Móðurborð fyrir crossfire, er PCIe-3.0 8x/x8 nóg?

Svara

Höfundur
sinister
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fös 06. Mar 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Móðurborð fyrir crossfire, er PCIe-3.0 8x/x8 nóg?

Póstur af sinister »

Daginn,

Ég veit að margir hafa brennt sig af Crossfire/SLI, en mig langar að fara út í svoleiðis rugl ;)

Er að plana að builda nýja tölvu frá grunni með Skylake og 1440p freesync skjá, 700W PSU o.s.frv.

..og langar að kaupa 2x Asus R9 380 4GB kort með því eftir að hafa skoðað þetta benchmark sem dæmi, þó það miði reyndar við 2GB útgáfuna, og frá tveim mismunandi framleiðendum: http://www.eteknix.com/amd-radeon-r9-38 ... ds-review/

PC Gamer mæla með þessu móðurborði sem er með allt sem ég þarf: http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6813132567 en Asus móðurborðin virðast bara vera með 8x/8x support í crossfire, en Gigabyte oft 16x/16x, ég er bara ekki hrifinn af Gigabyte.

Þannig að mín spurning er, veit einhver hvernig ég get komist að því hvort PCI-e 3.0 8x/8x sé nóg fyrir þessi skjákort í crossfire?

Sennapy
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Sun 20. Apr 2008 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborð fyrir crossfire, er PCIe-3.0 8x/x8 nóg?

Póstur af Sennapy »

Þannig að mín spurning er, veit einhver hvernig ég get komist að því hvort PCI-e 3.0 8x/8x sé nóg fyrir þessi skjákort í crossfire?
Daginn.

Skylake örgjörvar á markaðnum í dag hafa bara stuðning fyrir 16 PCIe lanes, svo þú munt vera að að nota 8x/8x óháð hvort að móðurborðið styðji 16x/16x eða ekki (sjá t.d. i7-6700k specs hér: http://ark.intel.com/products/88195/Int ... o-4_20-GHz). Og til að svara spurningunni þinni, já það er alveg nóg, það er mjög smávægilegur performance munur á 8x/8x og 16x/16x.

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborð fyrir crossfire, er PCIe-3.0 8x/x8 nóg?

Póstur af slapi »

8x/8x er feikinóg og ekki marktækur munur vs 16x/16x.

Það sem skylake færir þér miklu betur umfram eldri kynslóðir að nú ertu með 16 PCIe-3.0 brautir beint á CPU og allt að 20 PCIe-3.0brautir frá PCH því getur verið öðruvísi eftir móðurborðum hvernig PCIe raufarnar eru víraðar þannig hafðu það í huga þegar þú ert að versla.
Hinar 20 brautirnar eru venjulega hugsaðar fyrir m.2 pcie drif , SATA Express, USB 3.1 og miklu fleira.

Höfundur
sinister
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fös 06. Mar 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Móðurborð fyrir crossfire, er PCIe-3.0 8x/x8 nóg?

Póstur af sinister »

Snilld, takk fyrir!
Svara