Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Svara
Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af Danni V8 »

Sælir.

Ég er með hérna í tölvunni minni 2stk GTX770, annað þeirra er Gigabyte Windforce eflaust að slaga í 2 ára gamalt en held að það nær því samt ekki.

Í einni viftunni á WindForce eru komin alveg skelfileg óhljóð. Hljómar alveg nákvæmlega eins og harður diskur sem er að vinna á fullu 24/7. Hættir að vísu ef ég stilli hraðann upp. Á Auto stillingu eru þær á svona 1500rpm ca en ef ég stilli þær á 1950rpm hættir skröltið.. en þá þarf ég að stilla aftur á auto þegar ég fer í leiki og ég nenni ekki að standa í því alltaf.

Er búinn að prófa að rykhreinsa kortið (og alla tölvuna) en það heldur áfram þetta hljóð.

Er eitthvað hægt að gera í þessu? Efast um að það sé hægt að fá staka viftu í svona er það nokkuð?
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af Hnykill »

Þetta eru bara legur og /slit að gefa sig.. þú ert búinn að eiga kortið. ef vandamáliið er viftuhraðinn þá tatktu á honum ;)

Vonum bara að skjákorts drivers stillingar nái yfir þetta ;)

Shit ég er svo drukkinn þegar ég er að tala stundum /.. úff.. en já.. þú ert með 2x kort í SLI setup.. hitinn hækkar.. viftur fara á fullt. hávaðinn eykst og annað eins..

ef þú vilt hljóðláta vél, íhugaðy þá vatnskælingu. ;)


Kraken X61 !! fíflakæling.. og annað í Obsidian 450D.. . svo mikil kæling og átti að vera það líka.. :/
Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Diddmaster
Ofur-Nörd
Póstar: 294
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af Diddmaster »

ef það er op undir límiðanum sem er á miðjuni á viftum veit ekki hvernig þetta er hjá þér ég hef set dropa af olifu olíu í gatið og fengið þögn í langan tíma
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af Danni V8 »

Ég þarf að kíkja á þetta með opið. Þetta hljóð er algjör hörmung, orðið svo slæmt að ég actually farinn að slökkva á tölvunni og fara út úr húsi af og til!

Vatnskæling er eitthvað sem er of dýr pakki fyrir, og meira vesen en ég er tilbúinn að standa í. Kaupi frekar annað 770 á ebay og sel þetta ódýrt en að fara í vatnskælingu :P
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Tbot
ÜberAdmin
Póstar: 1330
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af Tbot »

Er ekki hægt að fá nýja viftu ef það er ekki hægt að bæta við smurningu á leguna?

Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 328
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af Haflidi85 »

Það er til einhver olía sem er ætluð í svona, veit ekki nákvæmlega hvernig hún er eða hvar svona olía fæst. Svo hef ég séð allskonar varahluti í svona kælingar á síðum eins og AliExpress og Amazon ofl. Einnig er oft hægt að kaupa non official kælingar á þessum síðum sem gætu passað.

baldurgauti
Nörd
Póstar: 140
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2015 03:01
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af baldurgauti »

Sumar viftur eru mjög tregar að taka í sundur, en aðrar eru það ekki, þú gætir mögulega tekið viftuna í sundur og skellt smurningu á þetta, man samt ekki hvernig smurning er notuð en þú gætir prufað að googla það
| Core i7 10700k @ 4.5Ghz | Gigabyte Z490M | 16gb DDR4 2400Mhz | Gigabyte GTX 1080 G1 gaming | Corsair AX760 | Corsair H100i |
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af jonsig »

Ég get staðfest það að olíuleiðin er hörmung , hvað þá video´in á youtube sem sýna einhverja asna setja olíuna kringum viftuhúsið .

Ef maður tekur svona viftu í sundur þarf maður helst að nota spennujárn , sem er eins og mínusjárn með svona hálfgerði kúbeins lögun .

Ef olíu fixið gerir eitthvað yfir höfuð þá er það bara gálgafrestur , auk þess þarf þetta að vera olía fyrir high RPM .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic

siggik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 393
Skráði sig: Mið 07. Feb 2007 18:53
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af siggik »

ég á ASUS 770 eftir smá gúggl kom fram galli í viftunni, nokkrar niðurstöður úti þar sem það var sama vandamál, var leiðinda hávaði í viftunni, svipað og hún væri að rekast í eitthvað, fór með kortið og lét skipta um viftuna hjá START
Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af Danni V8 »

Já ég mun sennilega láta skipta bara um viftuna fyrir mig. Losaði hana úr brakketinu og smurði eitthvað aðeins og það deyfði hljóðið.. og hægði á viftunni. Hef ekki mikla trú á að það dugi lengi.

Skoðaði svona kort á eBay og þau eru ennþá alveg glettilega dýr! Þar sem annað kortið mitt er Asus og hitt er Gigabyte, ætlaði ég bara að finna annað Asus kort en það var bara 35k með sendingarkostnaði fyrir 4gb útgáfuna eins og er með... hélt að þessi kort væru orðin ódýrari.

Þannig ég fann með hjálp góðs félaga nýtt viftubrakket fyrir akkúrat svona kort á 21 dollara. Kaupi það sennilega og læt einhverja búð skipta, þori ekki að fikta og mikið í þessu sjálfur.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af jonsig »

Þú prufaðir nú samt þvert á varnaðarorð að láta smurningu á þetta. kannski notaðiru 5w30 ? góð í cold start ..XD XD

kortin á ebay eru OP þau fara aldrei á þessum verðum , þú sérð það ef þú followar uppboð á þeim .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af Moldvarpan »

Það sakar svosem ekki að setja dropa af olíu á leguna, þar sem viftan/legan þarf að skipta út.

En já, eina alvöru lausnin er að skipta út :D

Er þetta annars ekki frekar algengt á Gigabyte kortunum?
Ég hef átt nokkur MSI kort og þau hafa verið til friðs.

(Er að tala um kortin sem eru í gangi í dag, ekki fyrir mörgum mörgum árum. MSI er t.d. búið að bæta sig gríðarlega frá því sem var í den.)
Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af Danni V8 »

jonsig skrifaði:Þú prufaðir nú samt þvert á varnaðarorð að láta smurningu á þetta. kannski notaðiru 5w30 ? góð í cold start ..XD XD

kortin á ebay eru OP þau fara aldrei á þessum verðum , þú sérð það ef þú followar uppboð á þeim .
Ég reyndar las öll þessi varnarcomment eftir að ég smurði í leguna :P

En þetta er búið að snarskána núna. Steinþegir alveg.

Moddaði líka hliðina og setti viftu á hana og rykhlíf fyrir hana svo það er núna kominn utanaðkomandi blástur á kortin og þau hitna ekki næstum því eins mikið og í lokuðum kassa með engri viftu á hliðinni.

Panta síðan nýjar viftur í þetta næstu mánaðarmót og læt skipta fyrir mig og er nokkkuð viss um að næst þegar það fer að heyrast í þessu korti verða þau hvort sem er orðin löngu úrelt.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Óhljóð í viftu á skjákorti.. er hægt að laga?

Póstur af jonsig »

Þetta ætti að virka þangað til að olían fer að vinna á plastinu .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Svara