Það er ekki svo langt síðan að byrjað var að ritskoða internetið, með lokun á "Torrentsíðum".
Og auðvitað tónninn gefinn með fordæminu, núna vilja menn taka skrefið lengra á loka á eitthvað sem þeir kalla "Vændissíður"
Hvað næst? Andfélagslegar síður? Andpólitískar síður? Andtrúarlegar síður?
Eiga miðaldra karlar í hæstarétti að ráða því hvaða síður við skoðum?
http://www.visir.is/logreglumadur-vill- ... 5151229934
Ritskoðun á netinu
Re: Ritskoðun á netinu
Einungis verður leyft að skoða það sem feministum verður þóknanlegt.
Þ.e. góða fólkið ákveður hvað því þyki þóknanlegt að lýðurinn fái að sjá.
Þ.e. góða fólkið ákveður hvað því þyki þóknanlegt að lýðurinn fái að sjá.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ritskoðun á netinu
Akkúrat, fái þessi þróun að halda áfram óhindrað þá verðurr netið ónýtt innan fárra áratuga.Tbot skrifaði:Einungis verður leyft að skoða það sem feministum verður þóknanlegt.
Þ.e. góða fólkið ákveður hvað því þyki þóknanlegt að lýðurinn fái að sjá.
-
- Gúrú
- Póstar: 556
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Staða: Ótengdur
Re: Ritskoðun á netinu
Þetta "góða fólks" uppnefni er gjörsamlega fáranlegt og gerir lítið úr málstað þínum.Tbot skrifaði:Einungis verður leyft að skoða það sem feministum verður þóknanlegt.
Þ.e. góða fólkið ákveður hvað því þyki þóknanlegt að lýðurinn fái að sjá.
Auk þess er ömurlegt að gera hópi fólks upp skoðanir og hvetur það til leiðinlegrar rökræðu. Heimurinn er ekki svartur og hvítur, feminístar og kvenhatarar, gott fólk og illt fólk, hægri og vinstri.
Jólakveðja frá feministanum sem vill ekki sjá ritskoðun á internetinu
Re: Ritskoðun á netinu
Leiðin til heljar er vörðuð góðum ásetningi.steinarorri skrifaði:Þetta "góða fólks" uppnefni er gjörsamlega fáranlegt og gerir lítið úr málstað þínum.Tbot skrifaði:Einungis verður leyft að skoða það sem feministum verður þóknanlegt.
Þ.e. góða fólkið ákveður hvað því þyki þóknanlegt að lýðurinn fái að sjá.
Auk þess er ömurlegt að gera hópi fólks upp skoðanir og hvetur það til leiðinlegrar rökræðu. Heimurinn er ekki svartur og hvítur, feminístar og kvenhatarar, gott fólk og illt fólk, hægri og vinstri.
Jólakveðja frá feministanum sem vill ekki sjá ritskoðun á internetinu
Góða fólkið trúir því að það sem það gerir sé betra fyrir fjöldann hvort sem það er ritskoðun eða leiguverðsþak.
Re: Ritskoðun á netinu
Það sem mér þykir enn verra við þetta hjá bæði löggunni og þess heldur þessum einstaklingi sem titlar sig blaðamann.
Það er ekki bannað að selja vændi, einungis bannað að kaupa vændi. (þvílík tvöfeldni í lagasetningu)
Það er ekki bannað að selja vændi, einungis bannað að kaupa vændi. (þvílík tvöfeldni í lagasetningu)
Re: Ritskoðun á netinu
"Góða fólkið" er hárrétt uppefni.
Þetta fólk telur sig vera á "moral high ground" og telur sig vera að gera "góða" hluti, en átta sig ekki á því að þau eru að beita alla aðra ofbeldi með sínum "góðu" skoðunum. Það eru nefnilega allir aðrir sem þurfa að lúta undir skoðanir þessa fólks og hafa ekkert val um það.
En hvað gerir skoðanir þessa fólks svona "réttar"? Jú, þetta fólk er hávært. Ef landinu er stjórnað af háværasta fólkinu þá þá verðuru með hérna á Austuvelli litla hópa fólks að berjast á banaspjótum, anarkistar vs. fasistar, kommúnistar vs. frjálshyggjulið. Alltaf bara litlir hópar, en við hin þurfum að lúta þeim hóp sem er hvað háværastur.
Já, þetta lýðveldi hérna er í skötulíki.
Þetta fólk telur sig vera á "moral high ground" og telur sig vera að gera "góða" hluti, en átta sig ekki á því að þau eru að beita alla aðra ofbeldi með sínum "góðu" skoðunum. Það eru nefnilega allir aðrir sem þurfa að lúta undir skoðanir þessa fólks og hafa ekkert val um það.
En hvað gerir skoðanir þessa fólks svona "réttar"? Jú, þetta fólk er hávært. Ef landinu er stjórnað af háværasta fólkinu þá þá verðuru með hérna á Austuvelli litla hópa fólks að berjast á banaspjótum, anarkistar vs. fasistar, kommúnistar vs. frjálshyggjulið. Alltaf bara litlir hópar, en við hin þurfum að lúta þeim hóp sem er hvað háværastur.
Já, þetta lýðveldi hérna er í skötulíki.
*-*