Er einhver hér sem veit hvort það sé mikill snjór í kringum borganes núna ?
Ég var að spá í að kíkja í bústað sem er rétt fyrir utan borganes, maður þarf að keyra smá vegalengd á malaveg til þess að komast að bústaðnum og ég er hræddur um að gamla hondan sem ég er á mun ekki drífa. Nenni ekki að keyra alla leið frá bænum og þurfa svo að labba nokkra km að bústaðnum.
Er mikill snjór á Borganesi núna ?
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 613
- Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
- Staða: Ótengdur
Re: Er mikill snjór á Borganesi núna ?
Hvernig Honda er þetta?
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 613
- Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
- Staða: Ótengdur
Re: Er mikill snjór á Borganesi núna ?
Honda Civic 1999 5 dyra. Það hjálpar síðan ekki að fjöðrunin virðist eitthvað búin að síga miðað við sambærilega civic bíla sem ég hef séð, eða að einhver hefur skorið gormana.zetor skrifaði:Hvernig Honda er þetta?
Mjög tæpur þessi bíll í snjónum, er að fara í bústaðinn á laugardaginn og mér sýnist að það sé ekki að fara að snjóa á morgun, þannig að endilega ef einhver sem er að lesa þetta er í borganesi þá má hinn sami kommenta hérna.
Re: Er mikill snjór á Borganesi núna ?
ef það er ekki búið að moka þennan malarveg þá ertu ekkert að fara a þessum bíl, ekkert mikill snjór á þjóðvegunum, en um leið og ert farinn á einkavegi þá er allt í kafi..
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Re: Er mikill snjór á Borganesi núna ?
Hvar er bústaðurinn? Það er mjög mismunandi hvaða vegir eru ruddir en ef ég veit sirka í hvaða bústaðabyggð þetta er þá ætti ég að geta rennt við og séð hversu slæmur vegurinn er.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 613
- Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
- Staða: Ótengdur
Re: Er mikill snjór á Borganesi núna ?
Held að ég þurfi að hætta við eftir frekar pælingar, var að fatta að vegurinn að bústaðnum mun klárlega vera ófær þar sem að hann nær mikið lengra en sveitabæirnir sem maður sér á leiðinni. Vegurinn endar sem sagt hjá bústaðnum mínum.
Takk samt fyrir að bjóðast til að tékka á þessu.
Takk samt fyrir að bjóðast til að tékka á þessu.
Re: Er mikill snjór á Borganesi núna ?
Talandi um þetta, er einhvernstaðar hægt að fá hraðkeðjur eða Autosocks (Helst Autosoks vegna tekur minna tima að sétja á) herna á landinu? Var i sumarbúðstaði um daginn og það var klaki örugga marga cm þykkur alla leiðinni upp að búðstaðinn á innkeyrslann nokkur hundruð metra, komst hálfa leiðinni uppeftir með að bakka upp brekkuna haha