GTX 980 hjálp!
GTX 980 hjálp!
Góðan dag. Ég hef frekar lítið vit á skjákortum. Eina sem ég veit er að mig vantar GTX 980 6GB kort. Er að fara að klippa og rendera 4K vídeóum og klippiforritið gerir þessar kröfur. Það eru til endalausar útgáfur af þessari týpu. EVGA, MSI, Gigabyte, Asus, Zotac, PNY...
Vatnskælt og ekki vatnskælt, yfirklukkuð og ekki o.s.frv. Ég er ekkert að fara að spila leiki. Getur einhver gefið einhver ráð?
Takk
Vatnskælt og ekki vatnskælt, yfirklukkuð og ekki o.s.frv. Ég er ekkert að fara að spila leiki. Getur einhver gefið einhver ráð?
Takk
Re: GTX 980 hjálp!
Ef þú ert ekki að fara að nota það í neina leiki þá er spurning hvort að Quadro kort nýtist þér ekki mikið betur þar sem það er sérhannað í vinnsluna sem þú ert að leitast eftir.
Re: GTX 980 hjálp!
Ok, ertu með eitthvað sérstakt Quadro í huga?
Takk
Takk
Re: GTX 980 hjálp!
980 ti er miklu betra fyrir peninginn, quadro kortin eru markaðsett til t.d. fyrirtækja og stofnanir.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: GTX 980 hjálp!
það eru verð yfir qattro á techshop.is . 150.000 kr ++++
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Re: GTX 980 hjálp!
Takk fyrir svörin. Skiptir máli hvort ég kaupi yfirklukkað kort eða ekki? Skiptir engu málið hvaða GTX 980 Ti kort ég kaupi?
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: GTX 980 hjálp!
Það skiptir engu máli hvaða 980 Ti kort þú kaupir, þetta er allt eins í grunninn, smá stigsmunur hér og þar. En ég er pínu hissa á að 980 Ti sé sett sem skilyrði, ég er starfandi í kvikmyndageiranum og það er fjöldinn allur að vinna 4K efni á miklu, miklu lakari skjákort en 980. Það er auðvitað frábært að vera með gott skjákort ef þú hefur efni á því en sannarlega engin nauðsyn og vel hægt að lifa með miðlungsgræju. Quadro kortin nýtast í video aðallega þeim sem þurfa 10-bit stuðning og eru með 10-bit (30-bit) skjái.
Re: GTX 980 hjálp!
Ég er persónulega með Evga GTX980ti Classified og er virkilega sáttur með það. Hinsvegar ef að þú ætlar ekki að spila tölvuleiki heldur bara vera í videovinnslu þá myndi eg skoða Quadro kort eins og fleiri benda a hér að ofan
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Re: GTX 980 hjálp!
Að vísu er krakkinn eitthvað farinn að spila leiki, þ.a. hann nýtur kannski eitthvað góðs af þessu.
Það er talað um að GTX980 geti vel gengið og það er helmingi ódýrara en Quadro kortin og þess vegna er ég að spá í því. Ég er bara hobbýisti og verð ekki í þessu daglega..
Það er talað um að GTX980 geti vel gengið og það er helmingi ódýrara en Quadro kortin og þess vegna er ég að spá í því. Ég er bara hobbýisti og verð ekki í þessu daglega..
Re: GTX 980 hjálp!
Þú talar samt um að vilja fá GTX980 með 6GB af VRAM en ég hef ekki séð þau kort ennþá. Hef bara séð GTX980ti með 6GB VRAMjonniah skrifaði:Að vísu er krakkinn eitthvað farinn að spila leiki, þ.a. hann nýtur kannski eitthvað góðs af þessu.
Það er talað um að GTX980 geti vel gengið og það er helmingi ódýrara en Quadro kortin og þess vegna er ég að spá í því. Ég er bara hobbýisti og verð ekki í þessu daglega..
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
Re: GTX 980 hjálp!
Það er rétt. Ég meinti GTX 980 Ti.
Re: GTX 980 hjálp!
Hvaða forrit er það sem heimtar 980Ti?
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: GTX 980 hjálp!
Ég og meðleigjendur mínir erum svona "boutique" sjoppa í eftirvinnslu hér á Íslandi, við erum að sinna öllum helstu sjónvarpsseríum & kvikmyndum sem eru framleiddar hér, við erum s.s. reynsluboltarnir og erum með flest stærstu djobbin og hafa myndir eins og Hrútar, Svartur á Leik, Bakk og margt margt fleira farið í gegn hjá okkur. Hér eru flestir að vinna á Mac Pro ruslatunnuna sem er ýmist með 3GB VRAM og sumar 6GB, og sjálfur er ég með nokkrar PC vélar, eina með 960GTX 4GB, 970 GTX og eina með 980 GTX í SLI. Ég get ekki séð að 6GB VRAM sé nauðsyn og hraðamunur á Adobe forritum milli þessara skjákorta er langt frá því að skilja á milli lífs og dauða. Quadro kortin eru algjör, öskrandi óþarfi fyrir áhugamenn nema peningarnir þeirra séu að kremja bankabókina þeirra. Maður þarf að fara í helv. high-end Quadro til að toppa gott GTX leikjakort. Helsti kosturinn við Quadro fyrir okkar geira er 10-bit stuðningur frekar en reiknigeta.
Re: GTX 980 hjálp!
Davinci Resolve 12 gerir þessar kröfur. GTX 980 Ti er ekki einu sinni nógu gott.