Notar einhver Google Play Movies?
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 215
- Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Notar einhver Google Play Movies?
Ég er að leita að einhverju fyrir pabba minn til að koma í staðinn fyrir vídjóleigu+DVD spilara. Mér dettur í hug að kaupa handa honum Netflix áskrift en þar sem hann horfir ekkert rosalega mikið á kvikmyndir held ég að pay-per-view módel henti honum frekar auk þess sem að úrvalið er þá kannski meira. iTunes og Amazon Videos eru ekki aðgengilegar hér en skv. þessu þá á að vera hægt að nota Google Play Movies þjónustuna á Íslandi.
Hefur einhver hérna reynslu af þessu sem er til í að deila með sér? Allar ráðleggingar og öll komment eru mjög vel þegin hvað varðar val á þjónustu og tæki.
Hefur einhver hérna reynslu af þessu sem er til í að deila með sér? Allar ráðleggingar og öll komment eru mjög vel þegin hvað varðar val á þjónustu og tæki.
Re: Notar einhver Google Play Movies?
Ef hann horfir á minnst 1-2 myndir kannski á mánuði, þá held ég að netflix sé málið.
Borðtölva --> CoolerMaster Silencio 550 | Asus P8Z77-V LX | I5 3330 3.0 ghz | Geil 8GB vinnsluminni 1600 MHZ | PNY 660 GTX 2gb | Coolermaster 212 EVO | 600W corsair |
Fartölva --> Lenova E530 | I7-3632QM 2.20GHZ | 8GB RAM | LENOVO 3259MAG(Motherboard) | 2048MB NVIDIA GeForce GT 635M | 1TB drive | 14,9GB SSD
Fartölva --> Lenova E530 | I7-3632QM 2.20GHZ | 8GB RAM | LENOVO 3259MAG(Motherboard) | 2048MB NVIDIA GeForce GT 635M | 1TB drive | 14,9GB SSD
Re: Notar einhver Google Play Movies?
Hef oft pælt í því að kaupa mér mynd sem ég hef ekki séð, eða bara instant classic.
Mér finnst Google Play markaðurinn á myndum og þáttum bara svo dýr miðað við t.d. Netflix. 1100 kall á mánuði er ekki neitt. Það er minna en að fækka sígarettum um eina á dag.
Var ekki einhvern tímann til einhver íslensk svona þjónusta? Filma.is? Eða eitthvað. Hefuru eitthvað kynnt þér það og hvað það kostar?
Mér finnst Google Play markaðurinn á myndum og þáttum bara svo dýr miðað við t.d. Netflix. 1100 kall á mánuði er ekki neitt. Það er minna en að fækka sígarettum um eina á dag.
Var ekki einhvern tímann til einhver íslensk svona þjónusta? Filma.is? Eða eitthvað. Hefuru eitthvað kynnt þér það og hvað það kostar?
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
-
- Gúrú
- Póstar: 561
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Staða: Ótengdur
Re: Notar einhver Google Play Movies?
Ég kaupi eina og eina mynd þarna til "eignar". Barnamyndir sem eru spilaðar í tugum skipta eru fljótar að borga sig á móti 48 tíma leigu á VoD hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Einnig frábært að hafa möguleika á niðurhali á snjall tæki þegar maður er að ferðast.
-
- Nörd
- Póstar: 135
- Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
- Staða: Ótengdur
Re: Notar einhver Google Play Movies?
ég græjaði netflix + apple tv fyrir móður mína, hún elskar það alveg og horfir aðallega á þætti þar, ódyrasta lausnin Apple tv3 fæst fyrir um 8þús kall og netflix um 11-1200 á mánuði
i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU
Re: Notar einhver Google Play Movies?
Ég keypti Chromecast sem reyndar aðeins ódýrari og virkar líka mjög vel.Axel Jóhann skrifaði:ég græjaði netflix + apple tv fyrir móður mína, hún elskar það alveg og horfir aðallega á þætti þar, ódyrasta lausnin Apple tv3 fæst fyrir um 8þús kall og netflix um 11-1200 á mánuði
-
- Nörd
- Póstar: 135
- Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
- Staða: Ótengdur
Re: Notar einhver Google Play Movies?
En er chromecast ekki þannig að þú þarft tæki til að streama úr ?
i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU
-
- Gúrú
- Póstar: 542
- Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
- Staðsetning: localhost
- Staða: Ótengdur
Re: Notar einhver Google Play Movies?
Júbb. ATV3 + Netflix er rock solid foreldrasetup.
Birkir Rafn Guðjónsson
Web Application Developer
HTPC: GA-73PVM-S2H # Intel E8200 @ 3.2Ghz # 2GB 800mhz
Web Application Developer
HTPC: GA-73PVM-S2H # Intel E8200 @ 3.2Ghz # 2GB 800mhz
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 215
- Skráði sig: Sun 19. Ágú 2012 00:09
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Notar einhver Google Play Movies?
Takk fyrir allar ábendingarnar. Ég er farinn að hallast að því að kaupa Roku 3 og Netflix áskrift. Fjarstýringin er með raddleit sem pabbi minn getu notað til að finna myndir bæði á Netflix og Google Play Movies. Ég hef áhyggjur af því að hann finni ekki allar myndirnar á Netflix sem honum langar að sjá.