Vantar hjálp við kaup á nýjum tölvuskjá.

Svara

Höfundur
Cozmic
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 20. Jún 2012 20:37
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp við kaup á nýjum tölvuskjá.

Póstur af Cozmic »

Ég vona að þetta sé á réttum stað.

Þannig er mál með vexti að ég er í basli við að finna mér skjá.
Ég er búinn að skoða úrvalið á 27 - 28" skjáum í helstum tölvubúðum landsins og er ekki alveg viss hvað hentar mér best.

Ég er svolítill gamer, spila smá battlefield þegar ég hef tíma en hef engin not á 144hz myndi ég halda en ég hinsvegar get ekki höndlað mikið screen tearing í leikjum.

Er ekki eitthverjir góðir 27 28 tommu skjáir þarna úti sem eru ekki á of háu verði og henta casual gamers mikið ?

Þegar ég talaði við einn starfsmann fannst mér eins og ég hafði bara um tvennt að velja, skjá gerðan fyrir skrifstofur eða bara basic heimilistölvur sem mundu líklega screen teara mikið í leikjum eða rándýra 3d 144hz tölvuskjái.

Ég hef bara ekki hundsvit á skjáum eða hvaða specs maður horfir á þegar maður kaupir nýjan þannig allar ráðleggjingar væru fínar :)

Ps. Vill helst stærra en 24"
Svara