Ráðleggingar uppfærsla/endurnýjun

Svara

Höfundur
hjortur88@gmail.com
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Sun 01. Mar 2009 21:33
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar uppfærsla/endurnýjun

Póstur af hjortur88@gmail.com »

Góðan dag!

Ég vona að þessi póstur sé á réttum stað!

Ég er með borðtölvu sem er komin til ára sinna, keypt áramót 2010/2011. Ég er að velta fyrir mér hvort vænlegt sé að kaupa íhluti í hana (er einhver flöskuháls sem hægt er að "boosta" upp) eða hvort ég þurfi bara að splæsa í allt nýtt.

Hér eru speccarnir á tölvunni:
Mynd

Er nokkuð viss að Minni - DDR3 Minni 1333 MHz - CSX ORIGINAL (PC3-10600) 4GB 2x2048MB sé minnið annars mjög sambærilegt.

Er með Haf 922 kassa og ef ég man rétt 520W aflgjafa (mögulega stærri).


Hin leiðin er einnig smá vafamál.

Kostur 1 væri að kaupa leikjalappa fyrir <200þús. Get mögulega keypt í USA/Canada/DK. Nenni ekki svona hlunk, ca 15 tommur væri málið.

Kostur 2 væri að kaupa borðtölvu (fyrir leiki) fyrir ca 120 þús og þá lappa fyrir restina upp í 200þús (til almennra heimilisnota og skóla).

Hvort fengi ég betri tölvu úr 200þús kr lappa (útlönd) eða 120 þús kr borðtölvu? Borgar það sig nokkuð að flytja inn íhluti í borðtölvu frá USA/Canada/DK, þ.e. sparnaðarlega séð.

Bestur þakkir, Hjörtur.

Gaui83
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Mán 13. Júl 2015 14:09
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar uppfærsla/endurnýjun

Póstur af Gaui83 »

Ég er að bíða smá , ég er í svipaðri stöðu.

Geforce 1000 series á að gefa mjög mikið % stökk yfir 900 seríuna. þeir eru að fara í eitthvað nýtt stuff.

Geri ráð fyrir að ég kaupi nýja tölvu þegar 1000 seriesið kemur.

annars hef ég lítið að segja um hvað er best að uppfæra hjá þér.
Svara