hún fer hækkandi með verðbólgunni. Þetta leiðir til þess að greiðslubyrðin er lág í upphafi.
Það er ekkert eitt rétt svar hvað hentar. Þetta fer eftir aðstæðum hjá þér:Með jöfnum afborgunum á óverðtryggðu láni er sama upphæð greidd af höfuðstól lánsins í hverjum mánuði. Vextir eru greiddir af eftirstöðvum. Vaxtagreiðslur eru því háar í upphafi þegar höfuðstóll er hár, og þar með er heildargreiðsla á mánuði há, en lækkar ört eftir því sem höfuðstóllinn lækkar.
Greiðslugeta ræður þú við háa greiðslugetu?
Já, þá hentar óverðtryggð lán með föstum vöxtum þar sem þú borgar alltaf sömu upphæðina og höfuðstóllinn lækkar við hverja afborgun.
Nei, þá hentar verðtryggð lán þar sem afborgunin er lág en höfuðstóllinn og afborganir hækka í takt við verðbólguna.
Eignamyndun Viltu hraða eignamyndun?
Já, þá óvertryggt þar sem höfuðstóllinn breytist ekki og hann lækkar við hverja afborgun.
Nei, Ef þú ætlar þér að borga þetta á löngum tíma hvort sem það er í sömu fasteign eða taka þetta á milli fasteigna þá gæti þetta verið betri kostur.
Framtíðarhorfur Hvernig metur þú framtíðarhorfur?
Góðar, með lágri verðbólgu og stöðugri krónu þá verðtryggt
Slæmar, verðbólguskot í náinni framtíð og gengisfall á krónunni þá óverðtryggt.
Jafngreiðslulán eða jafnar afborganir
Jafngreiðslulán (annuitet)
Lántakinn greiðir sömu upphæð mánaðarlega út lánstímann. Samsetning greiðslunnar á milli vaxta og afborgana er aftur á móti mismunandi á lánstímanum. Vaxtagreiðslur vega þungt í upphafi og afborganir af höfuðstól minna. Þetta snýst við þegar líður á lánstímann.
Það er auðvitað hagstæðast að borga sem mest af höfuðstólnum sem fyrst. Hinsvegar er oft gríðarlega erfið greiðslubyrði á þessum lánum, t.d. ef óvæntir hlutir koma fram.Lán með jöfnum afborgunum
Mánaðarleg heildargreiðsla af láni með jöfnum afborgunum er ekki sú sama út lánstímann. Afborgun af höfuðstólnum, það er láninu sjálfu, er alltaf sú sama frá einum mánuði til annars, en vextirnir eru hærri í upphafi og þess vegna eru heildargreiðslur mestar í upphafi. Þær fara síðan lækkandi þegar líður á lánstímann, vegna þess að höfuðstóllinn fer lækkandi og þar með vaxtagjöld lánsins.
Svo getur þú alltaf bara blandað þessu saman og tekið 50% verðtryggt og 50% óverðtryggt.
Ég og kærastan mín enduðum samt á að taka 100% óverðtryggt vegna þess að við viljum hraða eignamyndun þar sem við viljum stækka við okkur eftir 3-5 ár. Við erum líka með mjög góða greiðslugetu og getum borgað hratt inn á lánin. Ég hinsvegar met framtíðarhorfurnar(3-5 ár) hérna ekkert alltof jákvæðum augum. Við ákváðum einnig að taka jafngreiðslulán þar sem við viljum sveigjanleika á greiðslum þar sem hún vinnur vaktavinnu og launin geta verið mismunandi milli mánaða.
Hjá mér er ósvaraða spurningin, fastir eða breytilegir vextir. Það fer eftir þróun stýrivaxta hér á landi og ég hef ekki fundið neitt svar sem ég er sáttur með. Mér finnst líklegast að ég festi vextina mína í 5 ár þar sem munurinn hjá Íslandsbanka er 0,1% á milli þess að festa í 3 ár og festa í 5 ár.
Re: Kaupa fyrstu eign
Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q