Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge


Höfundur
kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af kjartanbj »

Og hvernig finnst ykkur, ég er kominn með einn S7 Edge ásamt Galaxy VR , rosalegt stökk frá Lg G3 sem ég var með , skjárinn er ótrúlega flottur , batteríið virðist vera endast mjög vel og er bara mjög sáttur
Skjámynd

gissur1
Geek
Póstar: 858
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af gissur1 »

Er með massa valkvíða yfir því hvort ég fái mér G5 eða S7 :S
Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q

dbox
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Þri 18. Jún 2013 12:37
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af dbox »

gissur1 skrifaði:Er með massa valkvíða yfir því hvort ég fái mér G5 eða S7 :S
Ég pers myndi skoða G5 frekar þar sem þú getur skipt rafhlöðu í þegar þig hentar svo má reikna með að verðið verði mun lægra. :)

Höfundur
kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af kjartanbj »

Galaxy S7 Edge er með 3600mah rafhlöðu , og ég man ekki eftir því nema fyrir mörgum árum að batterí í síma hafi skemmst hjá mér, maður er löngu búin að uppfæra áður en það gerist, svo er plús að S7 er vatnsheldur , ef maður er eitthvað í batterís vandamálum td þar sem er ekki hægt að komast í rafmagn þá kaupir maður sér bara USB power brick, á einn tæplega 9000mah lítið mál að hlaða S7 Edge ca 2svar með honum
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af GuðjónR »

Ótrúlega flottur.
Mynd
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af MuGGz »

Ég er kominn með s7 edge gold og ég er að fíla hann í drasl!

Skjárinn hrikalega flottur, finnst stærðin og lögunin fullkomin í hendi og er í raun bara ekki búinn að finna einn hlut sem ég fíla ekki

Pantaði mér 2 töskur frá spigen og var komin með þær áður enn ég fékk símann og þær smellpassa líka :megasmile

Höfundur
kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af kjartanbj »

Ég er að bíða eftir Wallet frá Spigen, verð að hafa hann í svoleiðis með kortunum mínum og skilríkjum, alveg orðin háður því, ómögulegt að vera með veski núna á meðan ég bíð eftir töskunni frá Spigen
Skjámynd

valdij
Ofur-Nörd
Póstar: 295
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 15:31
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af valdij »

Kominn minn með minn, sama og MuGGz - Edge gold og finnst hann frábær.

Fyrsti Android síminn minn eftir að hafa átt iPhone síðastliðin 6 ár. Stærðin á honum finnst mér einmitt "akkúrat" stór og flottur skjár en passar mjög vel í hendi. Allir sem hafa séð hann hjá mér segja það sama og ég hugsaði þegar ég keypti mér hann - hann sé einfaldlega töluvert flottari en iPhone símarnir nýju.

So far so very good.
Skjámynd

Haukursv
has spoken...
Póstar: 152
Skráði sig: Þri 29. Maí 2012 12:10
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af Haukursv »

kominn með s7 edge og finnst hann geggjaður. Myndi samt ekki mæla með honum ef þú ert með litlar hendur eða vilt netta síma. Batterýið er þrusugott og er alltaf með svona 30-40 % í lok dags við venjulega / frekar mikla notkun. Klikkuð myndavél líka.
i7-4790K | Asus GTX 970 | Asus Z97 Sabertooth | Zalman CNPS7X | 16GB Crucial DDR3 | 250gb Samsung EVO | Seagate 2TB HDD | Antec 750W modular | NZXT H230 | Logitech G710+ | Steelseries Rival | Benq xl2411z | Benq gl2450
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af Frost »

Ég er kominn með S7 í hendurnar eftir að hafa verið með iPhone 6+ sem gafst upp. Mjög þægilegt að vera kominn aftur í Android. Skjárinn er algjör snilld og hann er mjög hraður. Stór sölupunktur fyrir mig var microSD slot sem ég mun pottþétt nota.

Stærðin er mjög þægilegt, það var gaman að hafa iPhone 6+ fyrst en síðan fór stærðin að fara í taugarnar á mér, fannst hann alltof stór. Myndavélin lofar góðu og fast charge er algjör snilld. Hef ekki átt hann í langan tíma þannig erfitt að segja um hvað mér líkar ekki við hann.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Höfundur
kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af kjartanbj »

Hvernig eruði að fíla Gear VR þeir sem eru komnir með svona síma og Gear VR , þetta er helvíti flott finnst mér miðað við að vera bara með síma
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af Frost »

kjartanbj skrifaði:Hvernig eruði að fíla Gear VR þeir sem eru komnir með svona síma og Gear VR , þetta er helvíti flott finnst mér miðað við að vera bara með síma
Mér finnst þetta mjög gaman, hef ekki ennþá prófa HTC Vive eða Rift þannig ég hef í raun voða lítið til að bera saman við en að fá þetta með símanum er skemmtilegt. Skemmti mér mjög mikið þegar ég nota :D
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af appel »

Ég var að fá S6 edge+ og er orðinn frekar pissed útaf því að 3 mánuðum síðar er kominn S7.
*-*

Crush1234
Græningi
Póstar: 34
Skráði sig: Þri 15. Sep 2015 19:05
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af Crush1234 »

Er curvið alveg að virka í myndböndum og Hamburger menu-inu?
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af appel »

Crush1234 skrifaði:Er curvið alveg að virka í myndböndum og Hamburger menu-inu?
Ekki fá ykkur Curved síma, ég er búinn að vera með slíkan og mín reynsla er sú að ég er alltaf að rekast í einvherja virkni sem er activeituð af hliðarhnöppum. Ég var á vefsíðu og allt í einu var ég byrjaður að recorda einhvern skít útaf því að ég hélt á símanum með grumlunni.

Þessi asíu búar skilja ekki skít í notkunargildi. Það er einsog þessir símar hafi ekkert verið prófafir.

Ég sakna gamla símans míns, galaxy s2. Ég gat allavega hlustað á fm radio í honum, og hann fór ekki allur í vitleysu við að hlusta á youtube sem podcast í vasanum.
*-*
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af MuGGz »

appel skrifaði:Ég var að fá S6 edge+ og er orðinn frekar pissed útaf því að 3 mánuðum síðar er kominn S7.
Alltaf að skoða netið áður enn maður fer í ný kaup, það voru komnar nokkuð góðar líkur frá mögum sourcum að nýr sími yrði kynntur Í febrúar

Enn varðandi curved, þá er s7 allt annar finnst mér enn s6 varðandi curved, minna "aggressive" og hönnunin líka bara mikið betri eins og með t.d. curved back sem gerir hann muuun þægilegri í hendi

Að horfá á video og browsa með curved er smá stund að venjast enn ég er að fíla minn í drasl og mig langaði aldrei neitt í s6 edge hvorki venjulega né plúsinn
Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 4081
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af appel »

MuGGz skrifaði:
appel skrifaði:Ég var að fá S6 edge+ og er orðinn frekar pissed útaf því að 3 mánuðum síðar er kominn S7.
Alltaf að skoða netið áður enn maður fer í ný kaup, það voru komnar nokkuð góðar líkur frá mögum sourcum að nýr sími yrði kynntur Í febrúar

Enn varðandi curved, þá er s7 allt annar finnst mér enn s6 varðandi curved, minna "aggressive" og hönnunin líka bara mikið betri eins og með t.d. curved back sem gerir hann muuun þægilegri í hendi

Að horfá á video og browsa með curved er smá stund að venjast enn ég er að fíla minn í drasl og mig langaði aldrei neitt í s6 edge hvorki venjulega né plúsinn
Það helsta sem ég hef gert við minn S6 Galaxy Curved Plus Gold plated síma er að:
1) Hringja í móður mína
2) horfa á south park þætti

Mér finnst persónulega þessi áhersla á snjallsíma frekar skondin. En alltílagi.
*-*
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af Danni V8 »

Fer að styttast í ár síðan ég fékk mér S6. Nenni ekki þessu Edge dæmi þar sem ég þarf að hafa mína síma í bumper annars enda þeir eins og iPhone eftir 2 daga.

Er farinn að leggja svo miklu minni áherslu á símann að mig grunar að þessi S6 verði fyrsti snjallsíminn sem ég verð með alveg þangað til hann gefst endanlega upp.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3105
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af Frost »

Danni V8 skrifaði:Fer að styttast í ár síðan ég fékk mér S6. Nenni ekki þessu Edge dæmi þar sem ég þarf að hafa mína síma í bumper annars enda þeir eins og iPhone eftir 2 daga.

Er farinn að leggja svo miklu minni áherslu á símann að mig grunar að þessi S6 verði fyrsti snjallsíminn sem ég verð með alveg þangað til hann gefst endanlega upp.
Ég einmitt uppfærði úr iPhone 6+ eftir að hann beyglaðist og skjárinn hætti að virka :sleezyjoe
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af k0fuz »

Ég fór úr S5 í S7 og mér finnst hann alger snilld, hönnunin nátturulega major stökk og mjög hraður að öllu, virðist höndla multi-tasking mun betur. Aðeins búinn að prófa VR gleraugun, eitt sem ég sá að þar var að ég sá aldrei fyllilega í fókus, kannski því annað augað er með aðeins meiri nærsýni en hitt, á maður þá að vera með linsu í öðru auga? xD annars mjög flott og töff.

EDIT: og já myndavélin er geggjuð :happy
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1197
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af kiddi »

Ég er einn af útvöldum sem er með beyglaðan iPhone 6+ þar sem snertiskjárinn dettur ítrekað úr sambandi, fór í Epli um daginn og spurði hvort þeir höfðu séð þetta áður og þeir bara "nibb" - einmitt, á meðan ég beið eftir að þeir kíktu aðeins á símann þá labbaði annar inn með nákvæmlega sama vandamál. Það lítur út fyrir að þeir megi ekki viðurkenna að þetta sé algengt vandamál, því þá væru þeir að viðurkenna að þetta væri galli. Svo mega þeir víst ekki gera við síma lengur svo þeir mæltu með í búðinni að ég færi bara með símann í tryggingarnar, sem ég neyðist víst að gera - glatað að vera með nokkurra mánaða ónothæfan síma sem kostaði 150þús. :mad Já og ég hef aldrei sett í hann í rassvasa eða komið honum í óeðlilegar aðstæður.

Þannig að maður er farinn að velta fyrir sér Samsung Galaxy S7, þó ég fái bólur við tilhugsunina um að fara aftur í Android, en Samsung símarnir virðast umtalsvert harðari af sér en iPhone.

En mig langar að spyrja þá sem eru búnir að kaupa, fylgir Gear VR með símanum allsstaðar eða bara á vissum stöðum?
Last edited by kiddi on Sun 13. Mar 2016 13:23, edited 1 time in total.

k0fuz
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af k0fuz »

Gear VR fylgdi bara með í forsölunni síðast þegar ég vissi. En athugaðu bara með vodafone, símann og elko.
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af audiophile »

Gear VR fylgdi bara með S7/S7 Edge sem keyptir voru fyrir 11. mars.

Þetta með beyglaða iPhone er ekkert djók. Fullt af fólki að lenda í þessu og Epli taka enga ábyrgð.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af GuðjónR »

kiddi skrifaði:glatað að vera með nokkurra mánaða ónothæfan síma sem kostaði 150þús. :mad
Þetta er ekkert mál kiddi minn, ég lána þér bara minn aftur ef þú þarft að hringja! :megasmile
Mynd

Höfundur
kjartanbj
Gúrú
Póstar: 559
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Staða: Ótengdur

Re: Jæja, hverjir er komnir með Galaxy S7/S7 Edge

Póstur af kjartanbj »

k0fuz skrifaði:Ég fór úr S5 í S7 og mér finnst hann alger snilld, hönnunin nátturulega major stökk og mjög hraður að öllu, virðist höndla multi-tasking mun betur. Aðeins búinn að prófa VR gleraugun, eitt sem ég sá að þar var að ég sá aldrei fyllilega í fókus, kannski því annað augað er með aðeins meiri nærsýni en hitt, á maður þá að vera með linsu í öðru auga? xD annars mjög flott og töff.

EDIT: og já myndavélin er geggjuð :happy

Ég var smá að vesenast með að fókusa fyrst, en maður þarf aðeins að stilla gleraugun á hausnum líka , gætir þurft að lyfta þeim aðeins og hreyfa til
er orðið nokkuð gott hjá mér , næ að fókusa mjög vel
Svara