Hvor móðurborðið ætti ég frekar að fá mér?

Svara

Höfundur
fribbi898
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2014 07:50
Staða: Ótengdur

Hvor móðurborðið ætti ég frekar að fá mér?

Póstur af fribbi898 »

Sælir fellar.
Það er kominn tími á uppfærslu á móðurborði hjá mér, ég er að skipta úr AMD í Intel.
Ég er ákveðinn á hvaða örgjörva og minni mér vantar ásamt viftum og kælingu en ég er kominn niður á þessi tvö Móðurborð:
Asus Z170-K móðurborð: http://www.att.is/product/asus-z170-k-modurbord
Asus Z170-Pro Gaming móðurborð: http://www.att.is/product/asus-z170-pro ... -modurbord
Er einhver sérstaklega stór munur á þessum tvemur fyrir utan að Z170-Pro Gaming hefur fleiri USB tengi og aðeins betri hljóðbúnað? Ég mun aðallega vera nota tölvuna í leiki og almenna tölvuhluti. Ég hef enga sérstaka þörf fyrir betri hljóði eða fleiri USB þar sem að ég þarf bara músina og lyklaborðið. Einnig þarf ég ekki SLI sem að er á Z170-Pro Gaming þar sem að ég nota einungis eitt skjákort.
Vill taka það einnig fram að Z170-Pro Gaming er ekki til á lager og er að minnsta kosti vika í næstu sendingu.

Specs:
Móðurborð: Gigabyte Technology Co., Ltd. GA-970A-UD3 (Socket M2)
CPU: AMD FX-6300 - Vishera 32nm Technology
RAM: 8,00GB Dual-Channel DDR3 @ 671MHz (9-9-9-24)
G-card: 2047MB NVIDIA GeForce GTX 770 (Gigabyte) (Uppfærsla eftir áramót)
Hard drives: 932GB Seagate ST1000DM003-1ER162 ATA Device (SATA)
2795GB Western Digital WDC WD3001FAEX-00MJRA0 ATA Device (SATA)
OS: Windows 7 Home Premium 64-bit SP1
Skjáir: BenQ GL2460 (1920x1080@60Hz)
DELL 3008WFP (1920x1200@59Hz)
Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2398
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Staða: Ótengdur

Re: Hvor móðurborðið ætti ég frekar að fá mér?

Póstur af svanur08 »

Gigabyte allann daginn.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1

Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE

Höfundur
fribbi898
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 07. Ágú 2014 07:50
Staða: Ótengdur

Re: Hvor móðurborðið ætti ég frekar að fá mér?

Póstur af fribbi898 »

svanur08 skrifaði:Gigabyte allann daginn.
Mér var ráðlagt að fara frekar í Asus heldur en Gigabyte, er eitthvað spes betra við Gigabyte heldur en Asus?

htmlrulezd000d
Nörd
Póstar: 121
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2015 20:34
Staða: Ótengdur

Re: Hvor móðurborðið ætti ég frekar að fá mér?

Póstur af htmlrulezd000d »

Égheld þú svarir þinni eigin spurningu. Hitt bíður uppá hluti sem þig vantar ekki og þar af leiðinni ódýrari. Gygabyte eða Asus, bæði mjög góð. Ég er mjög sáttur með mitt Asus Z170 ! Held aðal atriði er SLI, ef þú ætlar ekki að nota SLI eða Crossfire þá myndi ég taka ódýrara því það er nóg og ekki mikill munur á þeim. Bara mín skoðun vinur.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Hvor móðurborðið ætti ég frekar að fá mér?

Póstur af mind »

Ef þér er sama um útlitið, sli, hljóðkortið og netkortið er Z170-K eðlilegri kostur.
Svara